UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 4
4 | UTBLAÐIÐ
Íslendingar eru í hópi þeirra
þjóða sem hvað best nýta sér
upplýsingatæknina og með hverju
árinu sem líður leikur tæknin
stærra hlutverk í daglegu lífi okk-
ar. Opnast hefur aðgangur að gíf-
urlegu magni upplýsinga og þjón-
ustu bæði frá opinberum aðilum
og fyrirtækjum. Um leið eru sam-
skipti manna í millum fjölbreyttari
og auðveldari en nokkru sinni
fyrr. Upplýsinga- og fjarskipta-
tækni hafa fært okkur þessi nýju
tækifæri og auknu lífsgæði.
Dagur upplýsingatækninnar,
UT-dagurinn, verður haldinn í
fyrsta sinn 24. janúar 2006. Hon-
um er ætlað að vekja athygli á
tækifærum Íslendinga á sviði upp-
lýsingatækni, upplýsingatækniiðn-
aðar og fjarskipta. Að honum
standa forsætisráðuneyti, iðnaðar-
og viðskiptaráðuneyti, samgöngu-
ráðuneyti og fjármálaráðuneyti í
samstarfi við Póst- og fjarskipta-
stofnun, Samtök upplýsingatækni-
fyrirtækja og Skýrslutæknifélagið.
Ýmsir viðburðir og kynning
á UT-deginum:
• Ráðstefna um áhrif og ávinning,
framtíðarsýn og áhugaverð
verkefni stjórnvalda á Nordica
hóteli á UT-deginum undir yfir-
skriftinni Tæknin og tækifærin.
Á dagskrá verða m.a. erindi
ráðherra í ráðuneytum sem
koma að verkefninu og áhuga-
verð erindi fulltrúa upplýsinga-
tækni- og fjarskiptafyrirtækja.
• Opnaður verður nýr vefur um
upplýsingatækni: www.utvef-
ur.is. Ráðstefnan verður sent út
beint á vefnum og unnt er að fá
þar upplýsingar um dagskrá
hennar.
• Gefið verður út kynningarefni í
tilefni dagsins: Tölfræðileg sam-
antekt um íslenska upplýsinga-
samfélagið frá Hagstofunni og
bæklingur um upplýsingatækni
frá Upplýsingu, félagi bóka-
safns- og upplýsingafræða.
Vonir standa til þess að á UT-
dagurinn stuðli að því að upplýsa
landsmenn enn frekar um öll þau
tækifæri sem upplýsinga- og fjar-
skiptatækni skapar varðandi opin-
bera þjónustu, menntun, verslun
og afþreyingu og auki jafnframt
þekkingu og áhuga á verkefnum
stjórnvalda og málefnum upplýs-
ingatækniiðnaðarins. UT-blaðið er
mikilvægur liður í að koma til al-
mennings upplýsingum sem
tengjast UT-deginum og upplýs-
ingatækni yfirleitt.
Tæknin og tækifærin
– eftir Guðbjörgu Sigurðardóttur, formann verkefnisstjórnar
um upplýsingasamfélagið í forsætisráðuneyti
Guðbjörg Sigurðardóttir.
Stjórnarráðið við Lækjargötu.
Ég er stolt af því að upplýsinga-
tæknidagurinn er nú haldinn í
fyrsta sinn á Íslandi, að frum-
kvæði iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytis.
Ísland er ávallt í fremstu röð
samkvæmt hinum ýmsu könnun-
um þar sem borinn er saman ár-
angur þjóða heims og fjölmörgum
sviðum. Skýringarnarnar eru m.a.
þær að á liðnum árum hafa
stjórnvöld beitt sér fyrir miklum
skipulagsbreytingum og endur-
bótum á íslensku atvinnu- og
efnahagslífi. Má þar nefna að fjár-
málamarkaður hefur gjörbreyst,
markvisst hefur verið unnið að
því að draga hið opinbera úr
samkeppnisrekstri, stjórnsýslan
hefur verið gerð skilvirkari, leik-
reglur atvinnulífsins hafa verið
bættar, erlend fjárfesting hefur
aukist og svo má lengi telja.
Viðamikill þáttur í bættri sam-
keppnisstöðu Íslands á undan-
förnum árum er sú áhersla sem
lögð hefur verið á aukna nýsköp-
un. Ríkisstjórn Íslands hefur sýnt
vilja sinn til þessara mála í verki
og ákvað m.a. nú nýlega að auka
fjármagn til Nýsköpunarsjóðs um
2,5 milljarða króna í áföngum til
ársins 2009. Þá hefur með tilkomu
Tækniþróunarsjóðs árið 2004
náðst samfella í opinberum stuðn-
ingi frá því að hugmynd að vís-
indarannsóknum verður til og
fram til þess að ný söluhæf afurð
er tilbúin til markaðssetningar.
Íslensk stjórnvöld hafa ekki í
hyggju að láta staðar numið held-
ur halda áfram að skapa hér á
landi þau skilyrði sem greitt geta
fyrir vexti íslensks upplýsinga- og
hátækniiðnaðar. Um það höfum
við átt ágætt samstarf við hags-
munaaðila í geiranum. Mig langar
í þessu samhengi til að nefna að á
Iðnþingi í mars s.l. fékk ég afhent
tilboð Samtaka upplýsingatækni-
fyrirtækja til stjórnvalda, sem
nefnt er „Þriðja stoðin“. Markmið
tilboðsins er að upplýsingatækni
verði meginstoð í verðmætasköp-
un og gjaldeyristekjum Íslands
árið 2010. Ég kynnti tilboðið í rík-
isstjórn þann 16. desember s.l. og
þar var samþykkt að erindi er
varða framgang þess yrði sent til
fagráðuneyta sem fara með við-
komandi málaflokka. Er við-
bragða að vænta á næstunni.
Síðastliðið vor skipaði ég
starfshóp um fjármögnun nýsköp-
unar. Hann skilaði tillögum til
mín í lok síðasta árs. Þær beinast
aðallega að skattalegum umbót-
um sem fulltrúar fjármálamarkað-
arins telja nauðsynlegar til þess
að auka aðgang nýsköpunarfyrir-
tækja að áhættufjármagni. Veiga-
mesta tillagan lýtur að því að
virkja samlagshlutafélagaformið
sem vettvang þar sem ólíkir fjár-
festar geta komið saman til þess
að fjárfesta í nýsköpun. Þá er til-
laga sem miðar að því að auð-
velda þátttöku lífeyrissjóða í sam-
lagshlutafélögum. Þriðja tillagan
fjallar um þróunartíma nýsköpun-
arfyrirtækja og þau markmið laga
um virðisaukaskatt að veita fyrir-
tækjum nægan aðlögunartíma til
uppbyggingar. Fjórða og síðasta
tillagan fjallar um skattaívilnanir
til tæknifyrirtækja sem stunda
rannsóknar- og þróunarstarfsemi.
Niðurstaða starfshópsins var
kynnt í ríkisstjórn í desember s.l.
og um þessar mundir eru í gangi
viðræður forsætisráðuneytis, fjár-
málaráðuneytis og iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytis um tilögurnar.
Vænti ég þess að niðurstöðurnar
muni skila okkur því að almenn
starfsskilyrði fyrirtækja hér á landi
muni enn batna, ekki hvað síst
fyrir fyrirtæki í hátækniiðnaði.
Íslendingar hafa öll tækifæri til
þess að standa í fararbroddi með-
al þjóða heims hvað varðar upp-
byggingu og vöxt upplýsinga-
tæknigreina. Við höfum ágæta
innviði, mikinn metnað og nýj-
ungagirni auk framúrskarandi
fólks sem býr yfir mikilli þekk-
ingu og hæfileikum. Alla þessa
orku þarf að virkja og með því að
almenningur, atvinnulíf og opin-
berir aðilar leggist öll á sömu
sveif er ég þess fullviss að tæki-
færi tækninnar verði nýtt til að
bæta íslenskt samfélag.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Tækni og nýsköpun auðga
og bæta íslenskt samfélag
– eftir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra