Reykjalundur - 01.06.1954, Page 34

Reykjalundur - 01.06.1954, Page 34
Fulltríiar á 0 Inngi S.l.B.S. Níunda þing SÍBS Níundii þing S.ÍB.S. var haldið að Beykjalundi dagana 3.—5. júní í sumar. Forseti sambandsins, Maríus Helgason, setti þingið með ræðu. Bauð hann þing- fulltrúa og gesti velkomna. Þá taldi hann upp þau mál, er mest haíði verið unnið að, síðan sambandsþing var síðast haldið. Gat hann einkum hinna tveggja fullkomnu vinnuskála, er reistir hafa verið að Reykja- lundi og taldi þá beztu vinnustaði, sem þekktust hérlendis. Minntist hann séra Hálfdáns Helgason- ar, prófasts að Mosfelli, er lézt s. 1. vetur, og bað þingheim rísa úr sætum og votta hinum látna virðingu sína. Þórður Benediktsson kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu forseta og tilkynnti þing- heimi, að félögin að Reykjalundi, Vífils- stöðum og Reykjavík mundu afhenda sam- bandinu stóran silkifána að gjöf. Halldór Þórhallsson, formaður Berklavarnar í Reykjavík, mælti því næst nokkur orð og afhjúpaði og afhenti forseta fánann. A þinginu voru mættir 83 fulltrúar frá 10 sambandsdeildum. Forseti þingsins var kjörinn Jónas Þorlærgsson, 1. varaforseti 32 HEVKJALUNDUR

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.