Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2014, Blaðsíða 31
31 Makríllinn mikil búbót Stormur er með um 1.500 þorskígilda kvóta en kaupir auk þess fisk á markaði og í beinum viðskiptum. Á síðasta ári vann fyrirtækið afurðir úr um 4.000 tonnum af bolfiski og um 1.300 tonnum af makríl. Talsverð veltuaukning varð á milli áranna 2012 og 2013 og allt stefnir í meiri vöxt, en það veltur þó mikið á komandi makrílvertíð. Útlitið með sölu á makríl er þó ekki sérlega bjart, að mati Þor- steins, og þá ekki síst vegna mun meiri kvóta sem makríl- þjóðirnar hafi skammtað sér með tilheyrandi aukningu á framboði. „Við erum aðallega í vinnslu á fjórum bolfisktegundum, þ.e. þorski, ýsu, ufsa og löngu. Á sumrin vinnum við aðallega heilfrystan makríl. Síðastliðið sumar tókum við á móti um 1.300 tonnum af hráefni og voru afurðir að langmestu leyti seldar til Austur-Evrópulanda en stærsti makríllinn fór til Jap- an. Makríllinn hefur verið góð búbót, jafnt fyrir okkur og alla greinina. Þessi tími, júlí-ágúst, var fremur daufur hér áður fyrr en veiðarnar hafa haft gríðarleg margfeldisáhrif í för með sér,“ segir Þorsteinn. Gallað kerfi í verðmyndun Þorskurinn er að langmestu unninn sem ferskfiskur og þá jafnt í flug en vaxandi flutning- ur á ferskum þorski fer sjó- leiðina til Evrópu. „Við sendum einnig talsvert mikið af ferskum þorski og ýsu til Bandaríkjanna. Ufsann frystum við hins vegar Hesthálsi 6-8 – 110 Reykjavík - Sími 897 0525 – robert@isgen.is MATVÆLA- RÁÐGJÖF Uppsetning og viðhald gæðakerfa Gerð gæðahandbóka og skráningagagna Samningur um vistun, uppfærslur, eftirfylgni og fleira Námskeið um innra eftirlit byggðu á HACCP Úttektir og gæðamat á matvælum Slök markaðs- setning afurða mesta hættan fyrir fiskvinnsluna Því meira sem fiskur er unninn hér á landi, því minni verður hagnaðurinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.