Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrátt fyrir að söluverð fasteigna sé að hækka meira en byggingarkostn- aður er áfram útlit fyrir skort á íbúðum fyrir meðaltekjufólk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 9,5% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ræðir þar um hækkun nafnverðs, að undan- skilinni verðbólgu sem er nú 0,8%. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, bendir á að frá síðari hluta árs 2012 hafi söluverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkað meira en byggingarkostn- aður. „Byggingarkostnaðurinn hefur staðið í stað í nokkurn tíma. Við spáum hækkandi fasteignaverði og því má ætla að það fari að skilja meira milli þessara tveggja stærða,“ segir Ari og tekur fram að hér sé ekki horft til annarra breyta, eins og fjármagnskostnaðar. En vextir eru nú sögulega lágir. „Ég sé ekki fram á framleiðni- aukningu í byggingariðnaði þannig að verð á nýju húsnæði geti lækkað. Lóðaverð er t.d. ekki að lækka. Byggingaraðilar segja að það sé enn of stór hluti af verðinu. Svo er það óvissan varðandi kjarasamninga, það getur ruglað þessu öllu saman.“ Þörf fyrir minni nýjar íbúðir Ari segir aðspurður að lögmál framboðs og eftirspurnar muni ýta undir nafnhækkanir á húsnæði í ár. „Það er ekki nóg framboð á íbúð- um af þeim tegundum sem venju- legt fólk vill, sem eru tiltölulega minni íbúðir. Nú í kjölfar kaupmáttarstyrkingar og leiðrétt- ingarinnar – sem hefur eytt óvissu – ætti kaupgetan að öllu jöfnu að hafa aukist. Framboð hefur hins vegar ekki aukist að sama skapi,“ segir Ari sem telur að eftirspurn verði áfram umfram framboð á höfuð- borgarsvæðinu. Um áramótin urðu breytingar á opinberum gjöldum sem hafa áhrif á kostnað við viðhald og smíði íbúða. Samtök iðnaðarins gagnrýna að stjórnvöld skuli um áramótin hafa dregið úr endurgreiðslum vegna vinnu á byggingarstað, enda hafi það skilað sér beint í hækkun bygg- ingarkostnaðar. Byggingarvísitalan hækkaði um 2,1% milli mánaða. Skattabreyting vegur þyngst Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir mest muna um að endur- greiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað skuli hafa lækkað úr 100% í 60%. Til viðbótar sé ekki lengur endurgreiddur virðis- aukaskattur vegna endurbóta á sumarhúsum, húsnæði í eigu sveit- arfélaga eða af vinnu hönnuða og eftirlitsaðila. Samanlögð áhrif þessa til hækkunar byggingarkostnaðar hafi verið 2,7%. Byggingarefni hafi lækkað á móti um 2,1% sem þýði 0,5% lækkun byggingarvísitölunnar. „Það er ekki undirliggjandi kostn- aður heldur tilfærsla á kostnaði sem veldur því að byggingarvísitalan hækkar. Þetta hefur margvísleg áhrif. Aðilar sem hafa verðtrygg- ingu á verksamningum, opinberir aðilar og einkaaðilar, fá þessa kröft- ugu hækkun á einum mánuði beint í sína samninga og kostnað,“ segir Al- mar og bendir á að þessi hækkun geti jafnframt smitast út í leigu- samninga vegna atvinnuhúsnæðis. „Þetta er því að þrýsta upp kostnaði sem getur þýtt að aðilar þurfa þá að laga hjá sér verð á móti. Það er auð- vitað áhyggjuefni. Við höfum líka áhyggjur af aukinni svartri atvinnu- starfsemi við ýmiskonar viðhald íbúðarhúsnæðis og ekki síður sumarhúsa þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu er af- numin að fullu,“ segir Almar. Hann segir það vega á móti minni endurgreiðslum á virðisaukaskatti að vörugjöld hafi verið afnumin og efra þrepið á virðisaukaskatti lækk- að úr 25,5% í 24%. „Lækkunin mun skila sér á einhverjum tíma. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að lækkunin skili sér ekki að öllu leyti til byggingargeirans. Við brýnum fyrir okkar mönnum að skapa að- hald gagnvart birgjum.“ Spurður hvort þessi gagnrýni sé ef til vill ótímabær, í ljósi þess hversu stutt er síðan skattbreyt- ingin tók gildi, segir Almar að vörur hafi misjafnlega mikinn veltuhraða. Hafi birgjar keypt vörur fyrir ára- móti hafi gömlu vörugjöldin verið greidd. „Það er líka gríðarleg óvissa um kjarasamninga. Laun eru líka kostnaðarþáttur sem skiptir máli í þessu samhengi. Í efnisþættinum sjáum við tækifæri til lækkunar, að því gefnu að gengið fari ekki að veikjast,“ segir Almar. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram- kvæmdastjóri Búseta, segir undir- liggjandi þrýsting á hækkun bygg- ingarkostnaðar. „Ég held hins vegar að hann sé meiri í orði en á borði. Við erum ekkert eyland í því efni. Það mun endurspeglast hjá okkur. Við erum hins vegar að fara nýjar leiðir. Við erum að vinna verkefnin með færri milliliðum og erum að skoða beinan innflutning á bygging- arefni frá framleiðendum í Evrópu til þess að reyna að spyrna við hækkunum á kostnaði. Þetta lofar góðu. Því miður erum við ekki að sjá áhrifin af lækkun aðflutningsgjalda í verði á byggingarefni á Íslandi,“ segir Gísli. Ekki byggt fyrir venjulegt fólk  Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir skort á nýjum íbúðum fyrir meðaltekjufólk og ungt fólk  Samtök iðnaðarins og Búseti telja að byggingavöruverslanir á Íslandi skili ekki skattalækkunum 12 mánaða breyting byggingarkostnaðar og söluverðs á fjölbýliá höfuðborgarsvæðinu Byggingarkostnaður Söluverð fjölbýlis jan. .02 sep. .14 40% 30% 20% 10% 0% -10% -20% -30% Heimild: Landsbankinn Morgunblaðið/Ómar Reykjavík í janúar Byggingarkostnaður er hár um þessar mundir. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir SI hafa áhyggjur af því að það „sé ekki nógu kröftugt samkeppnis- umhverfi í byggingavörum á Ís- landi“. Í eðlilegu samkeppnis- umhverfi eigi efniskostnaður að byrja að þokast niður snemma á þessu ári vegna lækkunar opin- berra gjalda. „Almenn lækkun virðis- aukaskatts og afnám vörugjalda þýðir að efnisliðir ættu að lækka í verði. Við sáum ekki það sama ger- ast á byggingavörumarkaðnum og til dæmis á raftækjamarkaðnum, þar sem fyrirtæki fóru að búa sig undir breytingar [á opinberum gjöldum] í nóvember.“ Spurður hvort byggingarkostn- aður muni hækka eða lækka í ár segir Bjarni að horf- urnar séu „til- tölulega jákvæð- ar“, þ.e.a.s. um að það verði hóf- legar hækkanir í ár. Það verði því áfram dýrt að byggja hús á Ís- landi. „Kostnaður við að byggja hús er ekki að fara að lækka að neinu ráði. Kostnaður við að byggja, mælt út frá byggingar- vísitölu, er að hækka,“ segir Bjarni og tekur fram að ef samið verði um miklar launahækkanir í vor geti það aukið kostnaðinn frekar. Segir skort á samkeppni HAGFRÆÐINGUR SI GAGNRÝNIR BYGGINGAVÖRUVERSLANIR Bjarni Már Gylfason Sauðfjárræktarfélögin í Stranda- sýslu sendu Sigurði Inga Jóhanns- syni, landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra, neyðarkall í maí í fyrra. Tilefnið var að þann 1. júlí 2014 voru liðin 20 ár frá því að ríkisvaldið al- friðaði refi á 580 ferkílómetra svæði á Hornströndum í óþökk nágranna- byggða og án undangenginna rann- sókna á lífríki svæðisins. Ekki hefur enn borist svar við neyðarkallinu, að sögn Guðbrands Sverrissonar, for- manns Sauðfjárræktarfélags Kald- rananeshrepps. Skorað var á ráðherrann „að koma í veg fyrir enn hrikalegra um- hverfisslys en þegar er orðið með því að aflétta friðun refa á Horn- ströndum og koma skipulagi á veið- ar þar“. Þá var skorað á ráðherrann að koma nú þegar á fót samræmdri veiðistjórnun á vargi um land allt sem byggist á reynslu og þekkingu á veiðum dýrastofna sem ákveðið er að halda innan ákveðinna marka. Einnig að koma í veg fyrir að stór landsvæði verði uppeldisstöðvar vargs þar sem fámenn en víðáttu- mikil sveitarfélög berjist vonlausri baráttu við að verja náttúruna. Að refa- og minkaveiðar verði undanþegnar virðisaukaskatti og að endurgreiðsluhlutfall ríkissjóðs af refa- og minkaveiðum verði 50%. Nöfn formanna sjö sauðfjárrækt- arfélaga eru á bréfinu. Bændurnir telja sig hafa séð mikla fjölgun refa og aukinn ágang refs frá því refa- veiðum var hætt á Hornströndum. Í kjölfarið hefur tíðni dýrbita aukist og eins ásókn refa í æðarvarp og varp rjúpu og fugla almennt. gudni@mbl.is Neyðarkall fjárbænda vegna Hornstrandarefa Morgunblaðið/Árni Sæberg Yrðlingar Bændur segja ref hafa fjölgað úr hófi fram á Ströndum.  Vilja fá aflétt friðun á refnumHæstiréttur hefur fellt úr gildi úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði beiðni um flýtimeðferð í fyr- irhuguðu dómsmáli Snædísar Ránar Hjartardóttur gegn Samskiptamið- stöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra, íslenska ríkinu og Reykja- víkurborg. Var einnig lagt fyrir héraðsdóm að gefa út stefnu til flýti- meðferðar í málinu. Snædís, sem stundar nám við framhaldsskóla, þjáist af arfgengum taugahrörnunarsjúkdómi sem hefur valdið henni sjónmissi, heyrnarmissi og hreyfihömlun. Öll þátttaka henn- ar í daglegu lífi er háð því að hún njóti aðstoðar túlks. Á skólatíma nýtur Snædís þjón- ustu túlks á grundvelli laga um fram- haldsskóla auk lögbundins réttar til túlkunar. Að þessum tilvikum slepptum þarf hún að leita til Sam- skiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um þjónustu túlks. Samskiptamiðstöðin hefur synjað Snædísi um túlkaþjónustu nema greitt verði fyrir hana og á þeirri for- sendu að fjármunir til umræddrar starfsemi séu uppurnir. Reykjavík- urborg hefur einnig synjað kröfu Snædísar um greiðslu þess kostnað- ar sem þá var tilfallinn á þeirri for- sendu að það er skylda ríkisins að veita slíka þjónustu. Snædís hyggst því höfða mál og hafa uppi dómkröfur á hendur Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra þess efnis aðallega að miðstöðinni sé óheimilt að synja henni um endurgjaldslausa túlka- þjónustu. Til vara að synjun Reykja- víkurborgar verði dæmd ólögmæt og að borginni verði gert að greiða út- lagðan kostnað, auk miskabóta. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að fallast sé á það með Snædísi Rán að hún hafi stórfellda hagsmuni af mál- inu auk þess sem það kunni að hafa almenna þýðingu fyrir aðra í sam- bærilegri stöðu. Mál Snædísar Ránar fær flýtimeðferð  Kann að hafa þýðingu fyrir aðra í sambærilegri stöðu Morgunblaðið/Þórður Flýtimeðferð Hæstiréttur felldi úr gildi úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur sem áður hafði hafnað Snædísi Rán um flýtimeðferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.