Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 14
Prófanir eru nú hafnar á nýrri
vél frá Marel sem fengið hefur
nafnið FleXicut og notar há
þróaða röntgentækni til að
greina beingarð í hvítfiski og
skera hann burt af mikilli ná
kvæmni með vatnsskurði. Með
nýju vélinni stígur Marel fyrsta
skrefið í nýrri kynslóð vinnslu
kerfis fyrir hvítfisk sem fyrir
tækið boðaði á síðasta ári.
Kristján Hallvarðsson, fram
kvæmdastjóri vöruþróunar hjá
Marel segir vélina geta leyst af
hólmi þær hendur í fiskvinnsl
unni sem skeri beingarðinn úr
flökunum en hann segir ekki
síður mikilvæga fyrir greinina
þá möguleika sem FleXicut vél
in opni fyrirtækjunum til að
framleiða nýjar afurðir, þ.e.
bita. Þar nefnir hann sem dæmi
hnakka með roði.
„Leiðarljós í allri okkar þróun
er að auka nýtingu, bæta hrá-
efnismeðhöndlun og auka sjálf-
virkni. Markmiðið er að stytta
tím ann sem hvert flak er að fara
í gegnum vinnsluferilinn og
leggja jafnframt áherslu á að sá
hluti flaksins sem er verðmæt-
astur fari bæði sem hraðast á
endastöð og sé snertur sem
minnst á þeirri leið. FleXicut
vélin er eitt skref í þessu ferli
sem við höfum markað okkur
að stefna á, liður í nýrri kynslóð
vinnslukerfa frá okkur, “ segir
Kristján.
Tvær tæknilausnir samaneinaðar
í einni vél
Tvö atriði standa upp úr í upp-
byggingu FleXicut vélarinnar.
Marel kynnir FleXicut:
Beingarður
skorinn vélrænt og
meiri möguleikar í
bitaskurði
F
isk
v
in
n
sla
Kristján Hallvarðsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Marel.
„Ég er ekki í vafa um að þessi tækniþróun okkar getur, líkt og áður,
hjálpað fiskvinnslunum úti á mörkuðunum og skilað þeim nýjum
viðskiptavinum og auknum tekjum í framtíðinni.“
14