UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 18

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 18
18 | UTBLAÐIÐ Upplýsingatækni í dreifbýli (UD) er átaksverksverkefni á vegum landbúnaðarráðuneytisins, sem hófst árið 2002. Markmiðið þess er að auðvelda bændum að nýta sér kosti upplýsingasamfélagsins og hvetja til tölvu- og netvæðing- ar í dreifbýli. UD er öflugasta átak til þessa í tölvukennslu og tækni- væðingu í dreifbýli á Íslandi en á þriðja þúsund bændur hafa frá upphafi sótt námskeið á vegum þess. UD stendur fyrir námskeiðum, gerir úttektir, safnar og dreifir upplýsingum og efnir til samstarfs við fyrirtæki og stofnanir. Megin- verkefni eru tölvunámskeið fyrir bændur og þátttaka í afmörkuð- um og skilgreindum upplýsinga- tækniverkefnum er nýtast hinum dreifðu byggðum. UD var upphaf- lega þriggja ára verkefni en var framlengt til ársloka 2006. Sérstaða UD verkefnisins UD er þátttakandi í tveimur Northen Periphery Plan (NPP) verkefnum. Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) er hluti af Interreg III B byggðaverk- efni Evrópusambandsins og nær til norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi ásamt Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Þau eru Rural Business Information Exchange System (RuBIES) og Brodband in Rural and Remote Area (BIRRA). Íslenski hluti RuBIES felst í að- alatriðum í framkvæmd kannana meðal bænda á net- og tölvunotk- un og gerð miðlægs bókunar- grunns fyrir Félag ferðaþjónustu- bænda. Báðum verkefnunum lýk- ur árið 2006. Fjögur atriði ber einkum að nefna varðandi UD verkefnið: • Fjöldi þátttakenda sýnir að mik- il þörf er fyrir verkefnið. • Framkvæmdin er í nánu sam- starfi við faglega og félagslega ráðgjafa bænda, innan Bænda- samtaka Íslands, búnaðarsam- banda og leiðbeiningamið- stöðva. • Gott samstarf tókst með fjölda fyrirtækja og stofnana um fram- kvæmdina. Þar má nefna styrkt- araðila úr atvinnulífinu á borð við KB banka, Olíufélagið, RARIK, sem sáu sér hag í því að íbúar í dreifbýli nýttu sér kosti upplýsingasamfélagins. Þá ber ekki síður að nefna faglega bakhjarla á borð við símenntun- armiðstöðvar, Símann, Póst- og fjarskiptastofnun og Byggða- stofnun. • UD hefur tekið virkan þátt í samstarfi þjóða í norðanverðri Evrópu um nýtingu upplýsinga- tækni i þágu jaðarbyggða eins og getið er um hér að framan. Þátttakendur á námskeiðum á vegum UD frá upphafi eru nú nokkuð á þriðja þúsund og fjöldi kennslustunda í árslok 2004 voru rúmlega 21.000. Veltan á fyrstu þremur starfsárunum nam um 50 milljónum króna. Stærstu styrktar- aðilarnir eru Upplýsingasamfélag- ið og Framleiðnisjóður landbún- aðarins. Þurfa meiri hraða og lægra verð Skráning gripa í gagnagrunna bú- fjárræktarinnar fer nú að verulegu leyti fram í miðlægum gagna- grunnum og er stefnt að því að öll skráning verði miðlæg í fram- tíðinni. Íbúar í dreifbýli nota Net- ið í vaxandi mæli til að sinna dag- legum þörfum svo sem bankavið- skiptum, bréaskriftum, innkaup- um og fleiru. Forsenda þessa er að bændur hafi gott samband við fjarskiptanetið. Frá árinu 2003 hefur UD í sam- starfi við Símann, Bændasamtök Íslands og fleiri aðila unnið að auknum og bættum nettengingum til bænda og hefur flutningsgeta grunnnetsins í dreifbýli verið stór- bætt á undanförnum misserum. Grunnnetið uppfyllir nú 100% ákvæði fjarskiptalaga um 128 kb/sek fjarskiptasamband (ISDN) í dreifbýli. Þó er ljóst að íbúar í dreifbýli þurfa í framtíðinni aukin gagnaflutningahraða og jafnframt þarf kostnaður að lækka til þess að jafna samkeppnisstöðu dreif- býlis og þéttbýlis að þessu leyti. Á þriðja þúsund bændur á UD námskeiðum – eftir Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra  Nýtt miðlægt fagforrit fyrir sauðfjárrækt verður tekið í notkun á árinu. Bændur í Skagafirði að loknu sauðfjárkynbótanámskeiði. Einar Gunn- arsson, Eiríkur Skarphéðinsson og Stefán Magnússon. Mynd ÖÞ w w w . t h e k k i n g . i s

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.