Reykjalundur - 01.06.1954, Side 17
Björn Th. Björnsson listfræðingur:
Sóttur
heim
heilagur
Marteinn
Vinstra megin Signu í París stendur
gömul klausturbygging í trjáskyggðum
garði. Hún stóð þarna á meðan enn voru
grænir vellir allt í kring og varla nokkurt
hús alla leið nið'ur ao ánni, nema hinn
frægi háskóli miðaldanna, Sorbonne. Og
niður á eyjunni reis hvít og tignarleg Notre
Dame og speglaði sig turnlaus í hægum
straumi Signu. Nú er varla lengur hægt
að sjá trén fyrir eintómum skógi. Ný stór-
hýsi þjarma að þessu gamla klaustri, nudda
sér upp við rauða múrveggina, og stríðs-
tækninni hefir tekizt að brjóta af því turn.
Það getur tekið vegvilltan útlending
tímana tvo að finna þcnnan stað’. Parísar-
búar eru ekki á þeim buxunum að vita mik-
ið um klaustur. Ekki einu sinni um það
klaustur, sem hefur að geyma eitt frábær-
asta safn miðalda kirkjulistar, sem til er
á Frakklands mæru vengi ... Nafn þess er
Cluny.
Það var ofsahiti þennan dag, og ég bless-
aði í huganum heilagan Bernharð frá
Clairvaux, þegar við lcomum inn í klaust-
urgarðinn, því hér var bæði forsæla og
ísköklj perlandi uppspretta, greypt flúruð-
um steini. Það eru víða til góðir brunnar,
þótt Gvendur Arason hafi ekki lagt yíir þá
hendur! En þá datt mér í hug, að líklegast
hefði Guðmundur góði samt blessað þessa
uppsprettu eitthvert sinn, er hann var á
framhjáleiðinni hér í París, því hann var
mikill áhangandi þeirra Cluny-manna, sem
hér réðu húsum. En það er alkunna, að
hann mátti aldrei sjá sprænu, svo hann
hlypi ekki til og blessaði hana.
Eg strikaði heilagan Bernharð því aftur
út í huganum, — bað hann afsaka óinakið,
— og fékk mér vænan teig úr þessum
skrautlega Gvendarbrunni, áður en ég færi
inn.
★
Við gengum inn í dimmt og svalt and-
dyrið, og þaðan inn í stóran sal. Fyrir
gluggunum voru rimlatjöld, svo sólarljósið
féll inn í mjóum rákum, og mér sýndist
ekki betur en móti okkur kæmi tvífættur
zebrahestur með kaskeiti. En það var bara
REV K.JALUNDUR
15