Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 32
32 mest í bitum og seljum til Frakk- lands og Þýskalands,“ segir Þor- steinn. Hann segir verðþróunina á þorski hafa verið neikvæða, sem einkum má rekja til mikilla veiða Norðmanna og Rússa í Barents- hafi. Verðlækkunin á ferskum þorskafurðum hefur verið á bil- inu 20-30% í EUR á þessu ári og við þetta bætist svo óhagstæð gengisþróun. Þetta megi beint rekja til aukins framboðs á mörkuðum í Evrópu sem skýrist af auknum afla úr Barentshafi. Þessu til viðbótar hafi Ís- lendingar sjálfir dregið úr frystingu úti á sjó og aukið land- vinnslu á ferskum fiski. Þessi þróun þýðir stóraukið framboð á ferskum flökum og bitum inn á Evrópumarkað. Á sama tíma berjist fisk- vinnslur á Íslandi við hækkandi fiskverð. Hækkandi verð á fisk- mörkuðum skýrist að hluta til af auknum beinum viðskiptum með sjávarafla milli þeirra sem veiða og vinna aflann og eru ekki tengdir aðilar að öðru leyti. Verð í þessum viðskiptum sé svo í mörgum tilvikum tengt við markaðsverð. „Einnig virðist mér tíðkast að fiskmarkaðir bjóði ekki í öllum tilvikum upp allan þann afla sem berst að landi – heldur eru einhverjir út- valdir aðilar fengnir til að „bjóða“ í aflann á einhverju lægra verði en fékkst á uppboð- Ker Umbúðamiðlunar eru eingöngu ætluð til leigu undir matvæli. Frosnir ufsabitar eru meðal framleiðsluvara fyrirtækisins. Það hlýtur að vera mjög gaman að vera evrópskur milliliður þessa dagana að kaupa fisk af sundruðum framleiðendum og söluaðilum frá Íslandi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.