Reykjalundur - 01.06.1954, Blaðsíða 26
Borgþór Gunnarsson Íæknir:
Framfarir í handlæknismeðferð
lungnaberkla
Borgþór Guimarsson, læknir, höfundur þessarar eftir-
tektarverðu greinar, starfar nú sem skurðlæknir við
berklaspítala í New York.
Hann lauk embættisprófi í læknisfræði við Iláskóla
íslands, með 1. einkunn, árið 1918. Settur héraðslæknir á
Djúpavogi og Flaley um nokkurra mánaða skeið. Fór til
U.S.A. 1949. Starfaði sem kandidat við Quíncy City
Hospital 1949-—50. Síðan aðstoðarskurðlæknir við Boston
City Hospital í 3 ár, 1950—53. Hlaut þá styrk til frek-
ara skurðlæknisnáms, úr krabbameinssjóði Texasríkis. Að
lokinni dvöl þar, réðst hann sem skurðlæknir að Okla-
homa Sanatorium og starfaði þar, unz hann fékk þá
slöðu í N. Y., sem hann gegnir nú.
Borgþór nýtur mikils álits sem sérfræðingur i skurð-
lækningum og hefir aflað sér mikillar reynzlu og þekk-
ingar, ekki sízt í þeirri grein lækninga, sem ritgerð hans
fjallar um.
Á síðastliðnum 3—5 árum hafa orðið
aldahvörf í lækningum lungnaberkla.
í stað langvarandi hvíldarmeðferða og
loftbrjósts (Pneumothorax) eru nú notaðar
lyflækningar og uppskurðir á lungunum
(resektion) Mögulegt er nú að losa sjúkl-
inga algjörlega við lungnaberkla á tiltölu-
lega skömmum tíma, með brottnámi hins
sýkta hluta. Aðeins litill hluti af lungunum
er skorinn í burtu undir venjulegum kring-
umstæðum. Þetta er kallað „segmental
resektion“, eð'a aðeins segment í daglegu
tali.
Strax og sjúklingur kemur inn á berkla-
liæli er byrjað á lyflækningum, sem standa
yfir í G eða 8 mánuði. Þessi lvf eyða berkla-
bakteríunni og bólgunni, sem hún orsakar
í lungunum.
Þegar röntgenmynd er, sem kallað er,
óbrevtt (stable) með tveggja mánaða milli-
bili, eru sérstakar myndir teknar til að
finna leifar (residue) sjúkdómsins.
Venjulega eru þessar leifar í aftari og
efri hluta lungnanna (apical-posterior seg-
ment). Nú tekur skurðlæknirinn við og
með samþykki sjúklingsins, sker hann þess-
ar leii'ar í burtu.
Eftir slíka aðgerð er sjúklingurinn í flest-
um tilfellum laus við' alla berkla, en til
frekara öryggis, er iyflækningum haldið
áfram í 6 mánuði eða, allt í allt, eitt ár.
Sjúklingurinn er svo útskrifaður og
fjótlega getur hann horfið aftur að sínu
fyrra starfi.
Ilundruð sjúklinga ganga nú árlega und-
ir þennan uppskurð. Sumir eru skornir báð-
um megin (hægra og vinstra brjósthol opn-
að) ef sjúkdómsleifarnar eru í báðum lung-
um.
Fjöldi ungra manna og kvenna ganga
örugg og vongóð undir þennan uppskurð.
Mörgum árum er bjargað' af lífi þessa unga
fólks og þeim er forðað frá líkamslýti
(höggningu), langvarandi heilsuleysi eða
dauða.
Hér haldast lyflækningar og handlækn-
ingar í hendur, því án lyflækninga yrði
24
REYKJALUNDUR