UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 21

UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 21
Sífellt verður erfiðara að fylgjast með öllu því sem fréttnæmt þykir og í raun er ómögulegt að hafa slíka yfirsýn í allri fjölmiðlaflór- unni. Þetta á ekki síst við um stjórnendur og starfsmenn í at- vinnulífinu sem standa frammi fyrir auknu flæði upplýsinga sem ekki má fram hjá þeim fara. Fjölmiðlavaktin hefur haft því hlutverki að gegna í 25 ár að veita jafnt fyrirtækjum, stofnunum og almenningi margvíslegar upplýs- ingar um umfjöllun fjölmiðla. Í byrjun voru það einfaldar úrklipp- ur úr prentmiðlum en á mjög skömmum tíma hefur orðið bylt- ing í upplýsingatækninni sem ger- ir kleift að miðla upplýsingum mun hraðar en áður. Upplýsingar eru nú sendar og varðveittar á raf- rænan hátt, sem eykur gildi við- komandi þeirra enn frekar eftir því sem árin líða. Með tímanum verður þannig til ómetanlegur gagnabanki sem flestir geta von- andi nýtt sér, hvort heldur er til heimildasöfnunar eða annarra nota. Fjölmiðlavaktin hefur á skömmum tíma tileinkað sér þær tækninýjungar og öðlast þekkingu sem er á við sem best gerist hjá sambærilegum vöktunarfyrirtækj- um erlendis. Allt að 15.000 fréttir á mánuði úr um 100 miðlum Fjölmiðlavaktin vaktar dagblöð, héraðsfréttablöð, tímarit, ýmis fréttabréf, fréttatíma ljósvakamiðla og helstu umræðuþætti. Vaktaðir eru alls um 100 fjölmiðlar af ýmsu tag, þ.e. umfjöllum þeirra um ein- stök fyrirtæki, stofnanir, einstak- linga og atburði. Skrifuð eru orð- rétt textahandrit ef efni ljósvaka- miðlum og ný tækni gerir kleift að nálgast allt efni Fjölmiðlavakt- arinnar úr gagnagrunni á rafræn- an hátt. Fjölmiðlavaktin er aðili alþjóð- legra samtaka vöktunarfyrirtækja, Fibep, og styðst við viðurkenndar aðferðir sambærilegra fyrirtækja erlendis. Sá þáttur sem hvað mest hefur vaxið í starfseminni er töl- fræðigreining á umfjöllun fjöl- miðla. Umfjöllunin er m.a. greind eftir miðlum, málefnum og einnig er metið hvort að hún hafi verið jákvæð, hlutlaus eða neikvæð um tilgreind viðfangsefni. Fjölmiðla- vaktin er í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög varðandi greiningarverkefni og kemur að fjölda verkefna á sviði greininga. Má nefna í því sam- bandi að innihaldsgreiningar á umfjöllun fjölmiðla voru um 100 talsins árið 2005. Með tölfræði- greiningu fást einnig ítarlegar nið- urstöður á hlutdeild ólíkra hópa í umfjöllun um viss málefni. Á kökuritinu hér til vinstri má sjá hve oft var vitnað í ráðherra í fréttatímum ljósvakamiðla á árinu 2005. UTBLAÐIÐ | 21 Aukin fjölmiðlaumfjöllun, ný vinnubrögð – eftir Magnús Heimisson, forstöðumann greiningardeildar Fjölmiðlavaktarinnar UTBLAÐIÐ Útgefandi: Athygli ehf. í samvinnu við forsætisráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Ábyrgðarmaður: Atli Rúnar Halldórsson. Auglýsingar: Athygli. Hönnun og umbrot: Athygli. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreift með Morgunblaðinu 20. janúar 2006. UTBLAÐIÐ

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.