UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 17

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 17
Af hverju get ég ekki afgreitt mig sjálfur með opinber mál heima í stofu eins og með bankaviðskipti? Þótt hinn almenni borgari eigi ekki oft erindi við stofnanir dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, verð- ur að viðurkennast að þjónustan stenst sjaldnast kröfur nútíma Ís- lendinga sem vilja fá bestu mögu- legu þjónustu á tíma sem þeim hentar. Það er ekki til marks um góða þjónustu að fara á marga staði til að útvega gögn til að af- henda öðrum en bankar og ein- staka opinberir aðilar hafa sýnt fram á að hægt er að gera betur. Árið 2004 var gerð úttekt á vegum ráðuneytisins sem sýndi að þrátt fyrir að verulegum fjár- hæðum væri eytt í upplýsinga- og fjarskiptatækni nutu hvorki al- menningur né starfsmenn betri þjónustu né hagræðingar. Í október 2004 hrinti Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra af stað átaki til að bæta þjónustu við almenning og gera aðstöðu fyrir starfsmenn nútíma- legri. Starfsemi tölvumiðstöðvar ráðuneytisins (TMD) var endur- skipulögð og lögð voru drög að heilstæðri upplýsingatæknistefnu dómsmálaráðuneytisins. TMD sér um kerfisrekstur fyrir flestar stofn- anir ráðuneytisins, um 40 talsins um allt land, en þar vega þyngst lögregla og sýslumenn. Gagnalín- ur víðnets TMD voru uppfærðar með ljósleiðaratengingum á höf- uðborgarsvæðinu og stóraukinni bandvídd um allt land. Í kjölfarið á breyttu skipulagi og uppfærðu víðneti hefur verið hrundið af stað ýmsum verkefn- um sem skila sér þegar á þessu ári í betri þjónustu við almenning. Til dæmis stendur til að gera al- menningi kleift að sækja um og greiða fyrir ýmis leyfi á netinu í stað þess að sækja þau í af- greiðslu lögreglu. Sama gildir um aðgengi erlendra ríkisborgara að þjónustu Útlendingastofnunar. Stærsta einstaka verkefnið er nýtt vegabréfakerfi í samræmi við alþjóðlega staðla. Þjónustan verð- ur bætt til muna með helmingi styttri afgreiðslutíma, pappírslaus- um umsóknum og afgreiðslu þar sem unnt er að gera allt á einum stað. Samhliða þessu færist öll umsýsla vegna vegabréfa frá Út- lendingastofnun. Afgreiðsla vega- bréfa í Reykjavík færist til lögregl- unnar í Reykjavík en lögreglu- stjórar annars staðar sinna áfram umsýslu vegabréfa. Á síðasta ári færðist útgáfa Lögbirtingarblaðsins og Stjórnar- tíðinda á Netið, sem skilar um- talsverðum rekstarsparnaði. Að- gengi upplýsinga hefur jafnramt stórbatnað auk þess sem tækifæri gafst til að flytja útgáfu Lögbirt- ingablaðisns út á land. Innviðir stofnana ráðuneytisins og starfsumhverfi starfsmanna hafa verið bætt m.a. með IP síma- þjónustu, almennri málaskrá emb- ætta og samræmdu þinglýsinga- kerfi. Markmið okkar er að almenn- ingur eigi þess kost að eiga sam- skipti við hið opinbera, hvort heldur er í upplýsingaleit eða beinum erindagerðum, heiman frá sér á Netinu. Markið er sett hátt og fleiri verkefni sem unnið er að bíða kynningar á þessu ári til hagsbóta fyrir almenning og ríkis- þjónustuna. UTBLAÐIÐ | 17 Átak í upplýsinga- og fjarskiptatækni – eftir Þorstein Helga Steinarsson, Verkfræðiþjónustunni Ásverki, ráðgjafa dóms- og kirkjumálaráðuneytis og framkvæmdastjóra Átaks í upplýsinga- og fjarskiptatækni  Þorsteinn Helgi Steinarsson.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.