Reykjalundur - 01.06.1954, Blaðsíða 32

Reykjalundur - 01.06.1954, Blaðsíða 32
sem jafnmargt fólk er samankomiÖ, og þeg- ar tillit er tekið til þess, að reglur eru venju- legast ekki vel séðar, þegar þær eiga að marka nokkuð þröngan bás. Stjórnendur hælisins létu sér annt um sjúklingana og ég minnist þeirra ávallt síðan með hlýju í huga. Þó er ekki hægt að gleyma að minnast á eitt, sem ekki var ætíð eins og allir ósk- uðu, en það var maturinn. Voru dvalar- gestir oft hinir æfustu út af matnum, með- an ég dvakli þar, og svo langt gekk í því máli, að þegar fjöldi sjúklinga hafði eitt sinn sameinast að næturlagi um þrásetur á hægðaviðtækjum hælisins, þá var skipuð rannsóknarnefnd úr Reykjavík til að yfir- heyra sjúklingana um mataræðið. Fór það svo, að mig minnir, að sumir vildu bera í bætifláka fyrir mataræðið, en aðrir voru hinir heitustu út í það og endaði það þó á þann hátt, að' allir máttu sæmilega vel við una. Sjúklingunum leið vel eftir því sem um var að gera. Að hinum veikari var hlúð eftir getu og hinir, sem á fótum voru, reyndu að finna sér dægrastyttingu eftir því, sem föng voru á, jafnframt því að hlýða reglum eftir föngum. Fólk skemmti sér við spil og tafl, söng og hljófæraslátt, einkum var mikið teflt og mikið sungið. Farnar voru reglulegar gönguferðir um ná- grennið á milli hvíldartíma og fóru menn ýmist einir með hugsanir sínar, eða tvennt og tvennt gekk saman, eins og nöfnin „ástarbraut“ og „hjónabandsbraut" benda eindregið til. Sumir áttu ekki afturkvæmt lifandi frá Vífilsstöðum, en margir fóru líka heim heil- ir heilsu. Forlögin réðu því, eins og öð'ru. Suinir gárungar kölluðu hælið „Hótel Vífilsstaðir“, og ég veit ekki nema það' hafi verið að sumu leyti réttnefni. Dvalar- gestir komu og fóru og reynt var að láta þeim öllum líða eins vel og kostur var á. Eg vil enda þessi fátæklegu orð, sem ég var beðinn að skrifa í S.Í.B.S.-blaðið um veruna á Vífilsstöðum fyrir rúmum 80 ár- um með eftirfarandi sögu: A þessum árum gekk yfir Vífilsstaða- hæli ljósmyndadella, sem gekk æði næst. Allir reyndu að eignast myndavél og filmur og teknar voru amatörmyndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Þó var aðalmynd- in oftast þannig, að maður eða stúlka sátu við borð', blómavasi var öðrum megin \áð andlitið, en íslenzki fáninn á stöng hinum megin, og svo var tekin myndin af manni með hönd undir kinn, starandi augum eitt- hvað út í loftið, eins og maður væri að hugsa um eitthvað háfleygt, sem í rauninni var ekki annað en að reyna að líta sem bezt út á myndinni. Eg fékk líka þetta æði og eitt kvöld í myrkri stalst ég úr hvílupokanum nið’ur á tún til þess að taka mynd af hælinu i myrkrinu. Eg lét ljós- opið vera opið í hálfan tíma og fór svo til baka aftur. Fvrir þetta lenti ég í yfir- heyrslu hjá vini mínum, yfirlækni Helga Ingvarssyni, sem krafðist loks að fá eitt eintak af myndinni, sem sekt fyrir að brjóta reglurnar. Og viti menn. Myndin tókst. Hælið sást að vísu ekki sjálft fyrir myrkri, en ljóshafið út um gluggaraðirnar á byggingunni kom mjög vel fram. Mynd- ina á ég ennþá og tel hana dálítið tákn- ræna. Ljóshafið út um gluggana á hælinu, sem lýsti út í myrkrið' fyrir utan. — Voru ekki einmitt Vífilsstaðir, og síðar einnig Kristneshæli, ljósvitarnir, sem lýstu i myrkri því, sem hinn hvíti dauði hafði orsakað um áraraðir með herferð sinni um landið? Voru ekki þessir ljósvitar upphafið að allsherjar-mótspyrnuhreyfingunni, sem síðar skapaðist til að leggja hinn hvíta dauða að velli, með jafn góðum árangri og þegar hefir komið í Ijós? JÓN NORÐFJÖRÐ 30 REYKJALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.