Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 14

Reykjalundur - 01.06.1954, Síða 14
„Þér verðið að' greiða þessi þrjú hundruð, hvort sem ég tek af yður handlegginn eða ekki. Það er peningaeyðsla að láta ekki framkvæma aðgerðina. Þetta er aðeins fimm mínútna verk.“ „Þér getið ráð'lagt einhver smyrsl, til þess að hafa unnið fyrir laununum," svar- aði gamli maðurinn rólega eins og væri hann að semja uin stígvélapar. Þetta var tilgangslaust. Leiður og von- svikinn yfirgaf læknirinn manninn og fór út, til að ganga um, hugsa málið og ræða það við spekingana í þorpinu. Hann félck h'tið af hollum ráðum, þrátt fyrir allt, og það reyndist jafntilgangslítið, að senda sýsluskrifarann og héraðsdómarann að rúmi sjúklingsins. Unga konan var alltaf nær- stödd til að ónýta öll brögð frá læknisins hálfu og hún notaði hvert tækifæri til að skjóta inn í einu eða tveim orðum til að stappa stálinu í bónda sinn. Læknirinn hvessti á hana augun hvað eftir annað og jafnvel livæsti framan í liana: „Þér eigið að halda yður saman, þegar karlmenn ræðast við.“ „Iíænan hefir sinn rétt á mykjuhaug hanans,“ hreytti hún út úr sér og reigði sig. Jón Gal flýtti sér að koma í veg fyrir deilur. „Vertu ekki of hávær, Kriska,“ sagði hann. „Þú ættir heldur að ná í flösku af víni fyrir gestina.“ „Ur hvaða tunnu?“ spurði hún. „ITr tveggja hektólítra tunnunni. En í erfisveizlunni minni ættirðu heldur að tappa af þriggja hektólítra tunnunni, það er að verða súrt.“ Hann var alveg búinn að sætta sig við hugmyndina um dauða sinn. Gestirnir drukku og skildu við hann, svo hann gæti sætzt við Guð sinn. I húsagarðinum mætti Birli læknir vinnumanninum, ungum, sterklegum ná- unga, sem snérist í öllu. „Hafið vagninn tilbúinn, ég fer héðan eftir hálftíma,“ sagði liann við vinnumann- inn. „Og segið frú Gal, að ég muni ekki bíða eftir kvöldmatnum.“ Hann nam staðar utan við ldiðið, óráð- inn í hvað hann ætti að taka sér fyrir hend- ur næst. I gegnum rifu í hliðgrindinni, sá liann manninn fara upp til frú Gal ogkomst ekki hjá að taka eftir ástleitnum svip henn- ar, þegar hún leit á hann og reiging unga mannsins, þegar hann nálgaðist hana. Það var augljóst, að þau léku sér að eldinum og vissu eitthvað hvort um annað. Nú þurfti hann aðeins að fá dálítið betri upp- lýsingar um þetta. Það hlaut að vera gömul galdrakerling í þorpinu, sem vissi um öll ástamál þar og verzlaði með ástardrykki. Sýsluskrifarinn hlaut að vita um það. Hann vissi það. „Gamla Galdra-Rebekka,“ sagði hann. „Hún býr í öðru húsi, frá húsi Gals-hjón- anna.“ Læknirinn rétti henni tvær sifurflorinur. „Eg elska konu og vildi gjarnan fá eitt- hvað, sem gerir hana ástfangna af mér,“ sagði hann. „Æ, það get ég ekki drengur minn. Þú lítur út eins og fuglahræða, og þær verða venjulega ekki ástfangnar af mönnum. eins þ/ << er. „Satt er það, móðir góð, en ég gæti veitt henni allt það silki, sem hún óskaði sér og peninga, eins og hún gæti eytt.“ „Og hver er stúlkan?“ „Frú Gal.“ „Þú getur tínt allar rósir, nema þær, sem þegar hafa verið tíndar.“ Þetta var ein- mitt það, sem læknirinn þurfti að vita. „Hver getur það verið?“ spurði hann. „Páll Magy, vinnumaðurinn. Hún hlýtur að elska hann, því að hún kemur oft hingað og fær ástardrykk hjá mér. I fyrra lét ég hana fá duft af þriggja ára gamalli klifur- plöntu, til að setja í rúmið hans.“ 12 REYKJALUNPUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.