Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 38
38 K rossg á ta Lítið hráefni frá ára- mótum til Hólmadrangs Lítið hráefni hefur borist til rækjuvinnslunnar Hólma­ drangs í Hólmavík það sem af er þessu ári. Alls starfa um 22 manns hjá Hólmadrangi, sem er stærsti einstaki vinnuveit­ andinn í Hólmavík. Jón Eðvald Halldórsson, framkvæmdastjóri Hólma- drangs, segir að sáralítið hafi borist að landi en það gæti far- ið að rofa til með vorinu. „Von- andi batnar þetta en það er svo sem ekkert í hendi. Það er hart í ári og hefur verið veru- lega strembið það sem af er ári,“ segir Jón Eðvald. Hann segir lítið að frétta af markaðsmálum annað en að það er vöntun á íslenskri rækju. „Við höfum ekkert náð að framleiða og það virðast vera erfiðleikatímar yfir línuna í rækjuvinnslunni í landinu. Við bíðum bara og vonum að ástandið lagist og meira hrá- efni verið á boðstólum hjá okk- ur.“ Á meðan þetta ástand ríkir sitja starfsmenn auðum hönd- um en eru á launum. Jón Eð- vald segir að þetta sé ekki ós- kastaðan. Það er lítið um að vera í vinnslusal Hólmadrangs þessa dagana. 38 F isk v in n sla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.