UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 30

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 30
30 | UTBLAÐIÐ Sögur af tölvuþrjótum, sem beita klækjum til að komast yfir greiðslukortanúmer í þúsundatali og misnota þau fyrir milljónir króna, ganga manna í millum og fæla almenning frá því að nýta sér þessa þægilegu leið til viðskipta. Margir eru smeykir við að nota greiðslukort á Netinu og forðast að eiga viðskipti við netverslanir eða gera það með hnút í magan- um. Að sjálfsögðu er ýmislegt að varast við notkun greiðslukorta rétt eins og gildir við meðferð fjármuna yfirleitt. Raunin er samt sú að aðeins eru sárafá dæmi á hverju ári um að íslenskur kort- hafi verði fyrir fjárhagslegu tjóni. Slíkt er hvorki eins algengt og margur ætlar né heldur tekur út- gefandi kortsins í nær öllum til- fellum á sig tjónið. Korthafi verð- ur því aðeins fyrir óþægindum að hann gerist sjálfur sekur um víta- vert gáleysi. Hvar liggja hætturnar? Korthafaupplýsingar er meðal annars hægt að komast yfir á eft- irfarandi hátt: • Brjótast inn í tölvukerfi vefversl- unar sem viðkomandi skiptir við. • Komast yfir upplýsingar í sam- skiptum tölvu og vefverslunar. • Brjótast inn í heimilistölvu. • Brjótast inn í einhverja aðra tölvu sem viðkomandi hefur gefið kortnúmerið upp í. • Komast yfir tölvupóst sem í er kortnúmer. • Gabba viðkomandi með gylli- boðum til að gefa kortnúmerið upp á Netinu. • Stela gögnum með kortnúmeri og gildistíma. • Stela sjálfu kreditkortinu. Megnið af þessu er þó hægt að koma í veg fyrir því að fara var- lega, beita almennri skynsemi og fylgja eftirfarandi reglum í við- skiptum á Netinu. Ábyrg notkun kreditkorta á Vefnum • Korthafi skipti einungis við fyrir- tæki sem hann treystir. Þekki korthafi ekki til fyrirtækis ætti að ganga úr skugga um að það sé traustsins vert áður en kemur til viðskipta. • Nota ber fyrirframgreitt kredit- kort. Rétt er að nota fyrirframgreitt kreditkort, MasterCard Plús, til viðskipta á Netinu og leggja að- eins inn á kortið jafnóðum og það er notað. Komist einhver yfir kortnúmerið er þar hvorki innistæða né heimild og kortið því ónothæft. • SMS þjónusta MasterCard býður korthöfum að skrá sig í SMS þjónustu til að fá skilaboð í hvert skipti sem kort- ið er notað án þess að segul- röndin sé lesin, þ.e. kortið er notað á netinu eða í sím- greiðslu. Ef tilkynning kemur um færslu sem eigandi korts kannast ekki við getur hann haft samband og við grípum í taumana. • Aldrei gefa upp PIN-númer á Netinu PIN-númer kreditkorta á aldrei að gefa upp á Netinu og aldrei nema annað hvort segulrönd eða örgjörvi sé lesið á af- greiðslustað. • Er síða vefverslunarinnar dul- kóðuð? Ganga ber úr skugga um að vefverslun sé á öruggu svæði. Þetta má sjá á því að vefslóðin hefst ekki á http:// heldur https:// auk þess sem vafrinn sýnir yfirleitt tákn (t.d. læstan smekklás) sem gefur til kynna öruggt svæði. • Aldrei senda kortnúmer í tölvu- pósti Tölvupóstur er ekki öruggur nema gripið sé til sérstakra ráð- stafana og hann dulkóðaður, annars er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver geti lesið tölvupóstinn. • Korthafi noti ekki tölvu sem hann hvorki þekkir né treystir fullkomlega Varasamt er að gefa upp korta- númer á tölvum annarra, ekki síst þar sem almenningur hefur aðgang, t.d. á netkaffihúsum eða jafnvel í eigin tölvu á svokölluðum „heitum reitum“ (hot spot). Ástæðan er sú að í tölvum annarra er litla stjórn unnt að hafa á því að eigandinn hafi • fylgst með öryggisuppfærslum og uppfært reglulega. Hugbúnaður og stýrikerfi tölva eru reglulega uppfærð af hálfu framleiðanda í við- leitni til að auka öryggið. Sé um nýlegan hugbúnað að ræða er í flestum tilfellum hægt að láta hugbúnað og stýrikerfi fylgjast sjálf með mikilvægum uppfærslum. • Sett upp veiruvarnarforrit. Gott veiruvarnarforrit er mjög mikilvægt til að verja tölvur gegn þrjótum. • Sett upp forrit sem verja tölv- una fyrir hnýsibúnaði (Anti Spyware program). Hnýsibúnaður (e. spyware)er hugbúnaður sem komið er fyrir án vitundar notanda og safnar upplýsingum um það sem framkvæmt er eða vistað á tölvunni og kemur þeim upplýsingum áfram til þess sem bjó hugbúnaðinn til. Mikilvægt er að hafa til staðar gott forrit sem ver tölvuna gegn slíkri óværu. • Sett upp eldvegg. Góður eldveggur (firewall) ver tölvur fyrir árásum frá öðrum tölvum og ýmsum for- ritum sem gætu verið að reyna að senda upplýsingar af tölvunni til þrjóta. Við vekjum athygli á því að hugbúnaður af þessu tagi er misgóður. Leita ber ráða hjá starfsfólki tölvuverslana um hvaða hugbúnaður hentar best. • Varast skal „vefveiðar“ í tölvu- pósti (phishing/ spoof) „Vefveiðar“ganga þannig fyrir sig að menn fá tölvupóst sem virðist vera frá fyrirtæki sem viðkomandi eru í viðskiptum við og eru beðnir um að breyta skráningu sinni af einhverjum ástæðum, gjarnan af tækni- eða öryggisástæðum. Sé smellt á hlekk í póstinum birtist síða sem líkist réttri heimasíðu fyrir- tækisins en er í raun eftirlíking á vegum tölvuþrjóta á höttum eftir notandanafni og lykilorði. Einfaldasta leiðin til að varast svona nokkuð er að fara beint inn á réttu vefsíðuna í stað þess að smella á hlekkinn í póstin- um. • Fara skal gætilega með sjálft kreditkortið og gögn þar sem kortnúmer og gildistími koma fram. Til lítils er að gæta öryggis í tölvusamskiptum ef einhver kemst yfir þessar upplýsingar eftir öðrum leiðum. • Fylgjast ber með færslum á yfir- liti. Fátt getur komið í stað þess að fylgjast vel með færslum sem skráð eru á kortið, annað hvort upp á gamla mátann eða í heimabankanum frá degi til dags. Hægt er að kynna sér frekar öryggismál greiðslukorta á Netinu á vef MasterCard - Kreditkorts hf., www.kreditkort.is, og á vef Sam- taka banka og verðbréfafyrirtækja, www.sbv.is. Þekking hf. varð til á seinni hluta árs 1999 þegar tölvudeild KEA var gerð að hlutafélagi. Á árinu 2001 sameinuðust Þekking og Tristan ehf. í Kópavogi. Þekking stendur nú traustum fótum á grunni þess- ara tveggja félaga. Höfuðstöðvar félagsins eru á Akureyri og öflug starfsstöð í Kópavogi. Alls starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu og það hefur fimmfaldast að stærð á þeim 6 árum sem liðin eru frá stofnun þess. Meginstarfsemi Þekkingar er rekstrarþjónusta tölvukerfa, þ.m.t. hýsing, kerfisveita, útstöðvaþjón- usta ofl. Einfaldast er að líkja starfsemi Þekkingar við tölvu- deildir fyrirtækja enda höfum við notast við slagorðið „Tölvudeildin þín“. Það hefur sýnt sig að þau fyrirtæki, sem velja þá leið að semja við Þekkingu um útvistun á rekstri tölvukerfis og þjónustu því tengdu, hafa náð fram umtals- verðum sparnaði en bæta jafn- framt þjónustuna. Þekking hefur áralanga reynslu af því að vinna með sérfræðingum í tölvudeildum fyrirtækja og stofnana. Sú reynsla hefur getið af sér aðferðafræði sem notuð er við slíkt samstarf. Undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að uppbyggingu á traustu hýsingarumhverfi ásamt því að innleiða verkferla og vinnubrögð í samræmi við viður- kennda staðla. Meðal viðskipta- vina félagsins eru nokkrar stærstu verslunarkeðjur landsins, lyfja- verslanir, heildsölur, framleiðslu- fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Er þetta Tölvudeildin þín? – eftir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóra Þekkingar hf. Öruggari notkun kreditkorta á Netinu – eftir Sigurð Þór Jóhannesson, Kreditkorti hf.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.