UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 31

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 31
Upplýsingar á rafrænu formi hlað- ast upp allt í kringum okkur. Tölvupóstur, skráarsöfn og gagna- grunnar tútna út og valda kerfis- stjórum fyrirtækja ómældum áhyggjum. Öll gögn þarf að geyma einhvers staðar og öll gögn verður að afrita því ekki vilj- um við tapa þeim. Tiltekt í gagna- söfnum og tölvupóstkerfum kemur sjaldnast til greina því allt eru þetta upplýsingar og upplýs- ingar gætu komið að notum síðar! En eru öll þessi gögn jafn verð- mæt og þurfum við jafn öruggt aðgengi að þeim öllum? Fæst fyr- irtæki velta fyrir sér á hvers konar miðlum allar þessar upplýsingar eru geymdar og það er venjan að stækka geymslusvæði netjóna eftir þörfum án þess að spá í hvað er verið að geyma. Öll gögn hafa nefnilega sitt æviskeið hvort held- ur um er að ræða tölvupóst, bankafærslu eða röntgenmynd og mikilvægi þeirra breytist með aldrinum. Gögn geta breyst eða verið endurnýtt á meðan önnur mega ekki breytast sakir eðlis síns. Það er mismunandi hversu „einstakar“ upplýsingarnar eru og hversu erfitt er að nálgast þær aft- ur ef þær tapast. Samkvæmt könnun sem EMC gerði má ætla að 80% gagna, sem geymd eru á skrárasvæðum net- þjóna, séu nánast ónotuð og að sama skapi eru 0,6% líkur að leit- að sé í tveggja mánaða gömlum tölvupósti. Allar upplýsingar taka pláss og allar upplýsingar eru af- ritaðar reglulega. EMC hefur í nokkur ár einbeitt sér að því að gera þær aðferðir, sem við notum til að geyma upplýsingar á gagna- geymslukerfum, skilvirkari og af- kastameiri. Stjórnum því hvað við geymum og hve lengi! Afkastameira gagnageymslukerfi þarf ekki að þýða stærri diska og öflugri örgjörva. Málið snýst frek- ar um að stýra því hvað við geymum, hvar og hversu lengi. Þannig nýtum við afl og geymslu- getu kerfisins sem best til að sinna þeim gögnum sem eru á hápunti ævinnar þá stundina. Með því að skipta gagnageymslu- kerfum upp í misafkastamikla og misdýra geymslumiðla má bæta geymslunýtingu og auka afköst. Einnig eykst skilvirkni og ná- kvæmni á stýringu afritunar því gögn, sem verður að geyma en má ekki breyta, þarf ekki að afrita eins ört. EMC framleiðir í dag breiða línu diskakerfa sem bjóða upp á margar gerðir misöflugra miðla til að vista upplýsingar. Vélbúnaður einn og sér nægir þó ekki til að ná fram sem mestri hagræðingu á þessu sviði. Hug- búnaðargerð hefur því verið stór þáttur hjá EMC á undanförnum árum. Hugbúnaðarlausnir á borð við EmaiXtender og DiskXtender taka á þessum þáttum og færa sjálfvirkt upplýsingar milli geymslumiðla samkvæmt reglum sem fyrirfram eru ákveðnar af stjórnendum kerfanna. Hug- myndafræðin á bak við In- formation Lifecycle Management (ILM) er svo sem ekki ný af nál- inni. Með síauknu gagnamagni, og þeirri upplýsingasöfnun sem á sér stað í fyrirtækjarekstri nú til dags, má ætla að innan fárra ára verði meðhöndlun þeirra gagna, sem við geymum, gjörbreytt og skipulagðari. UTBLAÐIÐ | 31 ÞINN ÁVINNINGUR ER KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ RAFRÆN SKIL EINFÖLD SKIL Á rsk.is er boðið upp á rafræn skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu. Á vefnum getur þú skilað, greitt og fengið yfirlit á einfaldan og öruggan hátt. Hægt er að skila staðgreiðslu beint úr helstu launakerfum og virðisaukaskatti beint úr vefbanka Íslandsbanka. ÞINN ÁVINNINGUR ER ... engar biðraðir ... engin tímapressa ... minni pappír ... auðvelt að greiða ... auðvelt að muna ... einfaldar bókhaldið ... einföld skil KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Allar nánari upplýsingar má fá á www.rsk.is/einfalt Þar er einnig að finna upplýsingar um símaaðstoð. Þú getur líka hringt í grænt númer, 800-6311. RAFRÆN SKIL - E INFÖLD SKIL rsk.is Vefski lHefur þú kynnt þér vefskil ... rsk.i VEFSKIL Gögn um gögn frá gögnum til terabæts – eftir Berg Kristinsson, sérfræðing hjá Tæknivali hf.  Bergur Kristinsson.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.