Reykjalundur - 01.06.1954, Side 47

Reykjalundur - 01.06.1954, Side 47
7« fundur D.N.T.C Hinn árlegi stjómarfundur Norræna berklavarnasambandsins var í ár haldinn í Stokkhólmi dagana 21. og 22. júní. Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmeð- limir: Urban R'ansen og Henning Trudslev frá Danmörku, Vainö Pitkánen og Kalevi Vatanen frá Finnlandi, Knut Willoch og Terje Hansen frá Noregi, Einar Hiller og Alfred Lindahl frá Svíþjóð, Árni Einarsson og Júlíus Baldvinsson frá Islandi. Einnig sátu fundinn, sem gestir, Sigfrid Jonsson og Ture Edblom frá Svíþjóð. Þegar lokið var venjulegum aðalfundar- störfum og skýrslur landssambandanna höfðu verið fluttar, hófust umræður um hin ýmsu dagskrármál. Helztu málin, sem tek- in voru til meðferoar, voru þessi: 1. Vandamál kroniskra berklasjúklinga. 2. Barklaveikt vandræðafólk. 3. Vandamál berklaveikra kvenna. 4. Vinnan og berklasjúklingurinn. 5. Húsnæðisvandamálið. Þó segja megi að fundarstörfum væri hraðað fullmikið voru umræður um málin all-ítarlegar. Fulltrúarnir reyndu að gefa. sem gleggstar upplýsingar um starf og reynslu sambandanna. Viðfangsefnin eni að vísu svipuð í hverju landi, en aðstæður nokkuð mismunandi. Einna athyglisverðastar þóttu okkur umræður um dagskrárliðinn: Vinnan og berklasjúklingurinn. — í sjúkrahúsum og heilsuhælum er í vaxandi mæli litið á vinn- una sem mikilsverða læknisaðferð. Sú vinna er ekki miðuð við hvað sjúklingur- inn getur „haft upp úr sér£í. Bætt heilsa er keppikeflið. I vinnuheimilum og öðrum svipuðum stofnunum er áherzla lögð á vinnuþjálfun og nám. Reynt er að kenna sjúklingnum nýtt starf, ef fyrri atvinna ekki hentar heilsu hans. Atvinnuútvegun — að sjúklingurinn komist á nýjan leik „út í lífið“ er loka- takmarkið. Að ósk okkar Islendinganna var rætt um: Sjúklingaskipti milli heilsuhæla á Norðurlöndum. — Var málinu vel tekið. Lagði Einar Hiller til að fulltriumum væri falið að leita álits heilsuhælislækna á Norð- urlöndum um málið og taka málið fvrir á grundvelli þess álits á næsta ársfundi D.N.T.C. — Var tillaga ])essi samþykkt. Skrifstofa. D.N.T.C. verður framvegis á vegum danska sambandsins í Kaupmanna- höfn. — Urban Hansen var endurkosinn formaðnr og Henning Trndslev ritari. Næsti fundur D.N.T.f’. verður haldinn sumarið 1955 í Finnlandi. áe/jb --------------------------------------------------------------------------------- Brostnir hlekkir. Undanfarin tvö ár, liefir enginn þeirra, er framarlega standa innmi smntaka S.Í.B.S., fallið fyrir s-igð dauðans. Má vafalaust þakka það lumnn nýju berklalyfjum og fullkomnan skwrð- aðgerðum. k_____________________________________i__________________________________________/ HEYKJALUNDUR 45

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.