Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
✝ Jóhannesfæddist á
Furubrekku í
Staðarsveit 25.
júlí 1923. Hann
lést 26. nóvember
2014.
Foreldrar Jó-
fríður Kristjáns-
dóttir og Páll
Þórðarson. Þau
eignuðust tvo
syni, Jóhannes og
Þórð. Fósturdóttir, Aðal-
heiður, ólst upp með þeim.
Jóhannes kvæntist Þuríði
Guðmundsdóttur 1953 og
eignaðist með henni eina
dóttur, Ástríði Guðbjörgu.
Fyrir átti Þuríður synina
Guðmund Svavarsson og
Gísla J. Gíslason sem hann
gekk í föðurstað. Guðmundur
er kvæntur Hrafnhildi Gunn-
arsdóttur Börn Guðmundar
eru: Gríma, gift Sigurði Hall-
dórssyni, þeirra börn eru
Vera og Emil, fyrir átti Sig-
urður dótturina Minný. Þór-
hildur, hennar börn eru Rag-
ney Lind, Karen Lilja og
Bryndís Lára. Sigríður, gift
Snær. Fyrir á Eysteinn son-
inn Snorra. Jóhanna, sam-
býlismaður Darri Hilmars-
son. Þau eiga dreng ný-
fæddan.
Fyrri hluta ævi sinnar
vann Jóhannes mest við raf-
lagnir og tók þátt í að raf-
væða landið. Seinna varð
hann hugvits- og athafna-
maður og rak fyrirtæki í
Mosfellsbæ, Borgarnesi,
Hveragerði og Hvolsvelli með
Þuríði sér við hlið. Jólaseríur
sem hann framleiddi stóran
hluta ævinnar lýsa ennþá á
aðventu víða um land. Á sjö-
unda áratugnum hóf hann að
hreinsa landið af brota-
málmum og hóf útflutning á
þeim. Seinna tók við þróun á
öryggislokum á lyfjaglös, eit-
urefnaflöskur og öryggislæs-
ingar á lyfjaskápa. Þau hjón-
in bjuggu í Kaupmannahöfn í
14 ár en þar fékk Jóhannes
góða fyrirgreiðslu varðandi
uppfinningar sínar á Tecno-
logisk Institut fyrir prófanir
og þróun. Þau fluttu til Ís-
lands 1994 og bjuggu eftir
það í Hveragerði. Þuríður
lést 13. júní 2012.
Seinni árin fór heilsunni
hrakandi og var hann vist-
maður á hjúkrunarheimilinu
Ási sl. fjögur ár.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Jan David Tysk,
þeirra synir eru
Jón Óskar og Sig-
urður Óskar.
Börn Hrafnhildar
eru: Ragnheiður
Arngrímsdóttir,
gift Árna Mar
Haraldssyni,
þeirra börn eru
Kristinn Logi og
Alexander Hrafn,
fyrir á Ragnheið-
ur soninn Arngrím Braga.
Gunnar Arngrímur Arn-
grímsson, hans sonur er
Sölvi. Gísli er kvæntur Hólm-
fríði Skaftadóttur Þau eiga
þrjár dætur: Þuríður er gift
Vigni Demussyni, synir henn-
ar og Þorvaldar Snorrasonar
eru Snorri, Gísli og Skafti.
Fyrir á Vignir dótturina Erlu
Ósk. Margrét, hennar sonur
er Ísak, Þóra, gift Grétari
Snorrasyni, þeirra synir eru
Hólmar og Steinar. Ástríður
er gift Gunnlaugi Björnssyni,
þeirra börn eru: Gígja, sam-
býlismaður hennar er Ey-
steinn Einarsson, börn Ást-
ríður Embla og Gunnlaugur
Elsku pabbi. Þú varst góð fyr-
irmynd þeim sem trúa á bjart-
sýnina í lífinu, alltaf bjartsýnn
sjálfur, sama hvað á bjátaði. Það
var heldur ekki til það vandamál
sem ekki var hægt að leysa. Úr-
ræðagóður sögðu bændurnir í
sveitinni.
Þú varst á undan þinni samtíð
þegar þú á áttunda áratugnum
vannst að þróun á öryggislokum
á lyfjaglös en áttir í mestu erf-
iðleikum með að sannfæra ráða-
menn þjóðarinnar um nauðsyn
setningar reglugerðar um þessi
mál. Þú tókst þátt í sýningum
austan hafs og vestan á hönnun
þinni; öryggislok á lyfjaglös en
einnig á eiturefnaflöskur sem og
öryggislæsingar á lyfjaskápa.
Þú varst einnig frumkvöðull
þegar kom að því að hreinsa
landið af brotamálmum, fórst
vítt og breitt um landið og keypt-
ir brotajárn af bændum. Jóla-
seríurnar sem þú þróaðir og
framleiddir stóran hluta ævinn-
ar prýða ennþá landið.
Þú ferðaðist mikið og gerðir
samninga í útlöndum, bæði um
sölu brotamálma, uppfinninga
og einkaleyfa. Þú lést það ekki
aftra þér að vera nánast mállaus
á erlenda tungu því það var alltaf
hægt að fá hjálp hjá stúdentum
við túlkun þegar mikið lá við.
Þú trúðir á það besta í mann-
inum og gerðir aldrei ráð fyrir
öðru frá öðrum. Mörgum varstu
hjálpsamur sem voru atvinnu-
lausir og greiddir götu þeirra.
Sumum komstu á rétta braut
eftir feilspor í lífinu.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
við keyrðum fyrir Hvalfjörð þeg-
ar við bjuggum í Borgarnesi og
mamma var á sjúkrahúsi í
Reykjavík. Þá var sungið alla
leiðina til að stytta ferðina og
margir voru þeir textarnir sem
ég lærði á þeirri leið. Davíð Stef-
ánsson var í miklu uppáhaldi hjá
þér og mörg ljóðin eftir hann
sem þú fórst með við hátíðleg
tækifæri. Síðustu árin fór heilsu
þinni hrakandi og þú varst undir
lokin farinn að bíða eftir hvíld-
inni.
Þín verður sárt saknað. Þín
Ástríður.
Jóhannes S.
Pálsson
Í dag kveðjum
við kæran vin. Vin-
átta okkar hófst
þegar ég hóf störf
í Kaplakrika og það bar aldrei
skugga á hana fram að dán-
ardægri þínu, elsku vinur.
Traustari vin var ekki hægt að
óska sér, alltaf varstu tilbúinn
að koma og hjálpa ef á þurfti
að halda. Í öllum okkar flutn-
ingum á milli íbúða þá held ég
að það hafi sjaldan gerst að þú
hafir ekki verið aðalmaðurinn
í flutningunum. Það leið ekki
Benedikt Ernest
Rutherford
✝ Benedikt(Bennó) Ernest
Rutherford fæddist
4. júlí 1943. Hann
lést 18. janúar
2015. Útför Bene-
dikts fór fram 26.
janúar 2015.
sá dagur að við
heyrðumst ekki í
síma, stundum
tvisvar til þrisvar
yfir daginn. Ef þú
varst ekki búinn að
hringja fyrir há-
degi hélt ég að
eitthvað væri að og
hringdi til að at-
huga hvort ekki
væri allt í lagi.
Þegar hún Gunna
þín keypti bílinn og lét skrá
hann á þig þá loksins léstu það
eftir þér að fara að keyra aftur.
Og þvílík blessun sem þessi bíll
varð, gast skellt þér í heimsókn
til okkar eftir að við fluttum í
Breiðholtið. Man hvað þú varst
nú stoltur og ánægður þegar
þú stóðst fyrir framan hurðina
hjá okkur, nýbúinn að keyra úr
Hafnarfirðinum.
Veiðiferðirnar okkar, mað-
ur minn, hvað ég á eftir að
sakna þeirra. Ferðirnar upp í
Kvíslaveitur og ekki síður
undirbúningurinn og spennan
fyrir því að komast tveir sam-
an uppeftir til að veiða.
Spennan bar okkur stundum
ofurliði og við héldum allt of
snemma af stað uppeftir. Urð-
um þá jafnvel að bera grjót í
skurði á veginum til að kom-
ast á leiðarenda og stóðum þá
stundum á klakabunkum við
veiðarnar. En næsta vor var
þetta allt gleymt, veiðiferðin í
huga okkar farin við bestu að-
stæður, sól og heiður himinn
allan tímann. Ekki voru síðri
ferðirnar okkar á alla FH-
leikina, bæði handboltinn og
fótboltinn átti hug okkar allan
og eftir að ég flutti aftur í bæ-
inn var að sjálfsögðu farið á
alla heimaleiki liðsins sem tök
voru á. Ef við komumst ekki á
leikina og þeir voru sýndir í
sjónvarpi þá var að sjálfsögðu
hringst á í hálfleik og svo eft-
ir leik til að spá og spekúlera
í leik liðsins, bölvað vel og
lengi ef þeir töpuðu en sigri
fagnað vel og innilega. Eftir sit
ég með fullt af yndislegum
minningum sem ég á eftir að
ylja mér við þangað til við hitt-
umst aftur, þegar minn tími
kemur. Ég er alveg viss um
það að þú átt eftir að bíða mín
með veiðistangir í hendi og
spyrja hvort við eigum ekki að
drífa okkur af stað.
Mikið á ég eftir að sakna
samtala okkar, kæri vinur.
Þegar síminn hringir þá á ég
alltaf eftir að vona að á línunni
sért þú og að ég fái að heyra
röddina þína aftur, þetta sé
ekkert nema slæmur draumur.
Við Helga eigum eftir að sakna
þín sárt, Bennó minn, og kveðj-
um þig í dag með miklum
trega.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Páll og Helga.
Einn helsti vel-
gjörðarmaður Há-
skóla Íslands, Bent
Scheving Thor-
steinsson, er nú fallinn frá eftir
langa og viðburðaríka ævi.
Fyrir hönd starfsfólks lyfja-
fræðideildar HÍ vil ég senda
eiginkonu hans Margaret og
fjölskyldu þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Bent var
mikill áhugamaður um vísindi
og rannsóknir og færði Há-
skóla Íslands háar fjárhæðir í
verðlauna- og styrktarsjóði.
Einn þessara sjóða sem Bent
Bent Scheving
Thorsteinsson
✝ Bent HillmanSveinn Schev-
ing Thorsteinsson
fæddist 12. janúar
1922. Hann lést 7.
janúar 2015. Útför
Bents var gerð 15.
janúar 2015.
og Margaret
færðu Háskólan-
um er Verðlauna-
sjóður Bergþóru
og Þorsteins
Scheving Thor-
steinssonar. Hann
var stofnaður árið
2001 og er mark-
mið hans að veita
verðlaun fyrir vís-
indaleg afrek og
styrkja rannsóknir
og framhaldsnám í lyfjafræði.
Sjóðurinn er tileinkaður föður
Bents, Þorsteini Scheving
Thorsteinsyni sem var lyfsali í
Reykjavíkurapóteki frá því að
hann lauk lyfjafræðinámi árið
1918 og fram til ársins 1962.
Þorsteinn lagði mikið af mörk-
um í sinni fræðigrein, hann
kom að menntunarmálum
lyfjafræðinga og átti í áratug
sæti í prófnefnd fyrir lyfja-
fræðinema. Hann var auk þess
virkur í félagsmálum og var um
tíma formaður félags íslenskra
lyfjafræðinga og var einn af
stofnendum Apótekarafélags
Íslands. Hann stundaði einnig
ritstörf og gaf út bækurnar
Lyfjahandbók lækna og Nokkur
lyfjasamheiti og var formaður
nefndar sem tók saman lyfja-
forskriftir sem gefnar voru út
árið 1938 undir heitinu Di-
spensatorium Islandicum. Þor-
steinn var því sérlegur velgjörð-
armaður lyfjafræðinnar og
Háskóla Íslands líkt og sonur
hans.
Verðlaunasjóður Bergþóru
og Þorsteins Scheving Thor-
steinssonar hefur verið mikil
lyftistöng fyrir framhaldsnám í
lyfjafræði og nú þegar hafa 24
styrkir verið veittir úr honum.
Þessar viðurkenningar eru mik-
ilvæg hvatning fyrir unga vís-
indamenn til að láta gott af sér
leiða fyrir Háskóla Íslands,
þjóðina og á alþjóðavettvangi.
Verðlaunin hafa nýst doktors-
nemum m.a. til að vinna hluta af
rannsóknum sínum við erlenda
háskóla eða stofnanir og til að
kynna verkefnin sín á vísinda-
ráðstefnum.
Ég var í fyrsta hópi dokt-
orsnema sem hlutu verðlaun
úr sjóðnum og komu þau sér
einstaklega vel fyrir rannsókn-
ir mínar. Ég er þeim hjónum
ævinlega þakklát fyrir stuðn-
inginn. Það hefur verið
ánægjulegt að fylgjast með
doktorsnáminu í lyfjafræði á
Íslandi vaxa og dafna og nú
eru yfir tuttugu doktorsnemar
skráðir við deildina frá sex
löndum. Bent og Margaret
eiga ríkan þátt í þeim upp-
gangi. Bent var ávallt áhuga-
samur um styrkhafana og setti
sig inn í verkefni þeirra þó að
mörg þeirra væru bæði sér-
hæfð og torskilin fyrir leik-
mann.
Starfsmenn lyfjafræðideild-
ar minnast Bents með hlýhug
og þakka góða kynningu og
framlag þeirra hjóna til efling-
ar rannsókna og framhalds-
náms í lyfjafræði.
F.h. starfsfólks lyfjafræði-
deildar Háskóla Íslands
Sesselja Ómarsdóttir
deildarforseti.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
SIGURÐAR Þ. GUÐMUNDSSONAR
stýrimanns,
Eiðismýri 30.
.
Kristín Einarsdóttir,
Sævar Sigurðsson, Björg Þórarinsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Hallvarður Agnarsson,
Einar Sigurðsson, Auður Þorsteinsdóttir,
Elvur Rósa Sigurðardóttir, Smári Örn Baldursson,
afa- og langafabörn.
Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför systur minnar,
KRISTÍNAR INGÓLFSDÓTTUR,
Grænumýri 18,
Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Einihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun og hlýhug í
hennar garð.
.
Ólöf Ingunn Ingólfsdóttir
og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVAVA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Rifgirðingum,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi
miðvikudaginn 21. janúar.
Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju
föstudaginn 30. janúar kl. 14.00.
Þökkum starfsfólki Dvalarheimilisins frábæra
umönnun síðastliðin ár.
Kristján Kári Jakobsson, Torill Strøm,
Þórhildur H. Jakobsdóttir, Sigurður Sívertsen,
Jón J. Jakobsson, Hulda Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
INGI KRISTINSSON,
fyrverandi skólastjóri,
Tómasarhaga 34,
lést laugardaginn 24. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Hildur Þórisdóttir,
Þórir Ingason, Þorbjörg Karlsdóttir,
Kristinn Ingason, Bergdís H. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SÆMUNDUR HÖRÐUR BJÖRNSSON,
fyrrverandi flugumsjónarmaður,
Háholti 16,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 19. janúar á Landspítala Fossvogi.
Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
29. janúar kl. 15.00.
.
Eyjólfur Þór Sæmundsson, Gerður S. Sigurðardóttir,
Gunnar H. Sæmunsson, Sigríður B. Stefánsdóttir,
Þórey Ósk Sæmundsdóttir, Friðþjófur H. Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
RAGNA BJARNADÓTTIR
áður til heimilis í Stekkjaflöt 14,
Garðabæ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þriðjudaginn 20. janúar.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00.
Ólafur G. Einarsson,
Ásta R. Ólafsdóttir, Þröstur Sigurðsson,
Ólafur Þór Þrastarson,
Fannar Steinn Þrastarson,
Viktor Ingi Þrastarson.