Reykjalundur - 01.06.1954, Blaðsíða 12

Reykjalundur - 01.06.1954, Blaðsíða 12
„Hvað er að, gamli maður?“ spurði læknirinn. „Mér skilst, að fluga hafi bitið yður.“ „liétt er það,“ svaraði bóndinn milli tannanna. „Hverskonar fluga var það?“ „Græn f)uga,“ svaraði hann stuttarlega. „Þér skuluð bara spyrja hann, læknir,“ greip konan framí. „Eg má ekki vera að þessu, ég er með níu brauð inni í ofninum.“ „Allt í lagi, móðir góð,“ sagði læknirinn annars hugar. Hún snéri sér snöggt að hon- um eins og hún hefði verið stungin. „Hvað, — þér eruð nógu gamall til að vera faðir minn,“ sagð'i hún móðguð og ást- leitin í senn. „Þér virðist ekki sjá vel gegn- um þessar rúður, sem þér hafið fyrir aug- unum.“ Hún snéri sér snöggt við og strunsaði hnarreist út með miklum pilsaþyt, ung og hraustleg. Læknirinn fvlgdi henni með augunum. Hún var skrambi lagleg, töluvert yngri en læknirinn og auðvitað miklu vngri, en mað- ur hennar. Hann ætlaði að muldra ein- hverja afsökunarbeið'ni, en hún var horfin áður en hann gat sagt orð. „Jæja, lofið mér að sjá höndina. Er þetta sárt ?“ „Já, það er sárt.“ Læknirinn atlmgaði bólgnu höndina og yfir andlit hans færðist alvörusvipur. „Mjög slæmt, þetta hlýtur að hafa verið eiturfluga.“ „Sennilega," svaraði Jón, án nokkurrar geð'shræringar. „Ég get fullyrt, að ])að var ekki ein af þessum algengu flugum. Það' var fluga, sem hefir komið beint af hræi.“ Lágt blótsyrði var eina svar Jóns Gal við þessum upplýsingum. „Það var heppilegt, að ég kom nógu snemma. Við getum ennþá gert eitthvað. A morgun hefði það verið of seint. Þér hefð- uð verið dauð'ur.“ „Það er undarlegt,“ sagði bóndinn og þrýsti tóbaki í pípu sína með fingrinum. „Blóðeitrun er fljótvirk. Við megum eng- an tíma missa. Þér verðið að herða upp hugann gamli maður. Handleggurinn verð- ur að' fara.“ „Handleggurinn?“ spurði liann undrandi eins og það kæmi ekki til mála. „Já, það er nauðsynlegt.“ Jón Gal sagði ekki orð, hann hristi aðeins höfuðið og tottaði pípuna. „Sjáið þér til,“ sagði læknirinn sannfær- andi, „þetta verður ekki sárt. Eg svæfi yð'ur og þegar þér vaknið aftur, verður yður borgið. Að öðrum kosti verðið þér steindauður um þetta leyti á morgun. Jafn- vel Guð gæti ekki bjargað yður.“ „Æ, ég vil fá að vera einn,“ sagði bónd- inn eins og hann væri orðinn þreyttur á öllu málæð'inu, snéri sér til veggjar og lok- aði augunum. Læknirinn hafði ekki búizt við þessari þrákelkni. Hann yfirgaf herbergið og fór fram til að tala við konuna. „Hvernig líður,“ spurði hún áhugalaust og hélt áfram vinnu sinni til að sýna lækn- inum lítisvirðingu. „Þetta er mjög slæmt. Ég kom til að biðja yður að' fá hann til að samþykkja, að ég taki handlegginn.“ „Guð almáttugur,“ hrópaði hún og varð eins hvít í andliti og svuntan, sem hún var með. „Er það nauðsynlegt?“ „Að öðrum kosti deyr hann innan sólar- hrings.“ Andlit hennar varð rautt aftur, og hún tók í handlegg læknisins, dró hann inn í sjúkraherbergið, stakk höndunum í síðurn- ar og sagði: „Lít ég út fvrir að vera kona, sem gerir sig ánægða með að vera gift örkumla in REYK.IALl'XDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.