Morgunblaðið - 27.01.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2015
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Það verður efnahagslegt öng-þveiti á Íslandi sögðu þre-
menningarnir Jóhanna, Stein-
grímur og Már, kyngi þjóðin ekki
Icesave-samningunum. Háskóla-
kennarar fréttastofu RÚV, sem
spá ekki verr en álfarnir, sögðu
að Ísland myndi
þá breytast í
„Kúbu norðurs-
ins.“ Það hefði
Steingrími,
sprangandi um á
Che Guevara-
bolnum, einvern-
tíma hafa þótt
góð spá.
Þjóðin tók ekkert mark á þess-um hrópendum í eyðimörk-
inni og spellvirki þeirra runnu út
í sandinn, sem nóg er til af á
þeim stað.
Leiðtogar Evrópu létu eins ogfarið hefðu á námskeið í
ofsa, hrakspám og hótunum hjá
íslenskum icesave-köppum í að-
draganda grísku kosninganna.
Það hafði þveröfug áhrif á
Grikki. Á kosninganótt veifuðu
þeir rauðum fánum með hamri og
sigð. Stenka Razin og Nallinn
voru sungin og allir kunnu text-
ann, ólíkt því er sófakommar í
Samfylkingunni sungu Nallann í
lok landsfundar síns. Nú er sá
tónn sleginn í Brussel að Grikk-
land sé slíkur útnári að engu máli
skipti þótt það kollsigli sig nú á
svo miklu dýpi að það náist aldrei
upp. Hlutabréfamarkaðir í Evr-
ópu tóku smá taugaveiklunarkipp
í morgunsárið, en fáum mínútum
síðar brosti kauphöllin út að eyr-
unum, sem hlustuðu á dyninn í
prentvélunum í Frankfurt, eins
og hann væri fimmta sinfónían í
nýrri útsetningu.
Fréttastofa „RÚV“ hefur ennekki staðfest að Grikkland
verði senn Kúba suðursins og að
Steingrímur muni þá gera sér
ferð þangað á bolnum góða.
Alexis Tsipras
ESB: Grikkir gikkir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 rigning
Bolungarvík 1 alskýjað
Akureyri 1 skýjað
Nuuk -10 snjóél
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 2 þoka
Kaupmannahöfn 2 skúrir
Stokkhólmur 1 snjókoma
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 1 skúrir
Brussel 7 skýjað
Dublin 7 skýjað
Glasgow 6 léttskýjað
London 7 léttskýjað
París 7 alskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 3 skýjað
Berlín 3 skýjað
Vín 2 léttskýjað
Moskva -8 snjókoma
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 11 léttskýjað
Mallorca 8 skýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 12 þrumuveður
Winnipeg -1 alskýjað
Montreal -16 léttskýjað
New York -4 snjókoma
Chicago -3 alskýjað
Orlando 16 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:24 16:58
ÍSAFJÖRÐUR 10:48 16:44
SIGLUFJÖRÐUR 10:32 16:26
DJÚPIVOGUR 9:58 16:23
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að Kaupás fái ekki keypt þau svið úr
sláturtíðinni í haust sem fyrirtækið telur sig þurfa
fram að næstu slátrun. Töluvert virðist til af svið-
um í landinu en þau hafa að mestu verið unnin upp í
pantanir þeirra sem voru forsjálir.
„Mér finnst það háalvarlegt að geta ekki fengið
nóg af lambakjöti sem er niðurgreidd vara,“ segir
Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri kjöts hjá
Kaupási, sem meðal annars rekur verslanir Krón-
unnar og Nóatúns. Hann segir að fyrirtækið sé
stór kaupandi á sviðum og selji þau bæði frosin og
soðin í verslunum sínum. Áætluð sala er um 20
tonn á ári en Kaupás hefur aðeins fengið 5 tonn
keypt hjá sínum birgi og ekki hefur tekist að fá
vörunar keyptar annars staðar. Þetta rétt dugar út
þorrann.
Ólafur kvartaði til Landssamtaka sauðfjár-
bænda. „Það kom í ljós að heilmikið er til af sviðum
en sláturhúsin eru búin að semja um sölu á meg-
inhluta þeirra, eiga ekki mikið á lausu. Það hefði
þurft að semja um kaup á þessu í haust,“ segir Sig-
urður Eyþórsson, framkvæmdastjóri samtakanna.
Ekki verið látinn vita
„Ég hef aldrei verið látinn vita um það að kaupa
þyrfti sviðin fyrirfram. Maður hefur alltaf getað
keypt lambakjöt hvenær ársins sem er,“ segir
Ólafur. Telur hann að hausarnir séu fluttir út.
Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suður-
lands, segir að sláturleyfishafar ákveði á haustin
hvernig þeir ráðstafa afurðunum. Ef sala sé ekki í
hendi og menn geti flutt vöru úr landi, geri þeir
það. Hann tekur fram að SS hafi ekki séð Kaupási
fyrir sviðum en telur trúlegast að það hafi gerst að
þessi stóri aðili hafi ekki tryggt sig með samningi í
haust. Sigurður Eyþórsson segir eðlilegt að slát-
urhúsin reyni að gera sér verðmæti úr þeim haus-
um sem ekki sé markaður fyrir hér heima. Það sé
gert með að flytja þá á erlenda markaði. Hann seg-
ir það ánægjuefni að þorrablótin séu aftur komin í
tísku og aukin eftirspurn eftir sviðum.
Uppiskroppa með svið
Stór verslanakeðja fær ekki nóg af sviðum Sláturleyfishafar framleiddu
aðeins upp í pantanir í haust Þorrablótin aftur komin í tísku
Morgunblaðið/Eggert
Kræsingar Flestir hafa tryggt sér svið á þorr-
anum en eftir það verða einhverjir uppiskroppa.