Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 Listaverk Þó að rigningin sé ekki í miklu uppáhaldi hjá Frónbúum þessi dægrin á hún það til að búa til fögur listaverk þar sem hún streymir niður bílrúður og svo var einmitt í þessu tilviki. Kristinn London | Ef einhver tala segir til um örlög efnahags heimsins er það verðið á olíufatinu. Í hvert skipti sem kreppa hefur skollið á síðan 1970 hefur verð á olíu að minnsta kosti tvöfaldast í aðdragand- anum. Og í hvert skipti sem olíuverð hefur fall- ið um helming og hald- ist niðri í hálft ár eða svo hefur verulegur efnahagsvöxtur á heimsvísu fylgt í kjölfarið. Eftir að hafa fallið úr 100 Banda- ríkjadollurum í 50 dollara er olíu- verð einmitt á þessum mikilvægu mörkum um þessar mundir. Eigum við þá að búast við að 50% verði nú gólfið eða þakið í viðskiptum með ol- íu? Flestir greinendur líta svo á að 50 dollarar séu gólfið, verðið fari ekki neðar, eða jafnvel stökkpallur vegna þess að stöðutaka í fram- virkum viðskiptum bendir til að bú- ist sé við að verð muni hækka aftur í 70 til 80 dollara tiltölulega bráðlega. Hagfræðin og sagan benda hins veg- ar til þess að líta eigi á verðið nú sem þak og búast megi við að það verði á róli fyrir neðan það, allt niður í 20 dollara fatið. Einokun og samkeppni Til að átta okkur á ástæðunni skulum við byrja á að skoða þá hug- myndafræðilegu kaldhæðni, sem er kjarni orkuhagfræði samtímans. Olíumarkaðurinn hefur alltaf ein- kennst af togstreitu á milli einok- unar og samkeppni. Flestir vestræn- ir álitsgjafar neita hins vegar að horfast í augu við að Sádi-Arabía er nú málsvari samkeppni á meðan frelsiselskandi olíumenn í Texas biðja þess að OPEC beiti einokunarvaldi sínu að nýju. Lítum nú á söguna og þá sérstaklega sögu þess hvernig olíuverð hefur verið vísitölu- tengt við verðbólgu allt frá 1974 þegar OPEC fyrst kom fram. Sú saga dregur fram tvo afmarkaða þætti, sem ráðið hafa verðinu. Frá 1974 til 1985 var verðið í Bandaríkj- unum, sem notað er til viðmiðunar, 50 til 120 dollarar á núverandi verð- lagi. Frá 1986 til 2004 var það á bilinu 30 til 50 dollarar (burtséð frá tveimur undantekningum þegar ráð- ist var inn í Kúveit 1990 og gengis- fellingarinnar í Rússlandi 1998). Frá 2005 til 2014 var olíuverðið aftur á bilinu 50 til 120 dollarar líkt og 1974 til 1985 að undanskildum tveimur toppum meðan á fjármálakreppunni 2008 til 2009 stóð. Með öðrum orðum hefur verðlagið verið svipað því sem var á fyrstu tíu árum OPEC, en 19 ára tímabilið frá 1986 til 2004 var gjörólíkt. Það virð- ist sennilegt að skýra megi muninn á þessum tveimur tímabilum með því að OPEC missti vald sitt 1985 vegna olíu í Norðursjó og við Alaska, sem varð til þess að verðlagning fór úr því að helgast af einokun og fór að stjórnast af samkeppni. Þessu skeiði lauk 2005 þegar ört vaxandi eftir- spurn í Kína skapaði tímabundinn skort á olíu í heiminum og varð til þess að „verðlagsagi“ OPEC komst á að nýju. Breytt staða Sádi-Arabíu Þessi saga bendir til þess að 50 dollarar gætu verið mörkin á milli einokunar og samkeppni. Hagfræði samkeppnismarkaða annars vegar og einokunarverðlags hins vegar bendir til þess að 50 dollarar verði þak, en ekki gólf. Þar sem samkeppni ríkir á mark- aði ætti verð að endurspegla jaðar- kostnað. Það þýðir að verðið muni endurspegla þann kostnað, sem skil- virkur birgir þarf að endurheimta þegar hann framleiðir síðustu tunn- una, sem þarf til að uppfylla eftir- spurn á heimsvísu. Þegar verðlag er háð einokun getur einokarinn ákveð- ið verð, sem er mun hærra en jaðar- kostnaðurinn, og síðan takmarkað framleiðslu til að tryggja að framboð fari ekki fram úr eftirspurn (sem annars myndi gerast vegna óeðlilega hárrar verðlagningar). Fram á síðasta sumar réði einok- un verðlagi olíu vegna þess að Sádi- Arabía varð „lykilframleiðandi“ og gat dregið úr framboðinu í hvert skipti sem það fór fram úr eftir- spurn. Þetta fyrirkomulag var öðr- um olíuframleiðendum, sérstaklega í Bandaríkjunum og Kanada, hins vegar öflugur hvati til að auka fram- leiðslu svo um munaði. Þrátt fyrir að sjá fram á mun hærri fram- leiðslukostnað gátu framleiðendur olíu og gass úr leirsteini í Norður- Ameríku hagnast verulega í skjóli verðlagstryggingar Sáda. Sádarnir gátu hins vegar aðeins haldið uppi háu verði með því að draga úr eigin framleiðslu til að búa til pláss fyrir stöðugt vaxandi fram- leiðslu í Bandaríkjunum. Leiðtogar Sádi-Arabíu ákváðu greinilega í fyrrahaust að þeir væru að tapa á þessari aðferð – og það var rétt hjá þeim. Hin rökrétta niðurstaða hefði átt að vera að Bandaríkin yrðu helsti olíuframleiðandi heims og Sádi- Arabía myndi hætta að skipta máli ekki bara sem olíuútflutningsríki heldur jafnvel einnig sem ríki, sem Bandaríkjamenn teldu sig skuld- bundna til að verja. Vilja þvinga bergbrjótana Olíuveldin í Mið-Austurlöndum eru nú staðráðin í að vinna upp þennan stöðumissi eins og hegðun þeirra í OPEC upp á síðkastið sýnir. En eina leiðin fyrir OPEC til að end- urheimta eða bara halda markaðs- hlut sínum er að þrýsta verðinu nið- ur á við þannig að framleiðendur í Bandaríkjunum verði að draga veru- lega úr framleiðslu sinni til að jafna framboð og eftirspurn í heiminum. Með öðrum orðum þurfa Sádar að hætta að vera „lykilframleiðandi“ og neyða þess í stað bergbrjótana (e. frackers) í Bandaríkjunum í það hlutverk. Hver einasta kennslubók í hag- fræði myndi segja að þetta ætti að vera niðurstaðan. Dýrt er að fram- leiða olíu úr leirsteini og því ætti ekki að borga sig að vinna hana úr jörðu fyrr en framleiðsla á öllum hefðbundnum olíusvæðum þar sem vinnsla er ódýr væri í hámarki. Þess utan er ódýrt að hætta og hefja vinnslu úr leirsteini. Lögmál samkeppnismarkaðar ættu því að leiða til þess að Sádi- Arabía og aðrir, sem framleiða með litlum tilkostnaði, framleiddu ávallt eins og þeir gætu á meðan bergbrot í Bandaríkjunum væri háð sveiflum uppgangs og kreppu sem eru dæmi- gerðar fyrir hrávörumarkaði og hætta framleiðslu þegar eftirspurn í lítil eða nýjar birgðir olíu, sem fram- leidd er með litlum tilkostnaði, koma á markað frá Írak, Líbíu, Íran eða Rússlandi, og ráðast aðeins í fram- leiðslu þegar uppsveifla er í heim- inum og eftirspurn eftir olíu í há- marki. Samkvæmt þessum samkeppn- isrökum ætti jaðarkostnaður við að vinna olíu með bergbroti að verða þakið fyrir olíuverð í heiminum, en gólfið ætti að ráðast af kostnaðinum við að vinna olíu á frekar af- skekktum hefðbundnum jaðarol- íusvæðum í ríkjum OPEC og Rúss- landi. Svo vill til að mat á kostnaði við vinnslu olíu úr leirsteini er yfir- leitt í kringum 50 dollara á meðan vinnsla á hefðbundnum jaðarolíu- svæðum stendur á sléttu í 20 doll- urum. Því er verðlagsbilið í hinni fögru nýju veröld samkeppni í olíu- viðskiptum gróft á litið á milli 20 og 50 dollara. Eftir Anatole Kaletsky »En eina leiðin fyrir OPEC til að endurheimta eða bara halda markaðshlut sínum er að þrýsta verðinu niður á við ... Anatole Kaletsky Höfundur er formaður Stofnunar nýrrar hugsunar í efnahagsmálum og höfundur bókarinnar Capitalism 4.0, The Birth of a New Economy. ©Project Syndicate 2015. Nýtt þak á olíuverð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.