Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 23
23
Það hafa skipst á skin og skúrir
hjá Fiskmarkaði Íslands það
sem af er þessu ári. Að sögn
Páls Ingólfssonar fram
kvæmdastjóra var niðurstaðan
mjög viðunandi í marsmánuði
en viðskiptin hins vegar með
minnsta móti í janúar og febrú
ar vegna gæftaleysis og brælu.
Hann vandar Verðlagsstofu
skiptaverðs ekki kveðjurnar og
segir vinnubrögð þar á bæ ekki
vönduð.
„Það má segja að það hafi
hvesst um miðjan desember og
ekki lægt fyrr en í febrúar. Þetta
var erfiður vetur og haft var eftir
skipstjóra héðan af Snæfellsnesi
að þetta væri versta vertíðin í 45
ár,“ segir Páll.
Hann segir að framboð inn á
markaðinn hafi því verið mjög
stopult. Janúar og febrúar hafi
verið verstu tveir fyrstu
mánuðirnir allt frá árinu 2002.
Það ár voru útibú Fiskmarkaðar
Íslands átta talsins en þau eru
níu núna. Þessa fyrstu tvo
mánuði bárust 7.200 tonn af
fiski en eðlilegt magn er á bilinu
9.200 til 11.000 tonn.
Verð er þó heldur hærra á
þessu tímabili en meðaltal síð-
astliðins árs. Í febrúar í fyrra var
meðalverðið 248 kr. á kg en 265
kr. á þessu ári.
Páll segir ekki raunhæft að
setja fram þá kröfu að allur fisk-
ur fari á markað. „Ég er hins
vegar þeirrar skoðunar að
skylda eigi fyrirtæki, sem fær t.d.
úthluta, 10.000 tonna kvóta,
veiðir hann allan en verkar að-
eins 7.000 tonn, til að miðla
þeim afla sem það vinnur ekki
sjálft í gegnum fiskmarkaði.
Núna miðla fyrirtækin því sem
þau ekki verka sjálf sín á milli.
Þetta finnst mér vera raunhæf-
ari nálgun en að gera þá kröfu
að allur fiskur fari á markað,“
segir Páll.
Hann spyr líka hvert sé eft-
irlitið með verðmynduninni á
þeim hluta heimildanna sem
fyrirtækin verka ekki sjálf og
miðla sín á milli. Hann segir það
hagsmuni sjómanna og margra
annarra að umfram fiskur fari á
markað. „Það eru rekin fjölmörg
fiskvinnslufyrirtæki, jafnt á höf-
uðborgarsvæðinu sem annars
staðar, sem ekki eru í útgerð.
Hvers vegna ættu þau ekki að
hafa tækifæri til að kaupa þann
fisk sem þessi tiltekni aðili fær
úthlutað og verkar ekki sjálfur?“
Páll er einnig afar ósáttur við
starfsaðferðir Verðlagsstofu
skiptaverðs. Hann segir stofn-
unina skipulega vinna að því að
draga úr vægi fiskmarkaðanna.
Hún haldi því t.a.m. fram að fisk-
markaðirnir selji ekki nema 11%
af seldum sjávarafurðum.
„Þarna reikna þeir inn í dæmið
loðnu, makríl, kolmunna og síld
sem fiskmarkaðir eru náttúru-
lega ekkert að höndla með.
Þetta eru starfsaðferðir sem
maður gæti ímyndað sér að séu
stundaðar í Norður-Kóreu. Það
er auðvelt að blekkja með töl-
um en það er bara eitt orð yfir
þessi vinnubrögð; þau eru
óvönduð. Þarna er um leið verið
að hafa verulega fjármuni af sjó-
mönnum því við verðlags-
ákvarðanir fylgir Verðlagsstofa
skiptaverðs að mínu viti ekki
þeim reglum sem ætti að fylgja.
Þeir taka vægi þess fisks sem
seldur er á fiskmörkuðunum
niður með því að miða við
heildarafla þjóðarinnar.“
Verðlagsstofa skipta-
verðs talar niður vægi
fiskmarkaðanna
Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri
Fiskmarkaðs Íslands.
Risjótt tíðarfar í vetur hefur haft talsverð áhrif á starfsemi fiskmarkaðanna enda
minni bátar átt erfitt með sjósókn.
F
isk
m
a
rk
a
ðir