Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Biðlistar heyra nánast sögunni til á Stuðlum, en börnin og unglingarnir sem þangað koma eru eldri og vandi þeirra flóknari en áður var. Fyrir skömmu voru gerðar endurbætur á neyðarvistuninni á Stuðlum sem hafa gefist vel, m.a. við að koma í veg fyrir að eldri unglingar hafi óæskileg áhrif á yngri börn. Stuðlar eru meðferðarstöð fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri og skiptist starfsemin í tvennt; með- ferðardeild og neyðarvistun. Sex pláss eru á hvorri deild. Unglingar eru vistaðir á neyðar- vistun af barnaverndarnefndum eða lögreglu og er gert ráð fyrir að vist- unin vari í eins skamman tíma og unnt er á meðan frekari úrræði eru undirbúin. Eftir endurbætur sem þar voru gerðar fyrir þremur mánuðum er m.a. hægt að skipta hópnum niður, en fyrir breytingarnar gátu komið upp aðstæður þar sem starfsfólk var uggandi um að ungmenni sem langt voru komin í neyslu og afbrot hefðu samskipti við yngri börn. Nú er tekið við fleirum á neyðarvistunina og það, ásamt breyttri nálgun á málefni barna í vanda, hefur leitt til þess að biðlistar heyra nánast sögunni til. „Undanfarna mánuði hafa ekki verið neinir biðlistar hér á neyðar- vistuninni og við höfum getað annað öllum það sem af er ári,“ segir Böðvar Björnsson, deildarstjóri neyðarvist- unar Stuðla. Stelpu- og strákadeild Endurbæturnar á neyðarvistun- inni fólust m.a. í því að henni var skipt í stelpudeild með tveimur rýmum og strákadeild með þremur rýmum. Að auki er þar nú neyðarrými fyrir einn, sem er hugsað sem skammtímaúr- ræði fyrir þá sem af ýmsum ástæðum er ekki hægt að vista allan daginn með öðrum unglingum. „Við gætum t.d. verið með 17 ára gamlan strák sem hefur verið mikið í afbrotum og neyslu og við viljum ekki að hann sé að umgangast 14 ára stráka sem eru að koma inn út af vægari hlutum. Þá væri t.d. hægt að hafa hann í þessu sérrými. Við lentum líka í að þurfa að fresta að taka inn nýja krakka, ef hér var einhver mjög erfiður og ofbeldisfull- ur. En það gerist ekki lengur,“ segir Böðvar og segir að nýja neyðarrýmið hafi t.d. verið nýtt fyrir gæsluvarð- haldsvist ungs afbrotamanns. Nýja fyrirkomulagið býður upp á að hægt er að skipta krökkunum t.d. eftir aldri og ef óæskileg samskipti koma upp. „Það getur myndast inn- byrðis spenna í hópnum; mörg eru að koma inn vegna mikilla erfiðleika og þurfa einfaldlega ró. Við þurfum að geta gripið inn í ef okkur líst ekki á samskiptin, en það gátum við ekki áð- ur,“ segir Böðvar. Fyrir utan að nú er hægt að taka við fleirum segir Böðvar breyting- arnar hafa haft góð áhrif á starfsem- ina á ýmsan hátt. Krökkunum líði betur og betur gangi að vinna með þeim. 15-17 ár algengasti aldurinn Algengasti aldur þeirra sem koma á neyðarvistun Stuðla er 15-17 ár, ekki er mikið um börn 12-13 ára. Yf- irleitt er mest um innlagnir fyrstu mánuði ársins, en Böðvar kann engar skýringar á því. „Einhverra hluta vegna kemur þetta í tímabilum.“ Böðvar segir tilkomu MST, sem er meðferðarúrræði á vegum Barna- verndarstofu, eina af ástæðunum fyr- ir því að dregið hefur úr biðlistum. Meðferðin er veitt fjölskyldum barna sem glíma við alvarlegan hegðunar- vanda, sem að óbreyttu yrðu vistuð utan heimilis. „Þessir krakkar komu meira eða minna allir á Stuðla áður, en núna tekur MST þessi vægari mál,“ segir Böðvar. Funi Sigurðsson, forstöðumaður meðferðardeildar Stuðla, segir deild- ina nú aðallega taka þá krakka sem MST ráði ekki við. „Eftir tilkomu MST varð mikið fall í beiðnum um vistun og þörfin minnkaði. En það hefur leitt til þess að við fáum eins- leitari hóp en áður, börnin sem koma inn núna eru með fjölþættari vanda en áður. Stundum er hann þyngri; t.d. meiri neysla, flókinn geðrænn vandi og stundum heilmikill fjöl- skylduvandi.“ Miðlungs eða mikil áhætta Önnur breyting sem orðið hefur er að krakkarnir sem koma í meðferð á Stuðlum eru eldri en áður var. „Við erum með talsvert af krökkum sem eru komnir af grunnskólaaldri, með- alaldurinn er 16 ára.“ Þegar ákveðið er að taka barn til meðferðar á Stuðlum er gert áhættu- mat þar sem farið er yfir sögu barns- ins og helstu áhættuþættir skoðaðir eins og afbrotasaga, fjölskylduað- stæður og uppeldi, menntun, at- vinnuþátttaka, vinir, vímuefnanotkun og tómstundir. Að auki er persónu- leiki, viðhorf og afstaða lögð til grundvallar. „Við metum þessa þætti og þau börn sem hingað koma eru ýmist í miðlungs eða hárri áhættu. Barn í hárri áhættu gæti t.d. verið í langvarandi neyslu og afbrotum.“ Funi segir vissulega jákvætt að biðlistar séu svo gott sem horfnir. „En það þarf að hafa í huga að þörfin hefur ekkert minnkað, úrræðin eru einfaldlega önnur.“ Færri börn, en flóknari vandi  Breytingar á Stuðlum hafa gefist vel  Meðferðarúrræði Barnaverndarstofu gagnast mörgum  Biðlistar eru svo gott sem horfnir  Geta núna aðskilið þau eldri frá þeim yngri, ef þurfa þykir Morgunblaðið/Kristinn Forstöðumenn Þeir Böðvar (t.v.) og Funi láta vel af umbótunum á Stuðlum. MST er meðferðarúrræði á veg- um Barnaverndarstofu fyrir fjöl- skyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda. MST fer fram á heimili barnsins og hámarks- lengd meðferðarinnar er 3-5 mánuðir. Barnaverndarnefndir sækja um MST-meðferð til Barnaverndarstofu og úrræðið er veitt á öllu landinu. Meðferðin felst í að draga úr eða yfirvinna vandamál barns og efla hæfni foreldra til að tak- ast á við vandann, að því er kemur fram á vefsíðu Barna- verndarstofu. Meðferð á heimili MST UM ALLT LAND Morgunblaðið/Kristinn Meðferð Þrátt fyrir að biðlistar hafi minnkað er þörfin enn sú sama. Morgunblaðið/Kristinn Stuðlar Þar er meðferðarstöð fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri. Allt sem þú vilt vita um heilsu, útivist og mann- rækt, framreitt af Sigmundi Erni á einkar áhugaverðanmáta. LÍFSSTÍLL www.hringbraut.is við miðlum af reynslu „Þetta er mín hugmynd – hún er rót- tæk en ég hef ekki farið með þetta formlega fyrir flokkinn eða rætt hana við aðra flokka,“ segir Birgitta Jóns- dóttir, kapteinn Pírata, en hún vill að stjórnarandstaðan geri með sér stjórnarsáttmála eins og ríkisstjórnir gera með sér eftir kosningar. Hugmyndin er að það liggi ljóst fyrir áður en gengið er til kosninga að stjórnarandstöðuflokkanir myndu gera með sér bindandi samkomulag sem hafi það að markmiði að klára vinnu við nýja stjórnarskrá og leysa upp þingið. „Ég hef verið að spjalla við ýmsa pírata um þetta og fengið ágætis við- brögð. Þetta er ekkert sem er farið af stað – það eru jú tvö ár í kosningar. Þetta er enn bara hugmynd. En ég skynja að mikill fjöldi Íslendinga er að kalla eftir þessu.“ Birgitta segir að hugsanleg at- burðarás fyrir næstu kosningar gæti þá litið svona út: „Þeir stjórnmála- flokkar sem hafa áhuga á að vinna saman að eftirfarandi atburðarás gera með sér stjórnarsáttmála fyrir kosningar sem mun innihalda eft- irfarandi: Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort haldið verður áfram með aðild- arviðræður að ESB. Nýja stjórnar- skráin verður samþykkt. Þá myndi þjóðaratkvæðagreiðsla vera sett í undirbúning og henni hrint í framkvæmd. Á meðan yrðu lagatæknilegir hnökrar nýrrar stjórnarskrár lagað- ir. Strax eftir að niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslu liggja fyrir er ný stjórnarskrá samþykkt og þing leyst upp og til nýrra kosninga boðað.“ benedikt@mbl.is Ekkert sem er farið af stað  Hugmynd Birgittu Jónsdóttur, kapteins Pírata, um að stjórnarandstaðan geri með sér stjórnarsáttmála Morgunblaðið/Kristinn Róttæk Hugmynd Birgittu Jónsdóttur, kapteins Pírata, snýst um að stjórn- arandstaðan geri með sér stjórnarsáttmála líkt og þekkist víða erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.