Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015 ✝ ArnfríðurKristín Arnórs- dóttir fæddist í Vill- ingadal á Ingjalds- sandi 23.12. 1923. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 18.1. 2015. Foreldrar Arn- fríðar voru Arnór Kristján Arnórsson bóndi, f. 15.7. 1887, d. 1923, og k.h. Margrét Guðmundsdóttir verka- kona, f. 14.3. 1890, d. 1958. Systkini Arnfríðar voru Jón, f. 1919, d. 2000, Jóhann, f. 1921, d. 1981, og Gunnar, f. 1922, d. 1923. Arnfríður giftist, 1.5. 1949, Guðmundi Ólafssyni, skipstjóra og síðar gjaldheimtustjóra í Hafnarfirði, f. 7.11. 1921, d. 2.1. 4.10. 1951, kvæntur Hrefnu Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn. 5) Guðmundur, f . 22.6. 1953, kvæntur Bergrúnu Bjarnadóttur og eiga þau tvo syni. 6) Sigurborg, f. 19.1. 1958, gift Jóni Kristni Jenssyni og eiga þau fjögur börn. Arnfríður ólst upp á Flateyri. Lauk námi við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli þegar hún var á 17. ári. Átján ára fluttist hún ásamt móður sinni og bróður til Hafnarfjarðar þar sem hún bjó alla tíð síðan. Starfaði við saumaskap á hattasaumastofu í Reykjavík í nokkur ár þar til hún gekk í hjónaband og vann við húsmóðurstörf. Eftir að börnin voru upp- komin starfaði Arnfríður við fiskvinnslu þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Seinustu æviárin bjó hún á Hjallabraut 33 uns hún fór á Hrafnistu fyrir rúmum tveimur árum. Útför Arnfríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27. janúar 2015, kl. 13. 1995. Foreldrar hans voru Ólafur G. Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri á Flateyri, og k.h. Valgerður Guð- mundsdóttir. Arn- fríður og Guð- mundur bjuggu alla tíð í Hafnarfirði og eignuðust þau sex börn. Fyrir átti Guðmundur soninn Grétar, f. 3.12. 1944. Börn Arn- fríðar og Guðmundar eru: 1) Valgerður, f. 14.7. 1947, gift Ás- geiri Sumarliðasyni og eiga þau þrjú börn. 2) Ólafur, f. 20.12. 1948, kvæntur Ingibjörgu Hall- dórsdóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Arnór, f. 30.5. 1950, kvæntur Helgu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. 4) Magnús, f. Elsku mamma, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum nú þegar þú hefur kvatt okkur í þessari jarðvist. Það eru góður minningar sem verma mitt hjarta þegar leiðir skilja um sinn. Þar sem ég er elst okkar systkina og pabbi var allt- af úti á sjó var ég oft meira en einungis dóttir, við vorum líka bestu vinkonur. Strax sem barn tók ég þátt í mörgu með þér og ömmu eða mömmu þinni. Við bjuggum fyrstu 7 æviárin mín hjá henni eða þar til við fluttum að Strandgötu 69 sem mamma og pabbi byggðu ásamt hjónun- um Jóni og Jónu í Hamri eins og þau voru ætíð kölluð. Þangað fluttumst við inn árið 1954 þá orðin 4 systkinin. Enn bættist í systkinahópinn og þá var farið að huga að stærra húsnæði og úr því varð að hæð og ris var keypt að Hvaleyrarbraut 9, þar sem þau mamma og pabbi bjuggu æ síðan. Það var alltaf skipulag á öllu hjá mömmu og við krakkarnir tókum þátt í öllu enda enginn bíll til umráða á þessum tíma og hún ein með okkur þar sem pabbi var langdvölum úti á sjó. Það breytt- ist sem betur fer þegar hann fór að vera á minni skipum og því oftar heimavið. Það voru ófáar samverustund- irnar úr sumarbústaðnum sem við nokkur úr fjölskyldunni byggðum saman og þaðan eru margar ljúfar minningar með ykkur pabba. Einnig vorum við hjónin svo lánsöm að fara með ykkur nokkrar utanlandsferðir og er mér minnisstæðust ferðin sem við fórum til Bandaríkjanna með hópi krata en mamma og pabbi voru alla tíð miklir kratar. Mamma var ætíð mikil fjöl- skyldumanneskja og sá um allt sem þurfti að gera á stóru heimili og í þá daga voru ekki öll nýtísku heimilistæki til staðar líkt og á okkar tíma. Seinna meir, þegar mamma var orðin ekkja rétt rúmlega sjö- tug og fluttist á Hjallabraut 33, var mjög erfitt fyrir hana að átta sig á þeim breytingum sem urðu á lífi hennar, vegna þess að mamma á jú alltaf að vera eins, eða þannig. Þar sem ég var mikið með mömmu alla tíð og talaði við hana á hverjum degi fannst mér erfitt að horfa á hana verða dapra eftir að pabbi dó og ein- angraði hún sig mjög frá ókunnugum vegna mjög skertrar heyrnar. Ég kveð þig, elsku mamma, með söknuði, en jafnframt gleðst ég yfir því að þú hefur fengið langþráðu hvíldina og þið pabbi hittist á ný. Hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, elsku mamma, og hvíldu í friði. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna) Valgerður M Guðmundsdóttir. Mig langar til að kveðja elsku- legu móðurömmu mína með örfá- um orðum en það voru ófáar samverustundirnar sem við amma og mamma áttum saman ýmist með eða án barna minna sérstaklega í seinni tíð og minn- ist ég þeirra stunda með miklu þakklæti og yl í hjarta. Ég var svo heppin að vera í nokkrum utanlandsferðum með ömmu og er mér sérstaklega of- arlega í huga þegar amma kom með foreldrum mínum til Banda- ríkjanna að sumri til að sækja mig eftir að hafa dvalið þar sem skiptinemi í eitt ár þá á nítjánda ári. Ömmu fannst náttúrlega ekkert sjálfsagðara í sólinni en að skella sér úr peysunni til að fá smá lit en við það fór Amerík- aninn alveg í kerfi og ég var tek- in á teppið; það væri ekki við hæfi að vera á brjóstahaldaran- um einum á almanna færi, gátum ekki verið í afgirtari garði og amma skildi ekki þessa vitleysu þegar ég neyddist til að biðja hana vinsamlega um að fara aft- ur í peysuna. Ég minnist ömmu sem kjarna- konu sem kallaði ekki allt ömmu sína og það tíðkaðist ekki mikið hjá þessari kynslóð að tjá tilfinn- ingar sínar eða þiggja aðstoð, því reyndist það ömmu afar erfitt síðustu árin sín að vera mikið upp á aðra komin og þiggja að- stoð og þjónustu á hjúkrunar- heimili. Það gleður mig í hjart- anu að amma þurfti ekki að staldra lengi við á hjúkrunar- heimili og sé núna komin í fangið á elsku afa, þar sem þau eru sameinuð á ný eftir erfiðan að- skilnað þeirra sl. 20 ár. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman og það veganesti og þann fróðleik sem þú lést af þér leiða. Elsku mamma, frænkur, frændur og tengdabörn, ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð. Minning þín er ljós í lífi okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Úr 23. Davíðssálmi.) Hildur Dögg Ásgeirsdóttir og fjölskylda. Hugljúfar minningar fylla hugann þegar okkur verður hugsað til ömmu Fríðu. Við erum afar þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt sam- an. Amma var góð og falleg kona, sem þótti einstaklega vænt um barnabörnin og barnabarna- börnin sín. Hún naut sín alltaf best umvafin fjölskyldunni sinni og fylgdist með því að öllum liði vel og væru glaðir. Hún var sönn kjarnakona. Við eigum margar minningar frá Hvaleyrarbrautinni þar sem amma og afi bjuggu lengst af. Það var alltaf yndislegt að koma í heimsókn og sjá ömmu ljóslif- andi við eldavélina, með svuntu og allt á fullu. Okkur er minni- stætt þegar eitt okkar bað um grásleppu í ediki og amma tók ekki annað í mál en að senda afa niður á Strandgötu að ná í grá- sleppu í kerru hjá vini sínum. Afa leist vel á það og 20 mínútum seinna var hún búin að matreiða dýrindis máltíð. Okkur verður einnig hugsað til allra skötu- veislnanna sem amma hélt ávallt á afmælisdaginn sinn. Allir voru velkomnir. Í mörg ár tók hún á móti fólki í hádeginu og á kvöld- in, þar sem boðið var upp á skötu, saltfisk og hamsatólg. Hjá ömmu lærðum við að heimilið stóð alltaf opið, þvílíkur meist- arakokkur og höfðingi heim að sækja. Afi stóð alltaf við hlið ömmu og sá til þess að allir væru hressir og bauð uppá hákarl. Það fór ekkert á milli mála að sam- band þeirra var byggt á ást og hamingju sem allir í fjölskyld- unni nutu góðs af. Það eru margar aðrar minn- ingar sem hægt er að telja upp. Þar má nefna áramótagleðina á Hvaleyrarbrautinni þar sem börnin og gleðin voru í fyrirrúmi, öll ferðalögin og allar rólegu stundirnar sem við áttum með ömmu og afa. Helgarferðirnar í bústaðinn voru sérstaklega skemmtilegar. Þá var farið í laugina og pottinn og svo spilað á kvöldin þar sem aðal-skemmtiat- riðið var gólin í ömmu þegar afi reyndi að svindla. Ferðirnar end- uðu síðan oftast með viðkomu í Eden þar sem splæst var í ís. Seinni ár ævi sinnar bjó amma við Hjallabraut í Hafnarfirði. Við minnumst margra góðra heim- sókna til hennar þangað. Það voru oft skemmtilegustu heim- sóknirnar þegar mamma kom með og við spiluðum, spjölluðum og jafnvel eitt okkar sofnaði í la- Z-boy stólnum hennar ömmu. Elsku amma, mikið vildum við að við gætum faðmað þig einu sinni enn, horft í augun þín og bara hlegið. Minninguna um þig munum við ávallt geyma í hjört- um okkar. Þú átt stóran hlut í okkur og við erum afar þakklát fyrir að hafa átt hlut í þér. Elsku amma, nú eru þið afi aftur sam- einuð, njótið hvort annars. Við vitum að þér líður betur. Við minnumst þín og söknum þín sárt. Guð geymi þig. Vigdís, Jens, Hlynur og Bjarki. Jæja amma mín, þá er þessu jarðneska lífi lokið. Mig langaði að segja nokkur orð um þig. Þannig er að ég var svo heppinn að fá að vinna með þér þegar ég var að byrja á vinnumarkaðnum og þú að klára þína starfsævi. Það var góð kennsla, þvílíkt hörkutól. Þú stjórnaðir stelpun- um á þinni línu með harðri hendi. Ég á margar minningar um ykkur afa og fór í nokkur ferða- lög um landið með ykkur. Er mér sérstaklega minnisstætt þegar við vorum á Vestfjörðum þegar ég lærði að borða hákarl með þeirri aðferð að stórt stykki var tekið niður þar sem það hékk og afi skar stóra sneið og stakk upp í mig þá níu ára gamlan. Minningin um þig er skýr, nú hefur sál þín tekið út sinn þroska í þessu jarðneska lífi og nú ertu á leið á flottan stað, engin þjáning, aðeins gleði. Góða ferð inn í frels- ið. Valur Ásgeirsson. Þegar ég læt hugann reika og minnist ömmu Fríðu þá koma upp margar og góðar minningar um einstaklega barngóða, kímna og réttsýna konu. Minningar frá Hvaleyrar- brautinni þegar fjölskyldan safn- aðist saman í skötuveislu á Þor- láksmessu sem einnig var afmælisdagur ömmu. Og svo gamlárskvöldin þegar öll fjöl- skyldan kom saman heima hjá afa og ömmu til að fagna nýju ári. Amma hafði gaman af að spila og þegar hún og afi heitinn spiluðu þá var það hin mesta skemmtun. Afi reyndi alltaf að svindla á ömmu og þá hófust skemmtilegar rökræður sem oft- ar en ekki enduðu í hláturskasti. Þegar við heimsóttum ömmu nú í seinni tíð var oftar en ekki gripið til spilanna. Og nánast sama hvað spil við spiluðum þá gall við í ömmu: Ég kann þetta ekki, hvaða vitleysa … og þetta gengur ekki … En næstum hvert einasta skipti endaði það með því að hún vann. Amma var eins og áður er nefnt einstaklega barngóð, þol- inmóð og stutt í brosið. Það hefur eflaust oft reynt á þá eiginleika þar sem hún eignaðist stóra fjöl- skyldu, ól upp sex krakkagrisl- inga, sem síðar urðu að fyrir- myndarfólki. Þetta fyrirmyndarfólk sem amma og afi eignuðust hafa síðan gefið af sér bæði börn og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn. Fjöl- skyldan er því orðin býsna stór. Ég var svo heppinn að fá ömmu í heimsókn til Noregs fyr- ir nokkrum árum. Þar sannaðist að hún var snillingur í eldhúsinu. Hún vissi varla hvað hún átti að gera af sér þegar við Jannike sáum um alla matargerð og hún átti bara að koma og setjast þeg- ar allt var klárt. Þetta endaði með að hún fékk að hjálpa til sem svo varð til þess að hún kenndi mér að baka besta rúgbrauð sem ég hef smakkað. Þessi uppskrift hefur virkilega slegið í gegn og margir falast eftir henni og feng- ið. Þannig að rúgbrauðið hennar ömmu er í dag bakað á ófáum heimilum. Þegar við fjölskyldan fluttum heim til Íslands þá fengu börnin mín að kynnast langömmu sinni og er ég ævinlega þakklátur fyrir það. Þau hændust að henni og þó að heyrnin hennar hamlaði kannski samskiptum eitthvað þá leið börnunum alltaf vel hjá henni. Daníel hafði gaman af að spila við hana og Kaja sagði eitt sinn við mig að langamma væri með svo mjúkar og góðar kinnar. Hún var líka alltaf svo brosmild og góðleg við börnin að þeim leið alltaf vel í návist hennar. Mér fannst alltaf brosið henn- ar ömmu svo fallegt. Hún brosti með öllu andlitinu og oft var pínu stríðnissvipur á henni. Hún var svo krúttleg og gott að knúsa hana. Ég minnist ömmu/langömmu með söknuði en jafnframt miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa getið af sér þessa stóru og hressu fjölskyldu. Ég minnist hennar með mikilli virðingu fyrir að hafa verið þessi jákvæða og sterka kona sem hún var. Ég minnist hennar ekki hvað síst með bros á vör vegna þess að það var þannig sem hún var, svo ein- staklega brosmild. Elsku stóra fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- og saknað- arkveðjur til ykkar allra. Bjarni Guðmundsson og fjölskylda í Noregi. Arnfríður Kristín Arnórsdóttir Elsku amma mín. Mikið er það skrítið að þú sért ekki lengur hjá okkur. Það var alltaf sérstaklega gaman að kíkja í heimsókn til þín. Það var allt bara einhvern veginn betra hjá þér. Og aldrei kom mað- ur að tómum kofunum. Einfaldir hlutir eins og ristað brauð voru hvergi eins góðir og hjá þér. Ný- bökuðu kleinurnar þínar eru þær langbestu sem ég hef smakkað. Það var endalaus gestagangur og svo gaman að sjá hvað fjölskyldan hittist oft hjá þér. Þú áttir svör við öllu og hafðir alltaf tíma fyrir mann. Þegar mest á reyndi þá varst það þú sem gafst mér þau Guðrún Bríet Guðlaugsdóttir ✝ Guðrún BríetGuðlaugsdóttir (Bíbí), fæddist í Vestmannaeyjum 30. júlí 1923. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 13. janúar 2015. Útför hennar fór fram frá Kópavogs- kirkju 23. janúar 2015. mest hughreystandi orð sem ég heyrði. Orð sem ég þurfti á að halda. Orð sem óma ennþá í hjarta mér og ég get ekki þakkað þér nóg fyr- ir. Bara að skrifa þetta niður kallar fram tár. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Takk fyrir allt, amma mín. Vertu bless. Arnar. Yndisleg frænka okkar hún Bíbi, Guðrún Bríet Guðlaugsdótt- ir, er farin í ferðalagið langa og er örugglega hvíldinni fegin. Bíbi var búin að lifa lengi og upplifa tímana tvenna. Hún var uppá- haldsfrænkan að öllum öðrum ólöstuðum, enda var hún sér á báti. Hún Bíbí var eins og klettur í hafi, hún stóð alltaf keik og um- vafði alla sem til hennar komu ást og hlýju og gott var að leita til hennar. Pabbi okkar, sem lést 2005, elskaði hana og leit á hana sem fóstru sína, því þegar amma lést var pabbi bara sjö ára og þá var Bíbi betri en engin og reyndist hún honum vel alla tíð. Honum þótti ofur vænt um hana Bíbí sína og heimsótti hana eins oft og hann gat. Það er skemmtileg sagan af því þegar ég sem smástelpa kom organdi til Bíbíar frænku klag- andi mömmu og ömmu mína fyrir það að hafa slegið mig, henni hlýt- ur að hafa brugðið því hún tekur mig í fangið og fer niður eftir og kemur að mömmu og ömmu há- grátandi en þá hafði staðið í mér fimmeyringur og þær voru að bjarga lífi mínu. En mín fyrsta hugsun sem barn var að hlaupa til Bíbíar frænku. Ég man vel eftir henni í ofurlitla húsinu á Kársnes- brautinni og ég furðaði mig stundum á því sem barn hvernig þau kæmust fyrir í þessu litla húsi. En þar inni var alltaf hlýtt og gott og hjartahlýjan ekki síðri. Alltaf var hún tilbúin að aðstoða og opna heimili sitt fyrir fólki og það var sko ekki vandamál. Bíbí, Jónas og börnin þeirra þrjú, Vala, Ólína og Jónas, eru partur af lífi okkar og verða um ókomna tíð. En það er svo skrítið að núna þegar Bíbí kveður okkur þá hverfur eitthvað með henni, einhver tenging við pabba. Þau Bíbí og Jónas voru dugleg að heimsækja ættingja og fylgjast með, stundum var skroppið í Bollakot til Sigrúnar og Þorra og pabbi og mamma á staðnum og þá gat hláturinn heyrst Hlíðina á enda því sumir hlógu mikið og hátt og það var gaman að sjá og heyra hvað þau skemmtu sér vel yfir öllum sögunum úr Vest- mannaeyjum sem sagðar voru, og alveg örugglega allar svolítið færðar í stílinn. En þar sem þau systkinin komu saman þar var örugglega verið að segja sögur og hlæja hátt. Það var alltaf líflegt þar sem Bíbí var, mikið spurt um fjöl- skylduna og hvernig allir hefðu það, þess vegna var mjög erfitt hjá henni þegar veikindi urðu til þess að hún átti erfiðara með að tjá sig, en hún reyndi eins og hún gat, og það lýsir henni, aldrei að gefast upp. En hún var orðin þreytt og er vonandi ánægð á spjallinu með pabba og mömmu núna. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast henni Bíbí og að hún hafi verið partur af lífi okkar fjölskyldu, ekki hefðum við viljað missa af því. Við viljum votta Jónasi, Val- gerði, Ólínu og Jónasi og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Takk fyrir allt, elsku frænka, og við biðjum að heilsa. Sæbjörg B. Þórarinsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.