Reykjalundur - 01.06.1954, Side 11

Reykjalundur - 01.06.1954, Side 11
Kalman Mikszath: & Græna flugan Gamli bóndinn, ríkasti maðurinn í þorp- inu, lá fársjúkur og að dauða kominn. Guð hafði kallað liann fyrir dómstól sinn og ávarpaði hann, eins og hann væri fulltrúi alls mannkynsins. „Iíeyr þú mig, Jón Gal. Hvað ímyndið þið ykkur, dauðlegir menn, þið' séuð? — þið eruð ekkert. Og þó, — Jón Gal er að vísu eitthvað, jafnvel héraðsdómarinn heils' ar honum endrum og sinnum með handa- bandi. Greifafrúin heimsækir hann. Hann er sá auðugasti meðal ykkar. Og sarnt get ég lostið hann. Ég þarf ekki að' senda hungraðan úlf til að rífa hann í sig, og ekki slíta upp stórviði, fella það yfir hann og merja til bana. Lítil fluga mun annast verkið.“ Og þetta var það, sem gerðist. Fluga beit liann í höndina, og skömmu síðar fór hún að bólgna, varð dekkri og rauðari. Presturinn og hallarfrúin ráðlögð'u hon- um að senda eftir lækni. Hann hefði fús- lega sent eftir héraðslækninum, en þau heimtuðu, að hann sendi eftir sérfræðingi til Budapest. Prófessor Birli varð fyrir val- inu. Ein heimsókn kostaði þrjú hundruð florinur, en því fé var vel varið. „Vitleysa,“ sagði bóndinn, „Þessi litla fluga hefur ekki getað' valdið þrjú hundruð florinu skemmdum á líkama mínum.“ Greifafrúin lét sig ekki og bauðst til að greiða sjálf reikning læknisins. Það reið baggamuninn. Jón Gal var stoltur bóndi Símskeyti var óðar sent og ungur, grann- vaxinn maður með gleraugu — alls ekki tígulegur — kom í vagninum, sem sendur hafði verið ti! að sækja hann á járnbraut- arstöðina. Frú Gal, hin unga kona gamla bóndans, tók á móti honum í hlið'inu. „Eruð þér frægi læknirinn frá Buda- pest?“ spurði hún. „Það er bezt, að þér komið og lítið á manninn minn. Hann gerir eins mikið veður út af einu flugubiti, eins og hann hefði verið bitinn af fíl.“ Þetta voru helber ósannindi. Jón Gal hafði aldrei sagt orð, ekki einu sinni minnst á bitið', nema hann væri um það spurður og var jafnvel þá mjög stuttur í spuna. Hann lá ofan á rúmi sínu afskiptalaus og rólegur. Ilöfuð hans hvíldi á gæruskinni og hann var með pípuna sína í munninum. REYKJALUNDUIl 9

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.