Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 30
30 Þorsteinn Magnússon, fram­ kvæmdastjóri Storms Seafood í Hafnarfirði, segir slaka mark­ aðssetningu eina stærstu hætt­ una fyrir fiskvinnsluna í landinu. Hann segir að mark­ aðsaðstæður og verðþróun hafi leitt til þess að því meira sem fiskur sé unninn hér á landi því minni sé hagnaðurinn af vinnsl­ unni. Stormur Seafood var stofnað árið 2009 og hófst með útgerð Storms HF sem í upphafi var gerður út á veiðar með dragnót. Árið 2012 hófst starfsemi fyrir- tækisins í nýju húsnæði á Lóns- braut 1. Fyrirtækið gerir núna út einn bát með línubeitningarvél en heldur jafnframt úti vinnslu á ferskum og frystum afurðum í glæsilegum húsakynnum sínum sem eru sérstaklega hönnuð með tilliti til starfseminnar sem þar fer fram. Um 30 manns starfa hjá Storm Seafood í landi, auk 5 sjómanna. F isk v in n sla Ýsa flökuð í Storm Seafood. Fyrirtækið vinnur aðallega úr fjórum tegundum bolfisks, þ.e. ýsu, þorski, ufsa og löngu. Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Storms Seafood, segir hátt fiskverð, gengisþróun og minna framboð hráefnis gera fiskvinnslunni erfitt fyrir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.