Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 16
16
þétt með okkar þróun,“ segir
Kritján.
FleXicut vélin hefur verið í
prófunarkeyrslu hjá FISK
Seafood á Sauðárkróki að
undanförnu en hún verður síð-
an sýnd opinberlega í fyrsta
sinn á sjávarútvegssýningunni í
Brussel nú í maí. Kristján segist
síðan reikna með að upp úr
miðju ári fari vélin í almenna
sölu. Áfram muni fyrirtækið
halda á þróun sinni á nýrri kyn-
slóð vinnslukerfis fyrir hvítfisk.
„Framundan eru spennandi
verkefni hjá okkur og meðal
þess verður að þróa nýja
vinnslutækni, þ.e. að hluta flök-
in niður strax eftir flökun. Þetta
þýðir að í stað þess að flök fari
inn á snyrtilínur fyrir niðurskurð
þá eru þau hlutuð niður eftir
flökun, ákveðnir hlutar flaksins
fara beint áfram í pökkun en
aðrir í snyrtingu. Þetta yrði tals-
verð breyting frá því sem við
þekkjum í vinnslunni í dag,“
segir Kristján.
Vatnsskurður var á árum áður þekktur í fiskvinnsluvélum. Röntgentæknin og vatnsskurður eru þær tæknilegur lausnir sem Marel sameinar í FleXicut.
Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í
matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna
sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum.
Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og
markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem
tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf
meira í dag en í gær.
Rannsóknir
í þágu sjávarútvegs
Stefna Matís er að
... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni
Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins
... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta
flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi
... hafa hæft og ánægt starfsfólk
Gildi Matís
Frumkvæði
Sköpunarkraftur
Metnaður
Heilindi
Hlutverk Matís er að
... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs
... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um-
hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu
... bæta lýðheilsu
www.matis.is