Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sjálfvirkt flutningakerfi kara af vinnsludekki og mannlaust lestar- kerfi mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna. Slíkt kerfi er hluti af samningi sem undirritaður hefur verið á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísa- firði um vinnslu- og lestarbúnað þriggja nýrra togara HB Granda, sem verða smíðaðir á næstu miss- erum í Tyrklandi. Verðmæti samn- inganna er um 1.190 milljónir króna. Tóm kör verða flutt á sjálfvirkan hátt upp úr lest, en röðun og frá- gangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. Karastöflun og flutn- ingur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur og einnig lager- kerfi í lest, sem og lestun og losun skipsins. „Þarna verður sannarlega um framþróun að ræða“ „Með smíði þessara nýju skipa viljum við sjá framþróun og þarna verður sannarlega um framþróun að ræða,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms- son, forstjóri HB Granda. „Stærsta einstaka breytingin er sjálfvirkt flutningakerfi á körunum, en þar með falla út hættulegustu og ef- iðustu störfin um borð í skipunum, þ.e.a.s. vinna í lest flestra skip- anna.“ Vilhjálmur segir að teymi manna frá HB Granda, 3X, Skaganum og Nautic, sem er hönnuður skipanna, hafi unnið að þessari lausn í hálft annað ár. Hugmyndin hafi þróast og breyst mikið á þessum tíma, en nú verði farið í að smíða frumgerð bún- aðarins í aðstöðu Skagans á Akra- nesi. Hún verði prófuð í þaula og vankantar sniðnir af, reynist þeir einhverjir vera. Vilhjálmur segir að samningarnir nú séu í takt við metnaðarfulla end- urnýjun flota fyrirtækisins. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnaður sjómanna séu leiðarljós við smíði nýju skipanna. Vel fylgst með Málmeynni Spurður hvort ís eða ofurkæling verði notuð til að kæla fisk um borð í skipunum segir Vilhjálmur að bún- aður á vinnsludekki gefi möguleika á báðum lausnunum. „Við leggjum af stað þannig að gert er ráð fyrir ís til að kæla aflann, en við munum fylgjast vel með hvernig gengur á Málmey SK. Vinnslukerfin eru hins vegar eins, og ef vel gengur þá er möguleiki á ofurkælingu fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Búnaðurinn verður settur í skipin þegar þau koma ný heim úr skipa- smíðastöð í Tyrklandi, það fyrsta síðla sumars 2016. Fleiri munu ef- laust fylgjast með hvernig vinnsla og kæling gengur með nýjum bún- aði um borð í Málmey, en þar verður fiskurinn ofurkældur í fyrsta skipti í togara án þess að ís verði notaður. Hafa forystumenn Skagans sagt að eftir þessar breytingar sé rétt að tala um ferksfisktogara í stað ísfisk- togara. Risastórt skref „Til viðbótar verður nú stigið það risastóra skref að lestarkerfið verð- ur mannlaust. Talað hefur verið um það í tugi ára að létta vinnuna um borð í skipunum og þarna er það gert svo um munar. Á sama tíma fáum við betri meðhöndlun og röðun á fiskinum,“ segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og 3X. Málmey fer til veiða um næstu helgi sem ferskfisktogari, en skipinu var breytt í Póllandi í sumar og síð- an var nýr vinnslu- og kælibúnaður settur í það á Akranesi. Nýverið fékkst 80 milljóna króna styrkur frá Noregi til rannsókna og þróunar á þessari nýju tækni en rannsóknar- aðilarnir eru Matís og Iceprotein á Sauðárkróki. Tæknilausnir í landi „Áður höfðum við þróað nýjar sjálfvirkar lausnir til vinnslu á upp- sjávarfiski, en slík kerfi eru komin víða hér á landi og í Færeyjum. Með þessum tveimur síðustu verkefnum teljum við okkur hafa stigið stór skref í meðferð á bolfiski og hannað frá grunni nýja vinnslurás um borð í ferskfiskskipum. Næstu skref snúa að tæknilausn- um í landi til að auka sjálfvirkni og við erum byrjaðir að vinna að því verkefni,“ segir Ingólfur. Sjálfvirkni verður í lestarkerfi  Nýtt kerfi frá 3X og Skaganum í þrjá nýja togara HB Granda  Sjálfvirkt flutningakerfi kara gjör- breytir meðhöndlun afla og bætir aðbúnað sjómanna  Í takt við metnaðarfulla endurnýjun á flotanum Mikil endurnýjun » HB Grandi hefur samið um smíði á fimm nýjum fiskiskip- um í Tyrklandi. » Fyrra uppsjávarveiðiskipið verður væntanlega afhent núna í apríl og fær nafnið Ven- us NS. Í lok árs verður seinna uppsjávarveiðiskipið afhent og mun það heita Víkingur AK. » Tveir af ísfisktogurunum verða afhentir á árinu 2016 og mun sá fyrri heita Engey RE og sá seinni Akurey AK. » Síðasti ísfisktogarinn verður afhentur í Tyrklandi á árinu 2017 og kemur hann til með að bera nafnið Viðey RE. Við undirskrift Ingólfur Árnason, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Albert Högnason, þróunarstjóri Skagans / 3X Technology. Nýtt kerfi Sjálfvirkt lestarkerfi fyrir 625 kör, sem taka um 200 tonn af afla í lest. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á BEAUTY INSIDERS´CHOICE W I N N E R COSMETIC EXECUTIVE WOMEN UK 2014 Rótarlitun WOW Þekur grá hár • Lýsir dökka rót • Fljótlegt • Endist á milli þvotta • 6 litir Skoðaðu kynningarmyndböndin á facebooksíðu hár ehf Sölustaðir WOW Amber Fagfólk Flóki Gott Útlit Gresika Hair brush Hársaga Hársetrið Hjá Dúdda Hjá Ernu Höfuðlausnir Klippart Klipphúsið Kúltúra Labella Medúlla Modus Ozio Papilla ProMode Salon Veh Scala Senter Stjörnusól Strípur Ingólfur segir að hjá Skag- anum og 3X sé þessa dag- ana unnið að mörgum verk- efnum. Íslaus kæling um borð í fiskiskipum hafi þeg- ar vakið mikla athygli og trúlega munu margir vilja fá nánari fréttir af lestakerf- inu. Útgerðir hér á landi og er- lendis fylgist náið með og fyrirspurnir hafi m.a. borist frá Suður-Afríku og Nýja- Sjálandi. Ingólfur segir það mikla viðurkenningu að HB Grandi velji lausnir frá 3X og Skaganum. Fyrirtækin hafi lengi átt farsæl sam- skipti, m.a. í þróunarvinnu. „Það farsæla samstarf er staðfest með þessum samn- ingi,“ segir Ingólfur. Margir hafa sýnt áhuga FYRIRSPURNIR FRÁ SUÐUR- AFRÍKU OG NÝJA-SJÁLANDI Greiðslukorta- velta ferðamanna hér á landi jókst um 25% í desem- ber samanborið við sama mánuð árið 2013. Veltan var 6,5 milljarðar króna eða um 1,3 milljörðum krón- um meiri en í des- ember árið 2013. Hæstu upphæðum í desember vörðu útlendingar til kaupa í versl- unum 1,4 milljörðum króna, litlu lægri upphæð til skipulegra ferða með ýmsum ferðaþjónustuaðilum 1,3 milljarður kr., og þriðju hæstu upphæðinni var varið til hótela og gistihúsa eða 1,1 milljarði kr. Mest hlutfallsleg aukning í kortaveltu er- lendra ferðamanna frá desember í fyrra var í skipulögðum skoðunar- ferðum sem ferðaþjónustuaðilar bjóða. Aukningin í þeim útgjaldalið nam 67% á milli ára. Kortaveltan jókst um fjórðung frá desember 2013 Sjá Erlendir ferða- menn í Haukadal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.