UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 8
8 | UTBLAÐIÐ
Framhaldsskólarnir nota sameigin-
legt kerfi sem heldur utan um
námsferil nemenda. Það er notað
við stundatöflugerð og annað
skipulag skólanna.
Inna er námsferilskerfi sem
menntamálaráðuneytið hóf undir-
búning að vorið 2000 og um
haustið var Skýrr hf. ráðið til að
sjá um verkið. Mikil vinna var
lögð í að greina þarfir skóla og
annarra notenda. Eftir 18 mánaða
undirbúningsvinnu og forritun var
kerfið tekið í notkun haustið 2001
í nokkrum framhaldsskólum og
vorið 2002 í flestum áfangakerfis-
skólunum. Fram til þess tíma
höfðu skólarnir notað nokkur
kerfi, misgóð og misdýr en lang-
flestum fannst full þörf á endur-
bótum og ákveðinni samræmingu.
Fyrir kennara breytti Inna miklu
því einfaldara varð að fylgjast
með nemendum og framgangi
þeirra og kennarar áttu auðveld-
ara með að vinna að heiman þar
sem allt var aðgengilegt á Vefn-
um.
Aukið aðgengi að upplýsingum
Aðalbreytingin var betra aðgengi
að upplýsingum fyrir alla, nem-
endur jafnt sem starfsmenn skól-
anna, og notendavænt viðmót for-
ritsins miðað við fyrri forrit. Fyrir
starfsfólk menntamálaráðuneytis-
ins, Hagstofunnar og ýmissa ann-
arra aðila urðu gögn um skólana
allt í einu aðgengileg án milli-
göngu starfsmanna skólanna.
Nemendur og foreldrar fengu
einnig aðgang að öllum upplýs-
ingum um sig og geta nálgast þær
á Vefnum hvenær sem er. Viðmót
Innu byggist á gluggaumhverfi
Windows og getur virst flókið en
þegar umfang þeirra upplýsinga,
sem hægt er að nálgast í kerfinu
er haft í huga, gera menn sér
grein fyrir því að erfitt er að gera
hlutina á annan hátt.Innleiðing
kerfisins hefur alls ekki verið
dans á rósum og ýmislegt gengið
á í samskiptum manna á milli. Í
dag eru þó flestir sáttir við kerfið
og það uppfyllir kröfur flestra.
Mikill munur er á forritinu frá
fyrstu útgáfunni veturinn 2001-
2002 og í töflugerðarálaginu nú í
byrjun árs 2006 gengu hlutirnir
nokkuð hnökralaust fyrir sig. Mik-
ill vill alltaf meira og því eru sí-
fellt að koma fram nýjar beiðnir
um aðgerðir sem notendum finnst
að kerfið eigi að geta leyst.Að-
gengi nemenda, foreldra yngri
nemenda og starfsmanna hefur
vakið athygli skólamanna í út-
löndum. Ýmsir hafa lýst því hve
áhugavert það sé og jafnframt
spurt hvort allt sé nú öruggt. Svar-
ið einfalt: „Án allra öryggisventla
væri kerfið ekki boðlegt.“
Sóttvarnarlæknir undirritaði samn-
ing við eMR (nú TM Software) í
mars 2004 um tilraunaverkefni er
kvað á um rafræna söfnun upp-
lýsinga um bólusetningar í mið-
læga skrá. Verkefnið var styrkt af
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti og í því tóku þátt Heilsu-
gæslan í Reykjavík, Heilsugæslu-
stöðin á Akureyri og heilbrigðis-
stofnanir Þingeyinga og á Sauðár-
króki. Verkefninu lauk formlega í
júní 2005 og er óhætt að segja að
skráin uppfyllir allar þær vænting-
ar og öryggiskröfur sem til hennar
eru gerðar.
Verkefni um bólusetningaskrá
sóttvarnalæknis hefur vakið verð-
skuldaða athygli meðal annars
vegna þess að þar opnast mögu-
leikar til að safna öðrum mikil-
vægum heilbrigðisupplýsingum í
miðlægar skrár. Bólusetningaverk-
efni sóttvarnalæknis hlaut verð-
laun Icepro samtakanna í febrúar
2005 sem athyglisverðasta verk-
efni um rafræn samskipti á árinu.
Á næstu misserum er áformað af
hálfu hins opinbera að tengja allar
heilbrigðisstofnanir á Íslandi við
bólusetningagrunn sóttvarnalækn-
is. Því verkefni verður vonandi
lokið innan eins til tveggja ára.
Margþætt gagnsemi
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
telur ungbarnabólusetningar vera
arðbærustu, fyrirbyggjandi að-
gerðir í heilbrigðismálum. Á Ís-
landi hefur tekist með bólusetn-
ingum að koma í veg fyrir margar
alvarlegar sýkingar, þökk sé fram-
sýni heilbrigðisyfirvalda og þátt-
töku almennings.
Samkvæmt lögum er sóttvarna-
lækni skylt að halda skrá um allar
bólusetningar á Íslandi en fram til
þessa hafa upplýsingar um bólu-
setningar einungis verið tiltækar á
heilsugæslustöðvum og með sölu-
tölum á landsvísu.
Mikill áhugi hefur verið fyrir
því hér landi að safna upplýsing-
um um bólusetningar í eina skrá.
Gagnsemi slíkrar skráningar er
ótvíræð einkum fyrir eftirtalda að-
ila:
• Almenningur. Í miðlægri skrá
geta einstaklingar nálgast upp-
lýsingar um allar fyrri bólusetn-
ingar sínar án tillits til hvar þær
voru gerðar.
• Heilbrigðisstofnanir. Heilbrigð-
isstarfsmenn munu á auðveldan
hátt geta fengið upplýsingar um
fyrri bólusetningar einstaklinga
sem til þeirra leita.
• Sóttvarnalæknir. Skráin mun
auðvelda sóttvarnalækni að
fylgjast með árangri bólusetn-
inga og meta hættuna á því að
ýmsir sjúkdómar sem bólusett
er gegn geti blossð upp. Hún
mun einnig auðvelda eftirlit
með hugsanlegum aukaverkun-
um bólusetninga.
• Heilbrigðisyfirvöld. Miðlæg skrá
mun hjálpa yfirvöldum að grípa
til ýmissa samræmdra aðgerða í
heilbrigðismálum og bætir nýt-
ingu fjármuna.
Heimurinn minn er fræðsluvefur
um umhverfismál fyrir börn og
unglinga með yfir 200 síður af
fróðleik um umhverfismál. Þar er
fjöldi ljósmynda, teiknaðra
mynda, hljóða, myndbanda og
verkefna í formi hermileikja. Allt
fræðsluefnið er upplesið. Vefur-
inn er aðallega ætlaður til notkun-
ar í grunnskólum þó allir geti nýtt
sér hann hvenær sem er með því
að fara á www.heimurinn.is.
Í aðalnámskrá grunnskóla er
lögð áhersla á umhverfismennt
sem mikilvægan þráð í skólastarfi
og kennslu ólíkra námsgreina frá
upphafi skólagöngunnar. Heimur-
inn minn á að vekja börn og ung-
linga til umhugsunar um umhverf-
ismál, fræða þau og hafa áhrif á
viðhorf þeirra til umhverfismála.
Vefurinn fræðir börnin um hið sí-
virka og viðkvæma samspil
manns og náttúru, auk hlutverks
þeirra sem neytenda og þátttak-
enda í nútímasamfélagi.
Umhverfisfræðslan er fjöl-
breytt. Á Vefnum má meðal ann-
ars finna fróðleik um náttúru-
vernd, innkaup og umbúðir,
orkusparnað, notkun bifreiða, líf-
ræna ræktun, gróðurhúsaáhrif,
mengun sjávar, skipulag, úrgang,
vatnsvernd, landgræðslu, skipulag
og sjálfbæra þróun.
Efninu er skipt í þrjú aldurs-
stig: yngsta stig, miðstig og efsta
stig. Reynt er að hafa framsetn-
ingu efnisins grípandi og spenn-
andi með því að flétta saman
fræðslu og leik. Viðamikill fróð-
leiksbanki fylgir vefnum þar sem
um 200 hugtök tengd umhverfis-
málum eru útskýrð.
Heimurinn minn er samstarfs-
verkefni Umhverfisstofnunar og
Námsgagnastofnunar, sem styrkt
var með fjárframlagi frá Upplýs-
ingasamfélaginu. Námsgagna-
stofnun er sú stofnun sem gegnir
veigamestu hlutverki í gerð og
dreifingu námsefnis til íslenskra
skólabarna. Umhverfisstofnun
hefur það hlutverk að framfylgja
lögum um umhverfismál. Auglýs-
ingastofan Næst ehf. sá um hönn-
un vefsins í samráði við stofnan-
irnar. Höfundar efnis eru Margrét
Júlia Rafnsdóttir, Sigrún Helga-
dóttir, Björn Valdimarsson og Al-
bert S. Sigurðsson. Fyrrgreindar
stofnanir munu sjá um uppfærslu
og viðhald vefjarins ásamt frekari
þróun á efninu.
Fimmtudaginn 26. janúar verð-
ur fræðslufundur um Heiminn
minn í Námsgagnastofnun, Lauga-
vegi 166, 2. hæð, kl. 15.00. Mar-
grét Júlía Rafnsdóttir, einn af höf-
undum vefsins, kynnir hann. Allir
eru velkomnir og áhugasamir eru
vinsamlegast beðnir um að skrá
sig á netfangið upplysing-
ar@nams.is.
Miðlæg bólusetningaskrá
– eftir Þórólf Guðnason, yfirlækni sóttvarnasviðs landlæknisembættisins
Fjölbreytt umhverfisfræðsla
á Heiminum mínum
– eftir Albert Svan Sigurðsson, M. Sc., sérfræðing hjá Umhverfisstofnun
Upplýsingakerfið Inna og starfið
í framhaldsskólum
– eftir Stefán Andrésson, áfangastjóra Fjölbrautaskólans í Breiðholti
Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti nálgast upplýsingar í Innu.