Reykjalundur - 01.06.1954, Page 35
Steindór Steindórsson, 2. varaforseti Hjörn
Bjamason. Því næst voru kosnar fasta-
nefndir þingsins og framkomnum tillögum
vísað til nefnda.
Forseti sambandsins, Maríus Helgason,
flutti skýrslu sambandsstjómar.
Gjaldkeri S.Í.B.S, Björn Guðmundsson,
flutti skýrslu um fjármál sambandsins, fvr-
ir árin 1952—1953. Um áramót (1953—
1954) hafði sambandið bvggt fyrir 12 milj.
og 690 þúsund krónur og voru skuldir þá
2 miljónir og 452 þúsund krónur.
Þórður Benediktsson, framkvæmda-
stjóri flutti skýrslu Vöruhappdrættis
S.f.B.S. Tekjurnar urðu kr. 7.900.467.00
bæði árin. Miðasala í Vöruhappdrættinu
liefir farið ört vaxandi og mun það einkum
að þakka hækkun aðalvinninga og fjölgun
liinn smærri, ásamt skattfrelsi vinning-
anna.
Laufey Þórðardóttir, formaður Illífar-
sjóðs, flutti skýrshi sjóðsstjórnar. v
Gunnlaugur Stefánsson, framkvæmda-
stjóri, flutti skýrslu um rekstur Vinnu-
stofanna að Kristneshæli. Skortur var
heppilegra verkefna og því nokkur halli á
rekstri Vinnustofanna, cn úr því hefir ræzt
og liggja nú fleiri verkefni fvrir en áður.
Árið 1952 voru unnar 8954f4 vinnustund,
en árið 1953 9349 vinnustundir.
Árni Einarsson framkvæmdastjóri, flutti
skýrslu D.N.T.C. —Norræna berklavarna-
sambandsins Hann flutti einnig skýrslu
Vinnuheimilisins að Reykjalundi.
Árið 1952 varð reksturshalli á Vinnu-
heimilinu kr. 218 þúsund. Árið 1953 varð
reksturshagnað'ur kr. 142 þiisund. Seint á
árinu 1952 voru keyptar plastiðjuvélar og
telur Vinnuheimilisstjórnin, að sú ráð'stöf-
un verði til mikilla hagsbóta fvrir Vinnu-
heimilið í framtíðinni.
Oddur Olafsson, yfirlæknir, ræddi stofn-
un Reykjalundar og rekstur heimilisins.
Fluttar voru skýrslur sambandsfélaga,
Forseti S.Í.B.S. sefur
f>. ])ivr/ sambandsins.
33
REVKJALUNDUIt