Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 26
26 Fyrirtækið Þórsberg er einn stærsti atvinnurekandinn á Tálknafirði. Fyrirtækið sérhæfir sig í útgerð og bolfiskvinnslu og starfa um 65 manns hjá því. Eigandi og framkvæmdastjóri er Guðjón Indriðason. Hann segir í samtali við blaðamann Ægis að fyrirtækið geri nú út tvo báta, Kóp BA og Indriða Kristins BA. Fyrir skemmstu keypti Þórsberg Aðalbjörgu RE og eignaðist þar með aflaheim­ ildir upp á 340 þorskígild is­ tonn. Fyrir var fyrirtækið með aflaheimildir upp á rúm 1.000 þorskígildistonn. Aðalbjörg er nú til sölu án aflaheimilda og segir Guðjón að nýlega hafi borist tilboð í hana. Allt morandi í fiski „Þetta er dálítil aukning og kemur sér vel. En það má segja að það hafi gengið mjög vel hjá okkur alveg frá því í haust og í allan vetur. Það hefur verið mokafli. En nú er allur kvóti bú- F isk v in n sla Þórsberg vinnur ferskan og frosinn fisk, m.a. fyrir Kanadamarkað. Þórsberg á Tálknafirði veitir 65 manns vinnu í sjávarútvegi: Hefur verið mokafli í allan vetur Kópur BA er nú kominn í slipp þar sem hann er útbúinn fyrir komandi makríl- vertíð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.