Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Karl Blöndal kbl@mbl.is Alexis Tsipras sór í gær embættiseið forsætisráðherra Grikklands og hét því að „þjóna ávallt hagsmunum grísku þjóðarinnar“. Tsipras var að venju bindislaus og var eiður hans borgaralegur, en ekki kristilegur. Flokkur hans, Syriza, fékk 36% at- kvæða í kosningunum á sunnudag og munaði aðeins tveimur sætum að hann fengi hreinan meirihluta. „Sigur okkar er einnig sigur allra þjóða Evrópu sem berjast gegn að- haldinu, sem er að eyðileggja sam- eiginlega framtíð okkar í Evrópu,“ sagði Tsipras eftir að sigur flokks hans var ljós. Niðurstaða kosninganna hefur valdið titringi í Evrópu vegna þess að Syriza hefur á stefnuskrá sinni að semja á ný um skuldir landsins. Evr- an lækkaði í gær og hefur ekki verið lægri gagnvart Bandaríkjadollar í 11 ár. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, varaði hina nýju stjórn við í gær og sagði að hún yrði að standa við skuldbindingar grískra stjórn- valda við lánardrottna. Myndun nýrrar stjórnar tók ekki langan tíma, en ekki eru allir stuðn- ingsmenn Syriza sáttir. Flokkurinn myndar stjórn með þjóðernisflokkn- um Sjálfstæðir Grikkir, sem fékk 4,7% atkvæða. Flokkarnir eiga and- stöðu við aðhaldsaðgerðir sameigin- lega, en margt skilur þá að og velta fréttaskýrendur fyrir sér hvort hin nýja stjórn verði langlíf. Bilið mest í innflytjendamálum Mest er bilið á milli flokkanna þeg- ar kemur að innflytjendamálum. Sjálfstæðir Grikkir vilja taka hart á ólöglegum innflytjendum og hafna hugmyndinni um fjölmenningarsam- félag. Syriza er á allt öðrum meiði. Flokkurinn vill afnema reglurnar, sem kenndar eru við Dyflinni og kveða á um að innflytjendur geti að- eins sótt um dvalarleyfi í landinu sem þeir komu fyrst til. Syriza vill einnig leysa upp lög- reglusveitir sem sagðar eru standa nærri róttækum flokkum á hægri vængnum. Afstaða flokkanna til trúarbragða er einnig ólík. Syriza vill skera á sambandið milli gríska ríkisins og rétttrúnaðarkirkjunnar. Sjálfstæðir Grikkir telja hins vegar veg kirkj- unnar síst of lítinn og vilja meðal annars að hún setji mark sitt á upp- eldi barna. Syriza vill lækka skattbyrði milli- stéttarinnar og hækka skatta hinna ríku, en Sjálfstæðir Grikkir vilja lokka fjárfesta til landsins með skat- taívilnunum. Syriza hefur í hyggju að draga úr áhrifum eigenda fjölmiðlavelda og hefur sérstaklega á stefnuskránni að láta skipaeigendur, sem notið hafa mikilla skattalegra fríðinda, axla þyngri byrðar. Talið er líklegt að Sjálfstæðir Grikkir muni standa í vegi fyrir því, en leiðtogi þeirra, Pa- nos Kammenos, er fyrrverandi að- stoðar-skipamálaráðherra og er sagður greininni mjög hliðhollur. Sameinaðir gegn ESB og AGS Þessi ágreiningur gæti reyndar orðið Tsiprasi afsökun fyrir að fylgja eftir óvinsælum málum því að langt er frá því að hugmyndir flokks hans um að breyta löggjöfinni um innflytj- endur og aðskilja ríki og kirkju njóti almenns stuðnings. En hvað sem líður ágreiningi um ýmis mál er alger eining í afstöðu flokkanna gagnvart Evrópusam- bandinu og sérílagi Þýskalandi. Þeir hafna sparnaðarstefnu und- anfarinna fimm ára og krefjast þess að samið verði að nýju við erlenda lánardrottna. Hver sem niðurstaða slíkra viðræðna verður hefur Tsip- ras lýst yfir að hann muni á fyrstu valdadögum stjórnar sinnar binda enda á allar sparnaðaráætlanir. Þær áætlanir voru skilyrði fyrir 240 milljarða evra láni Evrópusam- bandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins til að bjarga grískum efnahag. Tsipras og Kammenos vilja báðir að Grikkland haldi evrunni, en ekki á hvaða forsendum sem er. Kammenos var áður á þingi fyrir flokkinn Nýtt lýðræði, en gekk úr honum 2012 eftir að flokkurinn sam- þykkti björgunarpakkann og stofn- aði sína eigin hreyfingu. Hann hefur kallað fyrri ríkisstjórn „einræði“ og sagt að draga ætti embættismenn- ina, sem skrifuðu undir lánasamn- ingana, fyrir dóm. Niðurstaðan gefur öðrum flokkum í Evrópu, sem boða andspyrnu gegn aðhaldsaðgerðum, vind í seglin. Þeirra á meðal er spænski flokkur- inn Podemos, sem flýgur hátt í skoð- anakönnunum um þessar mundir og stefnir á að ná meirihluta þegar Spánverjar ganga að kjörborðinu í nóvember. Pablo Iglesias, leiðtogi Podemos, sagði að Grikkir fengju nú raunverulegan leiðtoga, „ekki út- sendara … Merkel“. Evrópusambandið segist reiðubú- ið til viðræðna við Grikki, en setur ákveðin skilyrði. Grikkir verði að halda sig við „reglur evrusvæðisins“. Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, óskaði Tsiprasi til ham- ingju og minnti hann um leið á nauð- syn þess að „tryggja ábyrga fjármálastjórn“. Skuldaniðurfelling Grikkja mundi ekki skekja Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, en hún yrði fordæmi sem myndi hafa áhrif í öðrum löndum þar sem gripið hefur verið til aðhaldsaðgerða. Ný stjórn hristir upp í Evrópu  Tsipras myndar stjórn í Grikklandi með þjóðernisflokknum Sjálfstæðir Grikkir  Einhugur um að semja um skuldaniðurfellingu og binda enda á aðhaldsstefnu  Fátt annað sameinar stjórnarflokkana Borgarastríð Sveitir með stuðning Vesturlanda sigra sveitir kommúnista. Miðjuflokkurinn EPEK sigrar og markar upphaf veikburða lýðræðis. Átök og efnahagskreppur: Grikkland eftir seinna stríð Grikkir ganga í NATO. AÞENA 1952 Herinn hrifsar völdin undir forustu Papadopoulosar herforingja. Konstantín II. fer í útlegð. Konstantín II. konungur knýr fram afsögn Georgs Papandreous forsætisráðherra. 1965 Tyrkir ráðast inn í norðurhluta Kýpur. Herforingjastjórn lýkur í Grikklandi. 1974 Papadopoulosi bolað frá í byltingu hersins. 1973 Grikkir ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. 1981 Grikkland verður hluti af evrusvæðinu. 2001 Efnahagskreppa. Skuldir gríska ríkisins fara í 350 milljarða evra. 2010 Stjórnvöld biðja um efnahagsaðstoð frá EGS og ESB. Aðahaldsaðgerðir kveikja að mótmælum. 2011 Stjórn Georges Papandreous fellur vegna skuldakreppunnar. 2012 Flokkarnir næst miðju, 2014 Þingið leyst upp þegar ekki næst 25. janúar, 2015 Syriza sigrar í almennum kosningum. 1944-49 1950 1967 Pasok og Nýtt lýðræði, stórtapa í kosningum. Róttæki vinstri flokkurinn Syriza verður næst stærsti flokkur á þingi. samstaða um kjör nýs forseta. Sparað og skorið » Grikkir féllust á að skera rækilega niður opinber útgjöld, lækka laun og eftirlaun og hefja víðtæka einkavæðingu gegn 240 milljarða evra láni AGS og ESB. » Kosningarnar á sunnudag voru þær fimmtu í Grikklandi á fimm árum. Á þeim tíma hefur gríska hagkerfið skroppið sam- an um fjórðung og atvinnuleysi farið yfir 25%. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði þegar hann ávarpaði náms- menn í Pétursborg í gær að her Úkraínu ynni gegn hagsmunum landsins. „Í raun er hann ekki lengur her heldur útlendingaherdeild, í þessu tilfelli útlendingaherdeild NATO, sem vitaskuld fylgir ekki mark- miðum þjóðarhags Úkraínu,“ sagði Pútín og bætti við að þau markmið snerust um það heimspólitíska valdatafl að „halda Rússlandi í skefj- um“. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, vís- aði orðum Pútíns á bug. „Sú yfirlýs- ing að herdeild NATO sé í Úkraínu er vitleysa,“ sagði hann. „Það er engin NATO-herdeild, eini erlendi heraflinn í Úkraínu er rússneskur.“ Stoltenberg skoraði um leið á Rússa að hætta að styðja uppreisn- armenn í Úkraínu. Átök þar hafa ágerst. Úkraínski herinn sagði í gær að 24 úkraínskir hermenn hefðu fall- ið á einum sólarhring í átökum við uppreisnarmenn. AFP Herskár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræðir við námsmenn í Gorní- háskóla í Pétursborg. Hann sagði Úkraínuher herdeild NATO. Pútín segir herdeildir NATO í Úkraínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.