Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
GARÐABÆR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
„Vífilsstaðahlíð, sem er innan
landamæra Garðabæjar, er eina af
perlum Heiðmerkur,“ segir Helgi
Gíslason framkvæmdastjóri Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur. „Þetta
svæðið snýr mót suðri og er því sól-
ríkt og í brattri hlíðinni er jarðveg-
urinn frjór. Því eru þarna stund-
aðar ýmsar áhugaverðar tilraunir í
skógrækt. Þá er þetta mjög fjölsótt
útivistarsvæði.“
Í haust var unnið að ýmsum um-
hverfisbótum í sunnanverðri Heið-
mörk. Settir voru upp bekkir, úti-
grill, göngustígar og bílastæði
lagfærð og svo framvegis. Yfir-
byggt skýli á þessum stað var hins
vegar tekið niður, enda orðið að-
dráttarafl fyrir nætur- og drykkju-
gleði. Þá var vegurinn í gegnum
skógræktarsvæðið sem þarna ligg-
ur endurbættur á kostnað Garða-
bæjar.
Samstarfssamningur sveitarfé-
lagsins og skógræktarinnar sem
hefur gilt síðustu árin rann út um
síðustu áramót. Helgi Gíslason
væntir þess hins vegar að samn-
ingur þessi verði endurnýjaður
fljótlega, enda sé gagnkvæmur
áhugi á því. Raunar sé suðursvæðið
áhersluatriði um þessar mundir, en
ráðgert sé að grisja skógana þar nú
á útmánuðum. Einnig verði gróð-
ursett þar í sumar, rétt eins og ann-
arsstaðar í Heiðmörk sem er 3.200
hektarar og því einn víðfeðmasti
skógur á landinu. Þá er nýlega
byrjað að vinna nytjavið úr Heið-
merkurskógum og reynslan af því
lofar góðu. sbs@mbl.is
Útivistarsvæði í suðri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógarmaður Helgi Gíslason við fræðsluskilti í grænni Vífilsstaðahlíðinni.
Hjalladalur Skógurinn á sér marg-
ar birtingarmyndir og skiptir litum.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Íbúar bæjarins eru kröfuharðir og
við reynum að mæta þeim kröfum,“
segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, en nýlega var kynnt
gerð aðalskipulags Garðabæjar 2016
til 2030. Margt hefur breyst í bænum
að undanförnu, til að mynda hefur
sveitarfélagið sameinast Álftanesi
auk þess sem ný byggð rís nú brátt í
Urriðaholti.
„Grundvöllurinn fyrir þessu nýja
aðalskipulagi er sá að við vorum að
sameina sveitafélögin. Á Álftanesi
var skipulagið í gildi til 2024 og okkar
skipulag var í gildi til 2016. Það var
því gráupplagt að taka upp nýtt að-
alskipulag sem byggir m.a. á þessum
eldri skjölum,“ segir hann.
Skóli rís í Urriðaholti
„Við þurfum að skoða með hvaða
hraða og hversu þétt við ætlum að
byggja upp bæinn. Við eigum nægj-
anlega mikið landsvæði til að vera fjöl-
menn en það er ekki markmið í sjálfu
sér, það þarf að byggja bæinn hægt og
rólega upp. Við höfum þá fyrir innvið-
unum í leiðinni og getum mætt íbúun-
um með góðri þjónustu,“ kveður
Gunnar en þess má geta að samkvæmt
skipulaginu á að byggja fjölbreytt.
„Þar verða allar gerðir af híbýl-
um, getum við sagt. Meginstefið er þó
að vera með frekar lágreista byggð.
Við viljum þróa bæinn áfram með
því að hafa góða samblöndu af sér-
býli og fjölbýli, bæði fyrir ungt fólk
og eldra fólk,“ segir hann. Hann
kveður einnig í bígerð að reisa
grunnskóla í Urriðaholtinu.
„Við munum byggja hann í takti
við uppbyggingu í hverfinu. Það er
búið að fara í jarðvegsvinnu og við
reiknum með að þar geti hafist starf-
semi í september 2016. Þetta er ein
stærsta fjárfestingin sem við erum
að fara í núna. Auk þess erum við að
byggja við Hofsstaðaskóla. Á undan-
förnum árum höfum við verið með
allt að 1,3 milljarð króna í fjárfest-
ingar og ég sé ekki fram á að það
Uppbygging Byggð rís hratt við Urriðaholt, þar mun m.a. rísa grunnskóli. Þar verða bæði einbýlis- og fjölbýlishús.
Meginstefið að vera með
fremur lágreista byggð
Mikil uppbygging í Urriðaholti 1,3 milljarður króna í fjárfestingar
Flatirnar í Garðabæ eru eftirsótt
íbúðarhverfi og þar býr margt
efnafólk. Hverfið, sem byggðist á
sjöunda áratugnum, er með sterk-
an svip. Þar eru vel á þriðja
hundrað einbýlishús og fáein rað-
hús, mörg teiknuð af þekktum
arkitektum. Flest eru húsin einnar
hæðar í fúnkisstíl með stórum og
björtum gluggum og svefn-
herbergisálmum. Lóðir eru vel
grónar og garðar áberandi í götu-
myndinni. Jeppar og eðalvagnar af
dýrustu sort eru áberandi við hús-
in þegar ekið er um hverfið að
loknum vinnudegi eða um helgar,
enda benda opinberar hagtölur til
þess að hvergi á landinu búi auð-
ugra fólk en í Garðabæ.
Þekktasti íbúinn á Flötunum er
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra, formaður Sjálfstæðis-
flokksins. Foreldrar hans og
margir frændur búa einnig í
hverfinu. Fjölskyldan hefur verið
mjög áhrifamikil í bæjarpólitíkinni
og var faðir hans, Benedikt
Sveinsson, leiðtogi bæjarstjórn-
arinnar um árabil. Hann var þá
jafnframt einn aðaleigandi stórfyr-
irtækja eins og Eimskips og Sjó-
vár-Almennra.
Morgunblaðið/Ómar
Efnafólk Bílarnir við einbýlishúsin bera vitni um góðan hag íbúanna.
Flatirnar eru mjög
eftirsótt íbúðarhverfi
Fólk með háar tekjur áberandi í Garðabæ
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
Á STIGUM, TRÖPPUM,
ÁSTÖNDUM OG
BÚKKUM Í YFIR
30 ÁR
Þarftu að
framkvæma?
Við eigum pallana fyrir þig