UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 32

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 32
32 | UTBLAÐIÐ Allir skotveiðimenn hérlendis þurfa að skila veiðiskýrslu á hverju ári og stærsti hluti þeirra endurnýjar veiðikort sitt um leið. Tilgangurinn er margþættur en einkum sá að halda utan um rétt- indi og eftirlit með skotveiðum. Veiðikortakerfið var sett á laggirn- ar árið 1995 og var í fyrstu byggt á skýrslum sem veiðimenn sendu inn bréfleiðis. Þessu fylgdi mikil vinna þar sem slá þurfti inn allar upplýsingar um greiðslur og veiðiskýrslur á tölvutækt form. Umfangið leynir á sér en það seg- ir sína sögu að 19.500 Íslendingar eru nú með veiðikortaréttindi, þar af endurnýja um 10.500 veiðikort sitt árlega og skila veiðiskýrslu. Starfsemin byggð á rafrænni vinnslu Árið 1999 var byrjað á að bjóða upp á rafræn skil á veiðiskýrslum með þeim árangri að í dag skila 78% veiðimanna veiðiskýrslu á skilavef veiðistjórnunarsviðs sem er tvímælalaust hæsta hlutfall í heiminum í þessum geira. Öll gagnavinnsla og rafræn vinnsla veiðistjórnunarsviðs Umhverfis- stofnunar er byggð á Filemaker Pro hugbúnaðinum og Filemaker Server Advanced vefþjónshugbún- aðinum. Örfáir starfsmenn geta með lágmarkskostnaði haldið utan um gríðarlegt gagnaflóð og móttekið upplýsingar frá 19.500 skotveiðimönnum með lágmarks- fyrirhöfn, þökk sé þessum hug- búnaði. Á hverju ári berast 4.000 fyrirspurnir í tölvupósti, um 10.500 veiðiskýrslur og 35.000 tölvupóstar eru sendir í gegnum þennan hugbúnað. Gagnagrunnar aðgengilegir á Vefnum Vörpun og móttaka gagna úr ýmsum gagnagrunnum er hægð- arleikur í kerfinu enda hefur hug- búnaðurinn verið að þróast und- anfarin ár með tilliti til krafna samfélagsins um aðgengi upplýs- inga og umsókna á Vefnum. Ekki þarf t.d. að útbúa sérstök vefsíðu- kerfi til þess að birta eða taka við gögnum heldur varpast gagna- grunnarnir beint á Vefinn án breytinga. Er þannig hægt að velja hvaða gagnagrunnar og hvaða upplýsingar úr þeim eru aðgengilegir. Einn helsti kosturinn við kerfið er sveigjanleiki þess og hve auðvelt það er í notkun. Skilvirkni í orði og á borði Hugbúnaðurinn Filemaker Pro 8.0 er notaður hjá veiðistjórnunarsvið- inu til umsjónar með mun fleiri þjónustuþáttum en móttöku á veiðiskýrslum. Ber þar helst að nefna vinnslu gagna vegna upp- gjörs á refa- og minkaveiði frá öll- um sveitarfélögum á landinu þar sem reikningar frá öllum veiði- mönnum koma fram ásamt upp- lýsingum um veiðina. Annar þátt- ur er skráning og utanumhald með skotvopna- og veiðikorta- námskeiðum sem 700 manns sækja árlega. Lögregluembættin hafa beinan aðgang að upplýsing- um um umsækjendur skotvopna- námskeiðana og samþykkja þá á Vefnum. Er þannig um gagnvirk samskipti að ræða. Starfsfólk Um- hvefisstofnunar hefur ennfremur aðgang að sameiginlegum gagna- grunnum yfir alþjóðlega samninga stofnunarinnar, fæðubótarefni, ljósmyndir, bókhald, símaskrár, tímaskráningar, skoðanakannanir, GPS-punktaskráningu vegna refa- og hreindýraveiða auk þess sem gagnagrunnar vegna alþjóðlegra nefndastarfa eru í notkun. Kostn- aður og fyrirhöfn er sáralítil við þessa gagnagrunna þegar gerður er samanburður við aðra algenga gagnagrunna. Er þarna ónefnt að öll umsjón með umsóknum um hreindýraveiðileyfi og réttindi leiðsögumanna með hreindýaveið- um byggjast á þessu kerfi. Um 1.600 umsóknir berast árlega um hreindýraveiðileyfi, 98% þeirra eru rafrænar. Hver og einn getur lagt inn aðalumsókn, varaumsókn og aukadýr á níu mismunandi veiði- svæðum. Úrdráttur veiðileyfa, greiðslueftirlit og arðgreiðslur til 700 landeigenda hreindýrajarða eru ennfremur unnar í sérstökum gagnagrunni. Úrvinnsla arðskipt- inga vegna hreindýraveiða er flók- in því oft eru fleiri en einn eigandi að sömu jörðinni og skipta þarf arðinum á milli þeirra eftir flókn- um reglum. Allt er þetta reiknað út í Filemaker Pro 8.0. Þúsundir símtala berast árlega til veiðistjórnunarsviðs og gjarnan þarf að senda viðkomandi ýmsar upplýsingar með tölvupósti eða bréfi vegna endurnýjunar veiði- korts, námskeiða eða umsókna. Sá eiginleiki kerfisins, að geta sent sérsniðin bréf í gegnum tölvupóst, fax, eða á prentara með því að ýta á einn hnapp, hefur sparað starfsfólkinu ófá spor. Hægt er að útbúa forskriftir í kerfinu sem leysa ýmis stöðluð verkefni sem ella myndu kosta meiri pappír og tíma. Sparnaður í orði og á borði Það hefur sparað bæði fjármuni og tíma að skipta úr pappírs- vinnslu í rafræna vinnslu en jafn- framt verður þjónustan betri, skil- virkari og þjónustuþáttum fjölgar. Starfsemi veiðistjórnunarsviðs er því lýsandi dæmi um skilvirkni í rafrænni stjórnsýslu eins og hún gerist best. Það er liðin tíð að senda þurfi á annan tug þúsunda bréfa í pósti og slá inn allar upp- lýsingar handvirkt. Auðvelt er að sjá fyrir sér að þrefalda þyrfti starfsmannafjölda veiðistjórnunar- sviðs ef rafræn samskipti hefðu ekki komið til. Háskóli Íslands hefur þróað gagn- virkt kennslukerfi með vefviðmóti fyrir íslensku sem annað mál, Icelandic Online 1 og Icelandic Online 2. Vefnámskeiðunum er ætlað að þjóna áhugafólki um ís- lenskt mál og menningu víðs veg- ar um heiminn, bæði byrjendum og lengra komnum. Icelandic Online er þróað á vegum Hugvísindastofnunar Há- skóla Íslands í samstarfi Stofnunar Sigurðar Nordals, íslenskuskorar og sex erlendra háskóla. Verkefn- ið er styrkt af sjóðum Háskólans, Rannís, Lingua-áætlun ESB, Nordplus Sprog, menntamála- ráðuneytinu og fleirum. Frábærar viðtökur Með þessari námsleið gefst fjölda fólks tækifæri til að læra íslensku óháð því hvar það er statt í heim- inum. Námsefninu er m.a. ætlað að þjóna háskólastúdentum á Ís- landi og erlendis, erlendu starfs- fólki á íslenskum vinnumarkaði og öðru áhugafólki um íslenskt mál og menningu. Icelandic Online hefur verið afar vel tekið, bæði af nemendum og í fræðasamfélaginu. Hundruð manna stunda nám daglega á Icelandic Online víðsvegar um heiminn, m.a. í Norður-Ameríku, Brasilíu, Finnlandi, Kína, Póllandi og Eistlandi. Verkefnið hlaut 2. verðlaun í samkeppninni „Upp úr skúffunum - hagnýtingarverðlaun Háskóla Ís- lands“ 2005. Fjölbreytt efni Námskeiðin eru ætluð til sjálfs- náms á Netinu og eru öllum opin endurgjaldslaust. Efnið er fjöl- breytt og gagnvirkt og nemendur fá svörun jafnóðum og þeir vinna verkefnin. Unnið er að þróun eft- irlitskerfis sem gerir þeim kleift að fylgjast með eigin námsframvindu. Nemendur fá þjálfun í orða- forða, málfræði, málnotkun, skiln- ingi og hlustun. Með efninu eru rafrænir stuðningsmiðlar, m.a. orðabók og málfræðigrunnur. Hjálparmálið er enska og á næst- unni einnig danska, þýska og franska. Fræðilegur grunnur - vaxtarmöguleikar Námsefnið er stutt rannsóknum, nútímakennslufræði og þróunar- starfi kennara við Háskóla Ís- lands. Í Icelandic Online felast miklir vaxtarmöguleikar. Eftirlits- kerfi námskeiðsins mun veita upplýsingar um nám beyginga- mála á Netinu sem verða grund- völlur frekara rannsóknar- og þró- unarstarfs á þessu sviði. Þá er unnið að þróun náms- og kennsluumhverfis til að auðvelda samskipti þátttakenda o.fl. Kerfi Icelandic Online er hugbúnaðar- lausn sem er grundvölluð á vensl- uðum gagnagrunnum með not- endaskilum á vef (PHP, Java). Hugbúnaðurinn er íslenskur, skrifaður sérstaklega fyrir þetta verkefni, og byggist á þeim kennslufræðilegu forsendum sem verkefnisstjórn hefur lagt til grundvallar. Starfsfólk Formaður verkefnisstjórnar Icelandic Online er Birna Arn- björnsdóttir, dósent, verkefnis- stjóri er Kolbrún Friðriksdóttir, MA, og tæknistjóri er Bjarki M. Karlsson, kerfisfræðingur. Slóð Icelandic Online 1 og 2 er: www.icelandic.hi.is Heimsmet í rafrænum skilum á veiðiskýrslum - eftir Einar Guðmann, verkefnisstjóra á veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar  Bjarni Pálsson, verkefnisstjóri veiðistjórnunarsviðs, með 16.000 pappírs- skýrslur sem senda þurfti veiðimönnum í janúar 2000.  Kassahrúgan hafði rýrnað um 78% í janúar 2006 þrátt fyrir að skýrslunum fjölgaði úr 16.000 í 19.500, þökk sé rafrænum skilum! Icelandic Online fær góðar viðtökur – eftir Kolbrúnu Friðriksdóttur og Birnu Arnbjörnsdóttur

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.