Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þrjú skemmtiferðaskip hafa komið til Reykja-
víkur síðustu daga í tengslum við sólmyrkvann
sl. föstudag. Skipin eru Azores, Magellan og
Marco Polo og það síðastnefnda átti að sigla frá
Skarfabakka í Sundahöfn handan um höfin nú í
morgunsárið. Fjórða skipið, Voyager, kemur til
Reykjavíkur í dag og hefur hér stutt stopp. Alls á
fjórða þúsund farþegar eru með þessum skipum,
sem hafa verið á siglingum um norðurslóðir, þar
sem fólki hefur gefist kostur á að sjá sólmyrkva
og norðurljósadans á himni. „Vetrarsiglingar
eru alveg tilfallandi, en það seldist vel í þessar
ferðir og hver veit nema þetta gæti verið upp-
hafið að öðru meira,“ sagði Jóhann Bogason hjá
Gáru sem veitti skipunum og áhöfn þeirra þjón-
ustu. Að þessari lotu afstaðinni er það næst 17.
maí sem skemmtiferðaskip kemur til Reykjavík-
ur, en í ár verða þau alls 103. sbs@mbl.is
Siglt í sólmyrkva og norðurljósadansi
Morgunblaðið/Eggert
Á fjórða þúsund farþegar með fyrstu skemmtiferðaskipum ársins
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
„Tíminn vinnur ekki með okkur
lengur og það þarf að komast meiri
gangur í þessar viðræður,“ segir
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins. Hann segir kjarasamninga
standa fasta á því að kröfur hópa séu
langt út fyrir öll þau mörk sem sam-
ræmist einhverjum efnahagslegum
stöðugleika.
Launakröfurnar liggja á bilinu
20% hækkun fyrir eins árs samning
og upp í 50-70 % launahækkanir fyr-
ir þriggja ára samning. „Það hafa
sennilega aldrei, eða sjaldan, komið
upp jafn háar launakröfur,“ segir
Þorsteinn.
Aðildarfélagar Starfsgreinasam-
bands Íslands kjósa í vikunni um
verkfallsboðun og hefjast verkfalls-
aðgerðir hinn 10. apríl verði verk-
fallsboðunin samþykkt. Aðgerðir
Starfsgreinasambandsins hefjast 10.
apríl næstkomandi. Eins er útlit fyr-
ir verkfallsaðgerðir á opinbera
markaðinum en 17 aðildarfélög
BHM hafa boðað til tímabundins
verkfalls 9. apríl næstkomandi. Þar á
meðal er Félag íslenskra leikara.
Leikararnir skrapa botninn
„Félögin innan BHM eru búin að
fá boð frá ríkinu um 3,5% hækkun og
það er algjörlega óásættanlegt. Þess
vegna erum við að fara í þetta sam-
stöðuverkfall,“ segir Birna Hafstein,
formaður Félags íslenskra leikara.
„Það vantar launaleiðréttingu hjá
leikurum Þjóðleikhússins. Hérna áð-
ur fyrr voru leikarar með ágætis
laun. Núna eru þeir með hörmuleg
laun og leikarar Þjóðleikhússins
skrapa botninn hjá BHM.“
Guðríður Arnardóttir, formaður
Félags framhaldsskólakennara, býst
við að einhverjar línur muni skýrast í
dag, eftir samningafund framhalds-
skólakennara með ríkissáttasemj-
ara. Guðríður segir samkomulag um
kjarasamning vera á grundvelli
vinnumats, en um það hafa verið
skiptar skoðanir meðal aðildarfélaga
sambandsins. Hafa t.a.m. fjögur
kennarafélög ályktað gegn núver-
andi stefnu, segir Guðríður en meiri-
hluti var á fulltrúafundi félagsins í
síðustu viku fyrir því að halda núver-
andi stefnu áfram. „Það hafa verið
skiptar skoðanir en yfirgnæfandi
meirihluti fundarmanna var sam-
mála því að við myndum halda áfram
samningaviðræðum á grundvelli
vinnumats með það að markmiði að
sníða af ákveðna vankanta,“ segir
Guðríður.
Þarf meiri gang í viðræður
Launakröfur hafa aldrei verið jafn háar og núna, segir framkvæmdastjóri SA
Framhaldsskólakennarar sammæltust um að halda áfram á sömu vegferð
Morgunblaðið/Kristinn
Verkfall Leikarar eru ósáttir við þá
launahækkun sem þeim var boðin.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Grund Mörkin ehf. hyggst tvöfalda
fjölda íbúða sinna innan tveggja
ára. Um er að ræða þjónustuíbúðir
fyrir einstaklinga 60 ára og eldri. Í
dag búa rúmlega 100 einstaklingar
í 78 íbúðum í Mörkinni og segir
Gísli Páll Pálsson, forstjóri Mark-
ar, að biðlistarnir lengist um einn
til tvo einstaklinga í hverri viku og
eru nú um 120 einstaklingar á bið-
listanum.
Unnið er að byggingu tveggja
nýrra fjölbýlishúsa þar sem sam-
tals verða 70-80 íbúðir. Gísli Páll
segir að unnið sé að skipulaginu í
samráði við Reykjavíkurborg, og
er vinnan við nýbyggingarnar á
byrjunarstigi. Þegar sú vinna klár-
ast á eftir að fjármagna nýbygg-
ingarnar, teikna þær og byggja, og
því má gera ráð fyrir að þær verði
klárar að tveimur árum liðnum.
Íbúar í þjónustuíbúðum Markar-
innar greiða 30% íbúðarverðsins,
svokallað íbúðarréttargjald, í upp-
hafi og tryggir það viðkomandi bú-
setu í íbúðinni til æviloka. Íbúar
greiða svo húsaleigu sem er frá
140 þúsundum á mánuði upp í 250
þúsund krónur á mánuði sem fer
eftir stærð íbúðanna.
Þjónustuíbúðirnar eru frá 80
upp í 140 fermetra að stærð.
Nýju íbúðirnar verða minni en
þær sem fyrir eru og segir Gísli
Páll að leigan verði hlutfallslega
lægri miðað við stærð íbúðanna.
Tvöfalda fjölda þjónustu-
íbúða til að anna eftirspurn
Morgunblaðið/Ómar
Þjónustuíbúðir Nýju íbúðirnar
verða minni en þær sem nú eru.
70-80 nýjar
íbúðir munu rísa
Ráðgert er að sjúkrahótel Landspít-
alans við Ármúla í Reykjavík verði
opnað aftur í dag, en því var lokað
fyrir helgina þegar sýking af völdum
nóróveirunnar kom þar upp. Gestir
hótelsins, sem oft eru til dæmis fólk
utan af landi sem kemur til aðgerða
á sjúkrahúsinu eða til að leita ann-
arrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu,
eru á hverjum tíma oft á bilinu 40 til
60. Þetta fólk ætti að geta snúið til
baka í dag, en yfir helgina tókst þó
að koma flestum í skjól og finna
lausnir við hæfi, svo sem á sjúkra-
húsinu sjálfu. Flestir fóru þó til síns
heima.
Nóróveiran veldur skæðri sýk-
ingu sem veldur erfiðum magaverkj-
um og niðurgangi. Þeir sem hana
bera hafa smit sem legið getur í loft-
inu í allt að tvo sólarhringa eftir að
viðkomandi fer úr húsi. Í hlutarins
eðli liggur því að á fjölförnum stöð-
um eins og sjúkrastofnunum þar
sem dvelst fólk sem er veikt fyrir
geta áhrifin orðið mikil og margir
geta veikst.
Kunna að bregðast við
„Ábyrgasta og jafnframt skjót-
virkasta leiðin til þess að brjóta víta-
hringinn upp er því að loka í nokkra
daga meðan hús hreinsast. Þessi
sýking hefur áður komið upp á hót-
elinu og eins í byggingum Landspít-
alans og við þekkjum því hvernig
bregðast skal við svona tilfellum,“
segir Bryndís Konráðsdóttir, deild-
arstjóri sjúkrahótelsins. Hún kvaðst
í samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi ekki eiga von á öðru en að fólk
gæti snúið aftur á hótelið í dag og
starfsemin þá komist að nýju í eðli-
legt horf. sbs@mbl.is
Brjóta upp
vítahring
veirunnar
Sjúkrahótelið verð-
ur opnað aftur í dag
Morgunblaðið/Golli
Sjúkrahótelið Sýkingin er á undan-
haldi og aftur verður því opnað.