Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Göngugarpur Ólafur Steinar Björnsson gengur nokkrum sinnum í viku upp á Úlfarsfell og finnst það fín hreyfing.
tröppur fyrir alveg sáralítinn pen-
ing. Eins og nú er umhorfs er þessi
stígur beinlínis hættulegur, en ætti
þó ekki að vera mikið mál að kippa
þessu í liðinn,“ segir Ólafur Steinar.
Ætla má að margir geti tekið undir
þetta viðhorf og talið sanngirnismál,
með tilliti til þess hver margir
stundar gönguferðir sér til heilsu-
bótar.
Held heilsu með göngum
Ólafur Steinar var fyrr á árum
var matvörukaupmaður við Lang-
holtsveginn og vel þekktur sem slík-
ur. Seinna var hann í áratugi inn-
heimtustjóri Mjólkursamsölunnar -
en hætti þar fyrir fáum árum.
„Gönguferðirnar halda mér
góðum. Regluleg hreyfing er alveg
ómetanleg til að halda heilsunni. Ég
er orðinn 77 ára en er enn í fínu
formi,“ segir Ólafur Steinar tekur
einnig virkan þátt í starfi Fjallarefa,
sem er deild innan Útivistar. En
þess að milli liggur leiðin oft á Úlf-
arsfellið. Þangað fara einnig margir
sem eru í óformlegum gönguhópum,
til dæmis vina og samstarfsfólks,
sem hefur fundið sína fjöl með því að
ganga á fjöll - sem er í senn góð lík-
amsrækt en ekki síður sálubót í
streitu nútímalífs.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
Þorrablót heimilismanna á Hrafnistu
í Reykjavík og gesta þeirra fór fram á
bóndadaginn, sl. föstudag. Rúsínan í
pylsuendanum þótti vera þegar kon-
ur sem eru nemar í hjúkrun við Há-
skóla Íslands birtust óvænt og sungu
hraustlega fyrir þorrablótsgesti. Þær
höfðu verið í vísindaferð á Hrafnistu
þennan dag og slógu botninn í heim-
sókn sína með söng og gleði. Var
góður rómur gerður að þessu, svo og
skemmtan Arnar Árnasonar leikara.
Fjölmenni sótti þorrablótið, en í
starfseminni á Hrafnistu er það einn
fjölmargra dagskrárliða sem miða að
því að fjörga heimilisfólk og gera til-
veru þess innihaldsríkari.
Þorrablót voru víða haldin um síð-
ustu helgi og raunar var þorrinn ekki
genginn í garð þegar skemmtanir
þessar hófust. Enda er kannski
ástæðulaust að bíða, enda súrmeti,
svið, hangikjöt, flatkökur, hvalur og
fleira slíkt alveg herramannsmatur
sem engin goðgá er að sé á borðum –
þegar hverjum og einum hentar.
Þorrinn er genginn í garð
Matmenn Tekið af trogi á Hrafnistublóti sem er hápunktur í dagskránni þar.
Hraustlega sungið á Hrafnistu
Börnum í sveitum á Vesturlandi
fækkaði um 42% á tímabilinu 1998-
2014, á meðan fullorðnum fækkaði
bara um 6,6%. Þetta kemur fram í
ritinu Hagvísir Vesturlands sem kom
út í gær. Börn í sveitum eru umfjöll-
unarefni þessa rits og til sam-
anburðar var horft til sömu þróunar í
þéttbýli á Vesturlandi og til sveita í
öðrum landshlutum og erlendis. Í
öðrum landshlutum fækkaði börnum
til sveita á bilinu 24-50% – mest á
Vestfjörðum og Austurlandi en
minnst á Norðurlandi vestra og Suð-
urlandi. Hins vegar fjölgaði börnum
um 3% á landinu öllu á þessu tíma-
bili – og er þá bæði horft til byggða
og bæja.
Fullorðnum fækkaði um 25% á
Vestfjörðum, fjölgaði um 3,5% á Suð-
urlandi en annars staðar var fækk-
unin svipuð og á Vesturlandi. Mest
fækkaði Vesturlandsbörnum í Snæ-
fellsbæ, en fjölgaði í Eyja- og Mikla-
holtshreppi og Skorradal á því tíma-
bili sem athugun þessi náði til.
Fullorðnu fólki fjölgaði yfirleitt til
sveita á Vesturlandi, mest um 28% í
Hvalfjarðarsveit og Eyja- og Mikla-
holtshreppi. Borgarbyggð og Helga-
fellssveit eru þau sveitarfélög sem
skera sig úr hvað þetta snertir, það er
Helgsveitungum fækkar en talan
stendur í stað í Borgarbyggð.
Börnum fjölgaði yfirleitt í þéttbýli
á sunnanverðu Vesturlandi en fækk-
aði í þéttbýli á því norðanverðu. Í
tveimur tilvikum, í Grundarfirði og
Stykkishólmi, var fækkunin um 40%
sem er mjög áþekkt því sem gerðist í
sveitunum.
Ísland kemur einna verst út hvað
varðar fækkun barna þegar þróunin
er borin saman við önnur norræn
lönd, segir í Hagvísum Vesturlands.
„Þróunin felur í sér miklar áskoranir
fyrir íslenskt samfélag. Þróunin er
ískyggileg víða til sveita. Um leið tek-
ur hlutverk sveitanna miklum stakka-
skiptum í íslensku atvinnulífi og jafn-
vel útlit fyrir tækifæri í framtíðinni.
Enn fremur eru sveitirnar félagslega
mikilvægar til að viðhalda ákveðinni
fjölbreytni í landinu. Það er því mik-
ilvægt að huga að því hvort slá megi
á þessa þróun eða snúa henni jafnvel
við,“ segja Vestlendingar í kynningu
sinni. sbs@mbl.is
Vandi á Vesturlandi vegna barnsfæðar í dreifbýli
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Snæfellsnes Laugagerðisskóli er
dæmigerð dreifbýlisstofnun.
Ískyggileg þróun vegna fólks-
fækkunar úti í sveitunum
Íbúar í úthverfum Reykjavíkur
njóta þeirra miklu hlunninda að
þar eru fín útivistarsvæði á næstu
grösum. Þar má til dæmis nefna
Geldinganesið sem tengist Grafar-
vogsbyggðum með lágum granda.
Elliðarárdalurinn er paradís íbúa í
Árbæ og Breiðholti og þaðan er ör-
stutt í Heiðmörkina.
Norðan eða ofan við Suður-
landsveginn eru ýmsir skemmti-
legir staðir. Frá Rauðavatni liggja
troðnar slóðir um Hólms- og
Reynisvatnsheiðar. Hin síðar-
nefnda dregur, eins og augljóst er,
nafn sitt af Reynisvatni sem er í
jaðri Grafarholtshverfis. Að fara
hringinn í kringum vatnið á hálf-
tíma er fínt viðmið. En svo má líka
prjóna við það, ganga upp skóg-
arhlíðarnar við Reynisvatnið og
þar inn á skógi vaxna heiðina.
Hlunnindi íbúa úthverfanna
HÆGT AÐ GANGA LANGAR LEIÐIR
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útivist Það má telja fínt viðmið að rölta Reynisvatnshringinn á hálftíma eða svo.
Ráðstefnan TEDxReykjavík verður
haldin 16. maí næstkomandi, en í að-
draganda hennar verða haldin fræð-
andi kvöld í Stúdentakjallaranum. Á
TED-bíó mætir þjóðþekktur ein-
staklingur til leiks og kynnir gestum
myndbönd sem honum þykir mikið
til koma.
Fyrsta slíka kvöldið er í kvöld,
þriðjudag kl. 20, en þar mun Halldór
Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pí-
rata, kynna myndbönd sem eiga það
sameiginlegt að fjalla um andlega
heilsu. Hann háði árið 2011 baráttu
við geðræna erfiðleika sem hann
komst heill í gegnum. „Sá viðburður
veitti honum innsýn í heim geð-
sjúkdóma og hvað þarf að gera til að
halda góðri geðheilsu. Í dag hefur
hann enn óbilandi
áhuga á efninu,“
segir í tilkynn-
ingu.
TED-bíókvöldin
eru kjörin til að
taka sér frí frá af-
þreyingarefni
sjónvarpsins og
endalausum
straumi óþarfa
upplýsinga frá
samfélagsmiðlum
og fá í staðinn innsýn í málefni
kvöldsins með fræðandi mynd-
böndum kynntum af einstaklingi
með brennandi áhuga á efninu,
segja aðstandendur þessa viðburðar
þar sem aðgangur er ókeypis.
Fræðandi fyrirlestur undir merkjum TEDxReykjavík
Innsýn í heim geðsjúkdóma
Halldór Auðar
Svansson