UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 16

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 16
16 | UTBLAÐIÐ Hver vill ekki hafa allar heimsins upplýsingar aðgengilegar frá skrif- borðinu sínu? Netið er miðillinn sem allir sækja í og því mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að menn- ingararfurinn okkar sé líka að- gengilegur á Netinu með öllu hinu sem þar er að finna. Lands- bókasafn Íslands-Háskólabóka- safn hefur að undanförnu unnið markvisst að því að koma íslensk- um menningararfi í stafrænt form og gera hann aðgengilegan utan veggja safnsins. Safnið hefur skil- greint sig sem þekkingarveitu og mikilvægur þáttur í þeirri stefnu er að gera íslenskt efni aðgengi- legt á Vefnum. Þróun stafræns þjóðbókasafns er mikið verkefni og talsvert góður grunnur hefur orðið til á nokkrum árum. Hið eina sem notandinn þarf er nettengd tölva og síðan á leiðin að liggja á nýjan vef Landsbóka- safnsins www.bok.hi.is sem geymir lykilinn að allri þeirri þekkingu sem komin er í stafrænt form. Á vef Landsbókasafns er nú þegar meira en ein milljón síðna aðgengileg í stafrænu formi. Þar má nefna efni sem tengist Íslend- ingasögum, bæði handritum og prentuðu efni, á vef sem kallast Sagnanetið http://www.sagna- net.is. 350 forn kort má finna á vefnum http://kort.bok.hi.is/. Inn- an skamms verða öll blöð og tímarit, sem komið hafa út á ís- lensku fyrir árið 1920, komin á vefinn http://timarit.is. Talsvert af handritum og gömlum íslenskum bókum, sem eru óðum að slitna og verða úr sér gengnar af mikilli notkun í safninu, hafa einnig ratað á Vefinn. Nú má spyrja af hverju safnið takmarki sig við svona gamalt efni. Við því er ein- falt svar: Safnið má ekki setja efni á Vefinn nema eigendur höfund- arréttar veiti heimild til þess. Und- antekningin er Morgunblaðið sem hefur gert samning við safnið um að mynda allt blaðið og er ætlun- in að allt Morgunblaðið frá 1913- 2000 verði komið á Vefinn á þessu ári. Við myndvinnslu á texta er beitt tækni sem kölluð er ljóskennsl. Hún gerir texta í staf- rænum myndum leitarhæfan og þannig er hægt að leita eftir orð- um og orðahlutum, sem auðveld- ar mjög alla notkun efnisins. Vefir afritaðir og varðveittir Enn eitt spennandi verkefni sem safnið vinnur að er söfnun á ís- lenska vefnum. Landsbókasafn af- ritar öll íslensk lén þrisvar á ári og efnið sem þannig safnast er varð- veitt á Landsbókasafni til síðari tíma notkunar. Nokkrir vefir verða afritaðir oftar, einkum þeir sem breytast oft, svo sem frétta- vefir. Í vor verður farið að safna efni sem snertir afmarkaða efnis- flokka og verður byrjað með því að þaulsafna efni sem tengist sveitarstjórnarkosningunum. Hvað svo? Það er markmið safnisins að koma á fót íslensku stafrænu þjóðbókasafni sem er opið öllum heiminum gegnum Netið. Með einni leitargátt á vef- svæði safnsins verður hægt að fá upplýsingar um hvaðeina sem hefur verið skrifað á íslensku um hvert viðfangsefni, t.d. byggðar- lag, einstakling eða hvert það málefni sem ber á góma í umræð- unni. Allt á þetta að verða leitar- hæft með einni samhæfðri leit. Bækur, tímarit og prentað efni er í vinnslu en annað efni, svo sem hljóð og myndir, ætti einnig heima í þessu stafræna þjóðbóka- safni. Lýst eftir styrktaraðilum! Landsbókasafn hefur unnið þessi verkefni að mestu leyti fyrir styrki og nú er mikill áhugi á að koma upp annarri vinnslulínu fyrir staf- ræna eftirgerð utan Reykjavíkur, til dæmis á Akureyri. Það efni sem mest þykir vanta í stafræna þjóðbókasafnið eru gömlu dag- blöðin: Tíminn, Alþýðublaðið, Þjóðviljinn og Dagur við hlið Morgunblaðsins. Okkur vantar styrktaraðila sem tækju að sér að kosta myndun á ofangreindum blöðum og einnig á landsmála- blöðunum, bæði gömlum og nýj- um, sem geyma mikilvægar upp- lýsingar um byggðir landsins. Landsbókasafn Íslands-Há- skólabókasafn er ein mikilvægasta þekkingarveita landsins. Þar er tæknin og þekkingin til staðar til að gera Ísland að fyrsta landi í heimi sem hefur komið öllu sínu eldra menningarefni í stafrænt form og gert það aðgengilegt um veraldarvefinn. Þetta er hægt - en aðeins með auknum stuðningi við verkið. Með Bókhlöðuna á borðinu hjá þér – eftir dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, landsbókavörð Virkjum alla - rafrænt samfélag er þriggja ára átaksverkefni Húsavík- urbæjar, Aðaldælahrepps og Þing- eyjarsveitar sem hlaut styrk frá Byggðastofnun árið 2004. Aðal- samstarfsaðilar eru Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga og Sparisjóður Suður-Þingeyinga, ásamt ANZA hf sem er helsti tæknilegi lausnarað- ili verkefnisins, Idega og Auð- kenni ehf. Markmið verkefnisins er tvíþætt; annars vegar að auka þekkingu íbúa á upplýsingatækni með fjölbreyttu úrvali tölvunám- skeiða, hins vegar að færa þjón- ustu sveitarfélagana í rafrænt form og gera íbúum þannig kleift að sinna erindum sínum á þjónustu- torgum sem opnuð verða á vef- síðunni: www.skjalfandi.is. Verk- efnið skiptist í nokkra þætti sem miða allir að markvissri uppbygg- ingu hins rafræna samfélags. Settir voru á laggir vinnuhópar um ein- staka verkþætti. Þar störfuðu yfir sextíu manns og skiluðu þeir nið- urstöðum sem notaðar voru við skipulagningu á þjónustu veftorg- anna. Helstu þættir verkefnisins Virkj- um alla Fjarskipti og tæknileg grunngerð Möguleikar til nettenginga eru ákaflega misjafnir í Þingeyjarsýslu og hallar þar mjög á fyrir þá sem búa utan þéttbýliskjarna. Við gerð verkáætlunar Virkjum alla var gert ráð fyrir að öll heimili landsins gætu fengið ISDN tengingu en all- ir vita að sú þjónusta dugar skammt. Ein af megináherslum Virkjum alla er því að þrýsta á fjarskiptafyrirtæki og stjórnvöld að sinna uppbyggingu fjarskiptaþjón- ustu. Tækniþróunin hefur gert þjónustufyrirtækjum kleift að bjóða ódýrari lausnir en áður og hefur eMax riðið þar á vaðið á verkefnasvæðinu. Þá gerði verk- efnisstjórn nýlega samstarfssamn- ing við Símann um tilraunir með þráðlaust netsamband með nýrri tækni sem kallast WiMax. Fræðsla og þekking Stefnt er að því að uppræta hræðslu og kunnáttuleysi og gefa íbúum tækifæri til þess að nýta kosti upplýsingatækninnar sér og sínum til framdráttar. Virkjum alla hefur skipulagt fræðsludagskrá í samráði við Fræðslumiðstöð Þing- eyinga sem tók að sér umsjón með tölvunámskeiðum fyrir íbúa. Eldri kynslóðin fær sérstaka að- stoð frá nemendum í grunnskól- unum í héraðinu, á námskeiðum sem kallast „Kynslóðabrúin“. Þar snýst hlutverkaskipanin við og yngri kynslóðin leiðbeinir þeim eldri við að læra á tölvuna og rata um Netið. Þá munu íbúar hafa að- gang að fjarnámi með gagnvirku kennsluefni um tölvunotkun á Fræðslutorgi, þar sem leitast er við að gera námið áhugavert og skemmtilegt. Stuðst var við vefnámskeið hannað af Mennta- smiðju kvenna og spannar það allar helstu aðgerðir sem tölvu- notendur þurfa að kunna skil á, ásamt þjálfun í notkun Netsins við að rata um völundarhús Veraldar- vefsins. Virkjum alla keypti tíu fartölvur sem fluttar eru á milli staða í sér- stökum ferðakössum og segja má að nú sé hægt að halda námskeið við kertaljós útí sveit ef þurfa þykir! Fræðslumiðstöðin mun bjóða stéttarfélögum, félagasam- tökum og öðrum áhugasömum að nota tövukennsluverið til að halda kynningar á áhugaverðum vefsíð- um með upplýsingum og þjón- ustu í tengslum við áhugamál og/eða atvinnugreinar. Rafræn þjónusta Fimm þjónustutorg verða opnuð á www.skjalfandi.is: • Skjálfandatorg opnar fólki að- gang að þjónustu, fróðleik og afþreyingu sem í boði verður á hinum veftorgunum. Skjálfanda- torg er þannig rafræn ásýnd byggðarlagsins sem kappkostað verður við að halda lifandi og ferskri, til dæmis með fréttum af framgangi verkefnisins. • Íbúatorg er sameiginlegur vett- vangur sveitarfélaganna, ríkis- ins, þjónustustofnana og fyrir- tækja sem veita íbúum aðgang að stjórnsýslusviðum, upplýs- ingum og gagnvirkri þjónustu með einföldum hætti. Íbúatorg- ið er einnig vettvangur fyrir lýð- ræðislega umræðu, s.s. með opnu samskiptatorgi og við- horfskönnunum um ýmis mál- efni sem snerta byggðarlagið. Notendur Íbúatorgs munu skrá sig inn í upphafi og fá sent lyk- ilorð sem gefur þeim aðgang að margvíslegri þjónustu sem spar- ar bæði tíma og fyrirhöfn. Einnig munu íbúar geta átt sam- skipti við þjónustufulltrúa á skrifstofu síns sveitarfélags og fengið svör við fyrirspurnum. • Fræðslutorg miðlar upplýsing- um um námskeið í boði Virkj- um alla og Fræþings og um fræðsluviðburði sem á döfinni eru á verkefnasvæðinu, auk hagnýts fróðleiks um nám yfir- leitt. • Sparitorgi er ætlað að efla íbúa til góðrar fjármálastjórnunar í heimilis- og fyrirtækjabókhald- inu með því að auka við þjón- ustu sem þeim stendur til boða í heimabönkum. Lögð verður áhersla á fræðslu og fólki lögð til ýmis verkfæri sem auðvelda því að skipuleggja útgjöld sín og sparnað. • Heilsutorg verður lykill að betri heilbrigðisþjónustu með nýjum samskiptaleiðum til að auð- velda aðgengi íbúa að heilsu- gæsluþjónustu og miðla upplýs- ingum um heilbrigt líferni Í upphafi verður lögð áhersla á ráðgjöf fyrir þá sem hætta að reykja og síðar verður fjallað offitu, sykursýki, áfengisneyslu og fleira. Þá mun Heilbrigðis- stofnunin starfrækja nýtt rafrænt tímabókunarkerfi heimilislækna á Heilsutorgi, sem er fyrsta sitt tegundar á landinu. Miklar von- ir eru bundnar við þróun þess- ara lausna í samstarfi við Theri- ak og TM Software á Akureyri. Þá er stefnt að opnun rafræns markaðstorgs sem hefur það markmið að auka samkeppnis- hæfni fyrirtækja og stofnana sem vilja nýta sér upplýsingatæknina til aukinnar markaðssóknar og/eða auka rekstrarhagræðingu. Rannsóknir á samfélaginu Mikil áhersla verður lögð á rann- sóknir á áhrifum verkefnisins á samfélagið svo hægt sé að meta hvaða áhrif aukin notkun upplýs- ingatækninnar hefur á íbúa, fyrir- tækjarekstur og þjónustu opin- berra stofnana. Skjálfandi í faðmi þekkingar – eftir Susan Martin, verkefnisstjóra Virkjum alla  Húsavík.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.