Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Sigurbjörg Sæmundsdóttir
Afmæli Kristian Guttesen á tuttugu ára skáldaafmæli í ár og af því tilefni gefur hann út úrval ljóða sinna sem komið
hafa út í átta bókum á tímabilinu. Hann segir að ljóð megi upplifa með ýmsum hætti, bæði lesin og flutt upphátt.
sömuleiðis að uppgötva þau.
„Kannski er það of auðvelt,“ veltir
Kristian upp. Þrátt fyrir að hægt sé
að nálgast alls kyns lesefni á vefnum
verður án efa alltaf til fólk sem vill
„þreifa“ á ljóðunum, halda á bókinni
og lesa. „Ég tek líka eftir því að þótt
við getum lesið fréttir á netinu þá er
alltaf til hópur sem vill sitja við eld-
húsborðið með dagblað og kaffibolla.
Þannig að sumt breytist ekki en nýj-
ungar eiga samt rétt á sér og hvað
ljóðið varðar þá er þessum breyt-
ingum ekki alveg lokið því útgáfa á
rafbókum á eftir að þróast meira,“
segir Kristian og nefnir að menn hafi
reynt ýmislegt, eins og til dæmis að
birta ljóð á bloggsíðum og Facebook
og prófa ólíkar leiðir til að miðla
hugsunum og orðum. „Það er ekkert
sem hindrar nokkurn í að birta ljóðin
sín og lesandi sem vill nálgast ljóð
getur fundið ljóð við sitt hæfi. Ég
held að það sé mjög mikilvægt fyrir
ljóðskáld að lesa samtímakveðskap
og líka að horfa á fólk flytja ljóðin sín
og fara á upplestra. Það er öðruvísi
upplifun að hlýða á ljóð innan um
aðra, rétt eins og það er betra að
hugleiða í hópi. Ef margir eru komnir
til að hlýða á og horfa á einhvern
spila tónlistina sína þá skapast
stemning og maður upplifir þetta
tónverk eða þetta ljóð á annan hátt,“
segir Kristian. Jafnvel má sjá og
heyra flutning ljóðskálda á eigin
verkum inni á veraldarvefnum og á
Youtube má til að mynda finna
Kristian lesa upp eigin verk.
Ljóðið er því langt frá því að
vera dautt, heldur getur verið, eins
og Kristian bendir á, að einhverjar
hugmyndir um ljóðið séu dauðar eða
úreltar. „Ljóðið er sterkt fyrir og
hverfur ekki nema við hreinlega
hættum að nota tungumál,“ segir
hann. Að lokum spyr blaðamaður
skáldið út í heimspeki ljóðanna og
segist Kristian sannfærður um að öll
skáld hafi sína heimspeki. „Ég held
að öll skáld fari með einhverja lífs-
speki. Þegar maður les ljóð annarra
þá bæði kynnist maður skáldinu og
lærir um leið eitthvað um sjálfan sig,
vegna þess að ef ljóð tala til manns þá
verða til tengingar, hugrenninga-
tengsl og maður fer að sjá hlutina í
nýju ljósi. Hvort sem maður var að
lesa um ást, sorg eða ömurlegt
ástand í öðru landi,“ segir skáldið,
heimspekingurinn og kennarinn
Kristian Guttesen.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
Málþing verður haldið í dag, í fundar-
salnum Kötlu sem er á annarri hæð
Hótels Sögu. Málþingið er haldið á
vegum Almannavarnadeildar ríkislög-
reglustjóra, Bændasamtaka Íslands,
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins og umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins. Þar verður fjallað um
áhrif mengunar frá gosinu í Holu-
hrauni á gróður og lífríki.
Eins og fram kemur á vef umhverf-
is- og auðlindaráðuneytisins,
www.umhverfisraduteyti.is, er til-
gangur málþingsins að miðla upplýs-
ingum um bein og óbein áhrif meng-
unar frá eldgosinu í Holuhrauni og
hvernig eftirliti með menguninni er
og verður háttað. Á vefnum má einn-
ig sjá dagaskrá málþingsins.
Hljóðupptökur og glærur verða að-
gengilegar eftir málþingið á vefnum
www.avd.is.
Málþing í dag á milli klukkan 13 og 17
Morgunblaðið/RAX
Mengun Á málþinginu í dag verður fjallað um áhrif mengunar gossins í Holu-
hrauni á gróður og lífríki. Halldór Runólfsson verður fundarstjóri.
Áhrif gossins á gróður og lífríki
Veitingastaðurinn Vitinn í Sandgerði
fékk það verkefni í ársbyrjum að elda
fyrir lítið alþjóðlegt flugfélag, Privat-
Air, sem var á leið til landsins í lok
febrúar.
Um borð voru 50 farþegar og
meðalaldur þeirra var rúm 60 ár, en
um borð var einnig 8 manna áhöfn.
Gestirnir eru vel stæðir ferðamenn úr
Mið-Evrópu, sem leita sérstaklega að
öðruvísi áfangastöðum og upplifun
um allan heim. Meginþema ferðar-
innar er náttúra, saga og menning á
norðurslóðum. Í tilkynningu frá Vit-
anum segir meðal annars um þetta
skemmtilega verkefni að „til þess að
uppfylla sem best væntingar, vildi
flugfélagið samstarf við fyrirtæki
sem gætu veitt persónulega þjón-
ustu. Sérstök áhersla var á að allur
maturinn væri íslenskur, svæðis-
bundinn og heimagerður með til-
vitnun í sögu og menningu.“
Verkefnið tókst með eindæmum
vel og var allur matur eldaður í Sand-
gerði. Ítarlegri sögu af þessu má lesa
á vef Vitans, www.vitinn.is.
Heimagerður flugvélamatur
Ánægð Stefán Sigurðsson, Susanne
Heger og Brynhildur Kristjánsdóttir.
Íslensk matarmenning frá veit-
ingamanni Vitans í Sandgerði
Tíu íslenskir listamenn fengu af-
hentar prjónapeysur úr alpaca-ull
frá fyrirtækinu As We Grow en
peysunum áttu þeir að breyta í sjálf-
stæð listaverk – hver með sínum
hætti. Úr varð heilsteypt sýning
með tíu „peysugjörningum“ ef svo
mætti að orði komast. Halldór Bald-
ursson teiknari var einn þátttakenda
en hann þekkja margir vegna póli-
tískra skopmynda hans – í dagblöð-
unum. Peysan sem Sigtryggur Bald-
vinsson myndlistarmaður fékk til
meðhöndlunar varð óður til mál-
verksins The Painter eftir suðurafr-
íska málarann Marlene Dumas og
lituð í þeim anda. Ilmur Stefáns-
dóttir leikmyndahönnuður klæddi
klassísku ryksuguna Nilfisk í peysu.
Aðrir þátttakendur voru Guðrún
Lárusdóttir fatahönnuður, Róshild-
ur Jónsdóttir vöruhönnuður, Þórunn
Sveinsdóttir búningahönnuður, Auð-
ur Karitas fatahönnuður, Tinna
Gunnarsdóttir vöruhönnuður og
Furðuverk, þær Birta Þórðardóttir,
Sonja Bent fatahönnuður og Rúna
Kristinsdóttir.
Sýning As We Grow
Gjörningur Peysa Sigtryggs Baldurssonar á sýningu As We Grow.
Prjónapeysum breytt í
sjálfstæð listaverk
Í landi hinna ófleygu fugla býr vatnastelpan.
Þar býr félagi minn, sem ekki dregur lengur
andann.
Í landi hinna ófleygu fugla hvílir hin ígrundaða
reynsla.
Ég þarf sjálfur að hafa mig allan við til að gleyma
ekki að anda. Í landi minninganna er eilíft myrkur.
Alheimurinn þenst út, hin lifaða reynsla boðar alkul.
Það eina sem dregur hann saman og bindur okkur
traustum böndum er ást.
Í landi hinna ófleygu fugla
KRISTIAN GUTTESEN