Reykjalundur - 01.06.1954, Page 4
Ásmundur Guðmundsson biskup:
Það, sem þú kostar meiru til
T niðurlagi dæmisögunnar um miskunn-
sama Samverjann er málsgrein, sem ýms-
ir veita ekki þá athygli, er skyldi.
Samverjinn hefir þegar fægt sár særða
mannsins og bundið um þau, teymt eyk sinn
undir honum til gistihússins, stundað hann
þar sjálfur og borgað' gestgjafanum greið-
ann höfðinglega. En jafnframt horfir hann
fram og hugsar til þess, að enn verði særði
mað'urinn að hvílast um sinn, unz hann
verði ferðafær og sjálfbjarga. Fyrir því
bætir hann við þessum orðum, er hann
kveður gestgjafann:
„Það, sem þú kostar meiru til, skal ég
borga þér, þegar ég kem aftur.“
Ef til vill er þetta allra fegurst í sögunni.
Samverjinn vill fvlgjast áfram með lífi
hans, er hann fann liggja sáran við veginn.
Hann sér hann í anda hressast og komast
aftur á fætur, en máttvana og þjakaðan,
ómegnugan þess að hefja þegar í stað lífs-
baráttuna eins og áður. Fái hann ekki tæki-
færi til þess að' ná sér alveg á ný eftir áfallið
þunga, sem liann hefir orðið fyrir, þá er
hætt við, að lieilsa hans bíði þess aldrei
bætur; þá komi öll hjálpin áður fvrir ekki.
Nei, hann vildi kosta meiru til. til trygg-
ingar batanum og sigri lífsins.
Þannig kenndi Frelsarinn, að mennirnir
ættu að hjálpa hverir öðrum. Þótt ekki sé
nefnd fylgd nema eina mílu, skal fara tvær.
Þetta er fyrirmyndin sígilda.
Sá, sem vill rétta öðrum hjálparhönd, má
ekki sleppa handtalcinu í miðjum klíðum.Þá
Asmundvr Guðmundsson biskup.
fara báðir á mis við hið bezta, sá sem
skyldi njóta hjálparinnar, og sá, sem vildi
hjálpa.
A7ér þekkjum mörg af eigin raun, hvað
það er að missa heilsuna, þótt ekki sé nema
um stundarsakir. Og er það venjulega allra
sárast, meðan vér erum ung. Ég man,
hvernig einn kennari minn lýsti þeirri
reynslu. Hún væri þyngri en flest annað.
ITann dró upp líkingu: Það er eins og maður
sigli bát hraðbyr þöndum seglum, og sýður
á keipum. Svo allt í einu drúpa seglin, og
2
REYKJALUNDUR