UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 22

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 22
22 | UTBLAÐIÐ Árið 2004 lauk samstarfsverkefni nokkurra ríkisstofnana og fyrir- tækja í einkaeigu um frumgerð að tölvukerfi sem nefndist „Sam- ræmdur gagnagrunnur um náttúru Íslands“, eða Náttúruvefsjá í dag- legu tali. Verkefnið hlaut í upp- hafi RANNÍS- styrk árið 1999 og var hann síðar framlengdur. Þessi frumgerð sýndi að hægt væri að birta fjölbreytt gögn um eðli ís- lenskrar náttúru á landi, sjó og vatni í margmiðlunarviðmóti á Vefnum og var þar bæði miðað við þarfir almennings og sérfræð- inga. Kerfið var smíðað með það fyrir augum að opinberar stofnan- ir gætu miðlað gögnum í al- mannaeigu sem víðast um samfé- lagið í anda þeirrar upplýsinga- stefnu sem stjórnvöld hafa mark- að. Verkefnið um gagnagrunn um náttúru Íslands snerist um að þróa og þaulreyna frumgerð að sam- ræmdum, dreifðum gagnagrunni, og reyndist ómetanlegt öllum samstarfsaðilum við framþróun gagna- og upplýsingamála. Meðal stofnana sem nutu góðs af verk- efninu má sérstaklega nefna Orkustofnun, sem í framhaldi af þessu verkefni, og að hluta sam- hliða því, kom sér upp öflugri Gagnavefsjá í samvinnu við Ís- lenskar orkurannsóknir. Hún er aðgengileg á íslensku og ensku á heimasíðunni http://www.gagnavefsja.is og frá heimasíðum stofnananna. Gögn í hálfa öld Gagnavefsjá veitir aðgang að gögnum um náttúru og auðlindir Íslands sem Orkustofnun og Ís- lenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafa safnað í yfir 50 ár. Allt frá ár- inu 1989 hefur verið unnið að því að vista gögnin í gagnagrunni og gera þau þannig aðgengileg sér- fræðingum sem vinna á þessum stofnunum. Með tilkomu hugbún- aðar sem gerir gögn aðgengileg á landfræðilegan hátt um Vefinn var árið 2003 hafist handa við að hanna Gagnavefsjá og var verk- efnið að hluta fjármagnað með styrk frá fjármálaráðuneytinu til að efla íslenska upplýsingasamfé- lagið. Gagnavefsjáin var síðan formlega opnuð af iðnaðarráð- herra á ársfundi Orkustofnunar 24. mars 2004. Síðla árs 2005 hófst svo samstarf á þessu sviði við Umhverfisstofnun (UST). Með Gagnavefsjá er hægt að nálgast upplýsingar á kortagrunni sem varða rannsóknir á vatnafari landsins, jarðfræði, jarðhita, orku- notkun og náttúruvernd og jafn- framt ýmis staðfræðigögn, svo sem vegi og hæðarlínur. Hægt er að leita í og teikna upp landfræði- lega dreifingu mismunandi gagna- hópa og setja hin ýmsu gögn í mismunandi samhengi. Þannig er hægt að nálgast skýrslur sem Orkustofnun og ÍSOR hafa gefið út á pdf-formi, nokkuð af ljós- myndum, dýptarkortum stöðu- vatna og ótal margt annað. Gögn- in birtast á hæðarlínu- og vatna- grunni Landmælinga Íslands. Mest af þeim upplýsingunum sem aðgengilegar eru um Gagna- vefsjá eru gögn í opinberri eigu eða hefur verið aflað fyrir ríkis- framlög en nokkuð af gögnum eru í eigu orkufyrirtækja og ann- arra, og eru þau birt í Gagnavefsjá með góðfúslegu leyfi þeirra. Á upphafssíðu Gagnavefsjár er hægt að skoða uppruna og heimildir mismunandi gagnaflokka og þar er einnig tekið fram ef frekari notkun eða tilvísun í upplýsingar er háð leyfi þeirra sem til hafa kostað. Fyrir almenning og sérfræðinga Annars vegar veitir Gagnavefsjá sérfræðingum sem vinna að rann- sóknar- og eftirlitsstörfum hjá Orkustofnun, ÍSOR og Umhverfis- stofnun auðveldari yfirsýn og að- gengi að gögnum og hins vegar er Gagnavefsjá ætlað að gefa al- menningi kost á að nálgast ýmsar áhugaverðar upplýsingar um nátt- úru og auðlindir landsins. Gagna- vefsjá hefur og mun í framtíðinni stuðla að opnu vísindasamfélagi á Íslandi þar sem stofnanir og fyrir- tæki fá aðgang að gögnum hvers annars. Dæmi um þetta er sam- vinna við Lagnaval (www.lagna- val.is), Landbúnaðarháskóla Ís- lands og Veðurstofu Íslands. Vonast er til að Gagnavefsjá eigi eftir að nýtast nemendum grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ávinningurinn af verkefninu hefur helst komið fram sem mikill hvati til að gera meira af gögnum Orkustofnunar, ÍSOR og Umhverf- isstofnunar aðgengileg á korta- grunni á skipulegan hátt. Einnig hefur það stuðlað að beinu sam- starfi stofnana. Verkefnið hefur verið kynnt innanlands og utan og hefur í kjölfarið orðið vakning í þessum efnum hjá sambærileg- um opinberum þjónustu- og rann- sóknaraðilum. Einnig hefur aukist skilningur á mikilvægi þess að gera gögn og upplýsingar að- gengileg og hvernig slík birting gagna hefur vakið athygli á stofn- ununum og bætt ímynd þeirra. Á síðastliðnu ári var Gagnavefsjá valin fulltrúi Íslands, í flokki vís- inda, í landskeppni nýmiðlunar- keppni Sameinuðu Þjóðanna (World Summit Award). Sam- keppnin var skipulögð undir merkjum leiðtogafundar Samein- uðu Þjóðanna um upplýsingasam- félagið með það að markmiði að brúa bilið milli þeirra þjóða sem skammt og langt eru komnar með að notfæra sér upplýsingatækni. Það er við hæfi á UT-degi hins opinbera að stíga fram fyrir skjöldu og bjóða stjórnendum op- inberra stofnana að spara sér allt að 20% af rekstrarkostnaðar við upplýsingatækni með útvistun UT-verkefna til einkaaðila. Slíkt hagræði í rekstri hins opinbera myndi jafnframt fjölga til muna störfum í hátækniiðnaði og auka jafnt vöxt sem velgengni íslenskra UT-fyrirtækja. Ríkisvæðing upplýsingatækni Hið opinbera hefur á undanförn- um 10 árum hætt beinum afskipt- um af rekstri fyrirtækja í flestum atvinnugreinum. Þar má nefna byggingariðnað, fjarskipti, fjár- málaviðskipti og sjávarútveg. Þessi einkavæðing fyrirtækja og viðfangsefna ríkisins, ásamt hag- stæðu og kraftmiklu samkeppn- isumhverfi, er ein helsta ástæðan fyrir hagsæld og góðum lífskjör- um á Íslandi í dag. En lengi má gott bæta. Ein atvinnugrein hefur nefnilega að mestu orðið útundan í þessu ferli og það er íslenskur upplýsingatækniiðnaður þar sem umsvif hins opinbera eru gríðar- lega umsvifamikil og fara ört vax- andi. Ríkisvæðing UT-verkefna er útbreidd og almenn öfugþróun. Þessari staðreynd átta sig fáir á. Kannski er ástæðan sú að umsvif ríkisins í upplýsingatækni eru mjög dulin að því leytinu til að ríkið rekur engin upplýsinga- tæknifyrirtæki, heldur fer þessi starfsemi fram í hundruðum tölvudeilda á vegum ráðuneyta og opinberra stofnana. Loforð og efndir Tæpur áratugur er liðinn síðan stjórnvöld ákváðu að einkavæða Skýrr hf. Fyrirtækið var í kjölfarið selt og stjórnvöld mótuðu mjög framsækna stefnu um að efla upplýsingasamfélagið, styðja við greinina í hvívetna, fjölga störfum og leita til einkaaðila í stóraukn- um mæli með hvers konar UT- þjónustu. Stjórnvöld hafa síðan bætt um betur og mótað sér mjög ákveðna einkavæðingarstefnu varðandi opinber innkaup, hag- ræðingu og sparnað í opinberum rekstri þar sem er meðal annars kveðið skýrt á um að leita skuli til einkaaðila þegar um er að ræða verkefni sem eru jafn vel eða bet- ur leyst af þeim en ríkinu. Efndir góðra fyrirætlana stjórnvalda skipta UT-iðnaðinn miklu máli því upphæð þeirra UT-verkefna, sem ríkið sinnir á eigin spýtur, nemur milljörðum króna á árs- grundvelli. UT-þjónusta ríkisins veltir tug- milljörðum króna Íslenskur upplýsingatækniiðnaður velti í heild um 85 milljörðum króna árið 2004 þegar litið er til fjarskipta, hugbúnaðarþróunar, vélbúnaðarsölu og tengdrar þjón- usta. Þessi upphæð var sjálfsagt nær 100 milljörðum árið 2005. Sérfræðingar telja að í rauninni sé íslenskur UT-iðnaður að velta hátt í 200 milljörðum króna þegar tek- ið er tillit til þess að meirihluti UT-fólks og UT-starfsemi í land- inu er ekki hjá sjálfstæðum fyrir- tækjum í greininni, heldur í tölvu- deildum innan fyrirtækja og stofn- ana.Varlega áætlað má telja að liðlega fjórðungur þessarar veltu fari gegnum opinberar stofnanir eða um 50 til 60 milljarðar króna. Það er alltof hátt hlutfall.Til að bæta gráu ofan á svart eru svo opinberar stofnanir stórtækar í hörkusamkeppni við einkafyrir- tæki, misnota þar markaðsráðandi stöðu sína og þverbrjóta sam- keppnislög í krafti skattaívilnunar og einkaréttar. Um þetta hafa fall- ið úrskurðir og dómar, til dæmis hjá Samkeppniseftirlitinu. Einkavæðing UT-verkefna Með brotthvarfi ríkisins úr upplýs- ingatækni myndu fyrirtæki í grein- inni styrkjast til mikilla muna og eiga meira erindi út í hinn stóra heim. Hvati skapast við þróun lausna sem hægt er að bjóða sem útflutningsvörur. Skatttekjur aukast, velmenntuðu fólki bjóðast störf og greinin getur lagt enn meira af mörkum til að skapa frá- bær lífskjör á Íslandi. Ríkið hefur nú tækifæri til að spara umtals- verða fjármuni í rekstri á skömm- um tíma svo nemur milljörðum króna á ársgrundvelli. Nýverið ákvað Skýrr að gera fjórum ráðu- neytum fjármála, dómsmála, heil- brigðis og samgöngu tilboð í rekstur tölvudeilda fjögurra stofn- ana og lækka rekstrarkostnað þeirra um 20 prósent. Ástæða er til að framlengja þetta tilboð til annarra opinberra stofnana. Skýrr skorar hér með á stjórnendur op- inberra stofnana að kanna málið í þaula, leita tilboða og fá það stað- fest að með útvistun UT-verkefna til einkaaðila geta þeir svo sann- arlega lækkað UT-rekstrarkostnað um allt að fimmtung. Hvaða stjórnandi tekur ekki fegins hendi við slíku kostaboði? Má bjóða ykkur 20% sparnað? – eftir Hrein Jakobsson, forstjóra Skýrr hf.  Hreinn Jakobsson.  Höfuðstöðvar Skýrr hf. Gagnavefsjá fyrir náttúru og auðlindir Íslands – eftir Helgu Barðadóttur, kynningarfulltrúa Orkustofnunar  Helga P. Finnsdóttir, Helga Tulinius og Steinunn Hauksdóttir voru við- staddar verðlaunaafhendingu í landskeppni Sameinuðu þjóðanna í ný- miðlun (World Summit Award) í maí 2005. Gagnavefsjáin var fulltrúi Íslands í flokki vísinda í keppninni.  Gagnavefsjá Orkustofnunar http://www.gagnavefsja.is

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.