Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150
Tilboðin gilda til 31. mars
Supeshock Max maskari
– vinsælasti maskarinn
frá Avon
Áður: 1.995 kr.
Nú: 1.295 kr.
Aloe Vera – Handáburður,
andlitshreinsir og
body lotion
Áður: 2.695 kr.
Nú: 1.495 kr.
Solutions Truly Radiant
24 stunda krem + BB krem
frítt með
Áður: 5.190 kr.
Nú: 2.490 kr.
Super Extend
Eyeliner
Áður: 1.995 kr.
Nú: 895 kr.
Avon Luck – Ilmvatn
og Body lotion
Áður: 7.690 kr.
Nú: 4.495 kr.
shop.avon.is
Frábær tilboð
á vefverslun avon
Leikkonan Kristin Scott Thomas var öðl-
uð í síðustu viku við hátíðlega athöfn í
Buckingham-höll fyrir framlag sitt til leik-
listargyðjunnar. Elísabet Bretadrottning
sá um að krækja orðu í hana af þessu
tilefni, en þessi 54 ára leikkona mun
einmitt stíga á svið í London’s
Apollo-leikhúsinu í hlutverki
drottningarinnar í næsta mánuði.
„Hún spurði mig hvað ég tæki
mér fyrir hendur næst, og þegar
ég tjáði henni hvert væri mitt
næsta hlutverk, þá sagði hún að
það yrði nú aldeilis áskorun fyrir
mig að leika hana,“ sagði Kristin
sem margir muna eftir í hlut-
verkum sínum í kvikmyndunum
English Patient, Four Weddings and a
Funeral og Gosford Park. Hún fer með hlut-
verk í rómantísku kvikmyndinni Suite Fran-
caise sem kom til sýningar á þessu ári en þar
er sögusviðið seinni heimsstyrjöldin.
Kristin fæddist í Cornwall, en hún býr
núna bæði í Bretlandi og Frakklandi. Hún
sagðist augljóslega vera himinlifandi eftir að
hafa verið öðluð af drottningunni fyrir leik
sinn, en hún hefur leikið bæði á sviði og í
kvikmyndum. Hún var tilnefnd til Bafta-
verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í kvikmynd-
inni Nowhere Boy frá árinu 2009 þar sem
hún lék Mimi frænku Johns Lennon. Hún
hefur leikið með heimsþekktum leikurum,
t.d. með Ryan Gosling í kvikmyndinni Only
God Forgives frá 2013, með Maggie Smith í
My Old Lady og með Ralph Fiennes í kvik-
myndinni The Invisible Woman.
Kristin Scott Thomas öðluð
Ljósmynd/PA
Stór stund „Það verður mikil áskorun að leika mig,“ sagði drollan.
Nýöðluð Kristin
Scott Thomas
brosti breitt þegar
hún sýndi nýju
orðuna sína.
AFP
Næsta djasskvöld á KEX Hosteli er
annað kvöld, þriðjudag, en þá kem-
ur fram kvintett danska trommu-
leikarans Helge Haahr.
Haukur Gröndal leikur á saxó-
fóna, Andrés Þór Gunnlaugsson á
gítar, Kjartan Valdemarsson á pí-
anó og Róbert Þórhallsson á
kontrabassa.
Flutt verður fjölbreytt úrval
djasstónlistar eftir ýmsa höfunda,
þar á meðal Wayne Shorter, Dave
Holland og John Scofield.
Helge hefur verið nemandi við
Tónlistarsóla FIH undanfarin ár og
útskrifast nú í vor.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og
standa í u.þ.b. tvær klst. með hléi.
Aðgangur er ókeypis og fyrir þá
sem eru að koma í fyrsta sinn er
vert að taka fram að KEX Hostel er
á Skúlagötu 28 í Reykjavík.
Kvintett
Helge
Haahr
á Kex
Trommuleikari Helge Haahr.