Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2014, Page 30

Ægir - 01.02.2014, Page 30
30 Þorsteinn Magnússon, fram­ kvæmdastjóri Storms Seafood í Hafnarfirði, segir slaka mark­ aðssetningu eina stærstu hætt­ una fyrir fiskvinnsluna í landinu. Hann segir að mark­ aðsaðstæður og verðþróun hafi leitt til þess að því meira sem fiskur sé unninn hér á landi því minni sé hagnaðurinn af vinnsl­ unni. Stormur Seafood var stofnað árið 2009 og hófst með útgerð Storms HF sem í upphafi var gerður út á veiðar með dragnót. Árið 2012 hófst starfsemi fyrir- tækisins í nýju húsnæði á Lóns- braut 1. Fyrirtækið gerir núna út einn bát með línubeitningarvél en heldur jafnframt úti vinnslu á ferskum og frystum afurðum í glæsilegum húsakynnum sínum sem eru sérstaklega hönnuð með tilliti til starfseminnar sem þar fer fram. Um 30 manns starfa hjá Storm Seafood í landi, auk 5 sjómanna. F isk v in n sla Ýsa flökuð í Storm Seafood. Fyrirtækið vinnur aðallega úr fjórum tegundum bolfisks, þ.e. ýsu, þorski, ufsa og löngu. Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri Storms Seafood, segir hátt fiskverð, gengisþróun og minna framboð hráefnis gera fiskvinnslunni erfitt fyrir.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.