UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 14

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 14
Fimmtíu þúsund Íslendingar fengu í hendur evrópskt sjúkra- tryggingakort á fimm mánaða tímabili síðastliðið sumar. Lang- flestir korthafanna, 80%, fengu kortin í hendur eftir að hafa sótt um þau rafrænt á heimasíðu Tryggingastofnunar (TR). Að mati TR er útgáfa evrópsku kortanna gott dæmi um árangursríka raf- ræna þjónustu opinberrar stofn- unar. Evrópsku sjúkratryggingakortin komu út hér á landi 1. maí 2005 og leystu af hólmi pappírsvottorð- ið E-111. Þau tryggja Evrópubúum læknisaðstoð utan heimalands á sama verði og íbúum dvalarlands- ins ef þeir slasast eða veikjast skyndilega á ferðalagi. Þau eru jafnframt gefin út í þeim tilgangi að minnka skrifræði. Allt frá upphafi var ákveðið innan TR að freista þess að búa þannig um hnúta að framkvæmd- in við útgáfu kortanna hér á landi yrði rafræn. Lögð var áhersla á sjálfsafgreiðslu á heimasíðu með eins einföldum hætti og kostur væri. Ákveðið var að á umsóknar- síðunni þyrfti aðeins að slá inn eina kennitölu og haka síðan í reiti fyrir maka og börn ef um fjölskyldur væri að ræða. Þannig gæti til dæmis fjöldskylda, hjón með fjögur börn, slegið inn eina kennitölu og hakað í viðkomandi reiti og fengið sex kort í hendur tveimur dögum síðar inn um bréfalúgu heimilisins. Í ljós kom að fjórðungur vef- umsókna fór til fjölskyldna en að jafnaði voru send tvö sjúkratrygg- ingakort fyrir hverja eina umsókn. Skrifræðinu var gefið langt nef! Önnur rafræn þjónusta sem TR áformar að taka upp árið 2006 er sjálfvirk útgáfa á afsláttarkortum vegna heilbrigðisþjónustu. Núna hefur fólk rétt á að sækja um af- sláttarkort þegar útgjöld vegna til- tekinnar heilbrigðisþjónustu eru komin yfir ákveðin mörk en getur síðar á árinu vænst þess að fá slík kort heim í pósti óumbeðið þegar réttindi hafa stofnast á grundvelli þeirra upplýsinga sem TR hefur undir höndum, sem þó eru ekki tæmandi. Á síðasta ári fengu um 50.000 Íslendingar afsláttarkort í hendur eftir að hafa framvísað kvittunum eða sent þær í pósti til TR. Til marks um fyrirhöfn vegna afsláttarkortanna má nefna að 250 til 300 einstaklingar koma að jafn- aði daglega í þjónustumiðstöð TR til að sækja um afsláttarkort eða fá endurgreidda tannlæknareikn- inga. Með því að koma þessari þjón- ustu í rafrænan búning vinnst enn einn sigurinn á skrifræðinu. Al- menningur nýtur augljóslega mik- ils hagræðis af þessari breytingu og rekstrarleg hagkvæmni fyrir ríkið blasir líka við. Bætt aðgengi að upplýsingum Nú standa yfir endurbætur á heimasíðu TR í nýju vefumsjónar- kerfi. TR telur að öflug heimasíða sé grunnur að frekari rafrænni þjónustu við viðskiptavini sína. Markmiðið með endurbótunum er m.a. að endurskipuleggja heima- síðuna með þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og bæta aðgengis- mál til muna, svo sem fyrir sjón- skertra og aðra hópa sem hafa sérþarfir. Einnig verður áhersla lögð á öfluga leitarvél. Enginn ber brigður á að regluverk almanna- trygginga er mikill frumskógur og efnið á heimasíðu TR endurspegl- ar þá staðreynd. Þegar einstak- lingar lenda í aðstæðum í lífinu sem kalla á sérhæfðar upplýsingar um rétt þeirra í almannatrygginga- kerfinu er mikilvægt að finna þær upplýsingar. Fundvís leitarvél og vel skipulögð heimasíða er lykill- inn að árangri í þeirri leit. Nú þegar er á heimasíðu TR netreiknivél, sem kallast Reikn- hildur, til aðstoðar lífeyrisþegum og foreldrum í fæðingarorlofi við útreikning á hugsanlegum greiðsl- um, að gefnum ákveðnum upp- lýsingum. Reiknivélin er gott dæmi um rafræna þjónustu sem þegar er fyrir hendi á heimasíðu TR og er mikið notuð. Margvísleg rafræn samskipti við heilbrigðisstéttir Fjölmargt hefur áunnist á síðustu árum í rafrænum samskiptum TR við heilbrigðisstéttir. Sjúkraþjálfar- ar senda flestir reikninga sína raf- rænt til TR í gegnum vefinn. Þeir geta einnig gert gagnvirkar raf- rænar fyrirspurnir til TR um stöðu sjúklinga og nýta upplýsingarnar til að reikna út greiðsluhluta þeirra. Til stendur á þessu ári að sérfræðilæknar geti einnig sent inn reikninga sína rafrænt í gegn- um vefinn. Þá er í gangi tilrauna- verkefni þar sem verktakalæknar geta skráð örorkumöt slysa raf- rænt á vefnum og sent til TR á ör- uggan máta. Mikil umskipti hafa orðið á skömmum tíma í lyfjamálum með lyfjaeftirlitskerfi TR, tölfræðigrunni lyfja og rafrænum lyfseðlum. TR tók á móti rúmlega 1.9 milljónum rafrænum lyfseðlum frá lyfsölum árið 2005. Upplýsingar um lyf- seðlana er uppistaðan í nýjum lyfjagagnagrunni sem var tekinn í gagnið á síðasta ári. TR sér um rekstur, hýsingu og viðhald grunnsins en landlæknir er ábyrgðaraðili hans. Lyfjagrunnur- inn nýtist landlækni og Lyfjastofn- un sem eftirlitstæki, t.d. varðandi misnotkun á ávísunum lækna á ávanabindandi lyfjum. Aukin rafræn þjónusta Samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinn- ar, um upplýsingasamfélagið 2004-2007, á að koma á rafrænum viðskiptum TR og heilbrigðis- stétta, og rafrænum samskiptum TR og almennings. Þótt TR bjóði nú þegar almenningi og heil- brigðisstéttum ýmiss konar raf- ræna þjónustu er ætlunin að gera enn betur og því mun TR leggja mikla áherslu á uppbyggingu raf- rænnar þjónustu á næstu árum, enda verði stofnuninni tryggt nægjanlegt fjármagn til verksins. Rafræn stjórnsýsla býður upp á mörg tækifæri til þess að bæta að- gengi að þjónustu og auka gæði hennar. Mikill áhugi og vilji er fyrir því hjá TR að þróa rafrænar leiðir sem skila árangri fyrir við- skiptavini, heilbrigðisstéttir og al- mannatryggingakerfið. Markvisst er unnið að því að draga úr skrifræði og taka í vax- andi mæli upp rafræna þjónustu. Starfsemi TR er þó þess eðlis að samhliða því þarf að gæta þess að þjónusta við þá, sem ekki geta notfært sér rafræna þjónustu, verði ekki skert. 14 | UTBLAÐIÐ Frá skrifræði til rafrænnar sjálfsafgreiðslu – eftir Gunnar Salvarsson, forstöðumann kynningarmála Tryggingastofnunar  Starfsfólk Tryggingastofnunar tók þátt í því að kynna Evrópska sjúkratryggingakortið með því að bregða sér í fyr- irsætuhlutverk. Þessar glaðlegu konur starfa í lyfjadeild TR. Staðreyndir um upplýsingatækniiðnaðinn á Íslandi árið 2004 • Starfsmenn í upplýsingatækniiðnaði á Íslandi voru yfir 5.500 manns í 426 í fyrirtækjum en voru 5.800 árið 2000. • Íslensk upplýsingatæknifyrirtæki veltu um 90 milljörðum króna en var 67 milljarðar árið 2000. • Íslendingar fluttu inn upplýsingatæknivörur að verðmæti 49 milljarðar króna. • Íslendingar fluttu út upplýsingatæknivörur og tilheyrandi þjónustu fyrir 4,5 milljarða króna árið, þar af vörur fyrir um hálfan milljarð króna og þjónustu fyrir fjóra milljarða króna. Heimild: Hagstofa Íslands.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.