Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015
Ný sending af
ál- og fíbertröppum
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | | 201 Kópavogur |
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Akralind 8 sími 564 6070
Jarðneskar leifar Ríkharðs III. Englandskon-
ungs voru í gær bornar út úr Sankti Nikulásar-
kirkjunni í Leicester þar sem haldin var stutt
minningarathöfn. Þaðan var kista konungs, sem
er látlaus eikarkista, flutt í dómkirkjuna í Leic-
ester með hestvagni. Heiðursvörður fylgdi kist-
unni á leiðarenda og var mannfjöldi samankom-
inn til þess að fylgjast með. Almenningi er svo
gefinn kostur á því fram á miðvikudag að sækja
dómkirkjuna heim og votta hinum fallna kon-
ungi Englands virðingu sína. Ríkharður III, sem
lést í orrustunni við Bosworth árið 1485, verður
borinn til grafar í miðaldakirkjugarðinum við
dómkirkjuna næstkomandi fimmtudag. Hann
ríkti yfir Englandi í 26 mánuði, frá 1483-1485.
Ríkharður III., konungur Englands, lést í orrustunni við Bosworth árið 1485
AFP
Jarðneskar leifar Englandskonungs fluttar í dómkirkju
Þýskur ferða-
langur, sem
staddur var í
Egyptalandi, var
um helgina étinn
af hákarli. Mað-
urinn, sem var 52
ára, hafði
skömmu áður
stungið sér til
sunds við strend-
ur Rauðahafsins.
Samkvæmt frétt The Guardian
synti upp að honum hákarl og beit
dýrið af manninum fótlegginn. Tal-
ið er að hann hafi látist samstundis.
EGYPTALAND
Þjóðverji varð
hákarli að bráð
Víða tíðkast að
vara við hákörlum.
Fornleifafræð-
ingar telja sig
hafa fundið
leynistað þýskra
nasista í frum-
skógi í Argent-
ínu. Meðal þess
sem fannst á
staðnum var
þýsk mynt, sleg-
in á árunum
1938-1941. Að líkindum átti staður-
inn að hýsa háttsetta nasista að
styrjöld lokinni en ekkert bendir til
að hann hafi verið notaður í þeim
tilgangi.
ARGENTÍNA
Leynistaður nasista
fannst í frumskógi
Adolf Hitler
Talið er að
Jimmie Åkesson,
leiðtogi Svíþjóð-
ardemókrata,
muni á næstu vik-
um segja af sér.
Er það sænska
dagblaðið Dag-
ens opinion sem
greinir frá. Åkes-
son hefur verið í
veikindaleyfi frá því í nóvember sl.
eftir harða kosningabaráttu sem
skilaði flokknum 12,9%.
SVÍÞJÓÐ
Åkesson sagður á
útleið sem formaður
Jimmie Åkesson
Um eitt hundrað bandarískir her-
menn hafa að undanförnu fengið
líflátshótanir á netinu. Eru það
hryðjuverkasamtökin Ríki íslams
sem standa að baki hótununum.
Samtökin birtu nýverið á heima-
síðu lista með nöfnum og heimilis-
föngum hermanna. Þar óska víga-
samtökin eftir því að mennirnir
verði drepnir. Fréttastofa breska
ríkissjónvarpsins BBC greinir frá
því að búið sé að láta viðkomandi
hermenn vita af stöðu mála og að
varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna vinni nú að rannsókn málsins.
Vígasamtökin segjast hafa kom-
ist yfir upplýsingarnar með því að
brjótast inn í gagnagrunna.
BANDARÍKIN
Ríki íslams hefur sett saman dauðalista
Ein af þyrlum stjórnarhersins í Sýr-
landi þurfti um helgina að nauðlenda
í norðausturhluta landsins þar sem
vígamenn hliðhollir hryðjuverka-
samtökum al-Qaeda ráða ríkjum.
Um borð í þyrlunni voru fimm liðs-
menn stjórnarhersins og var einn
þeirra myrtur af vígamönnum. Hinir
fjórir eru nú í haldi öfgasamtakanna.
„Þyrlan laskaðist [á flugi] og
þurfti að nauðlenda henni á land-
svæði þar sem armur hryðjuverka-
samtaka al-Qaeda ræður ríkjum,“
segir talsmaður sýrlenskra eftirlits-
manna með mannréttindabrotum í
samtali við fréttaveitu AFP.
Birst hafa myndir af flaki þyrlunn-
ar þar sem það liggur á hlið í fjalls-
hlíð. Talið er að áhöfn þyrlunnar hafi
þurft að nauðlenda vélinni sökum
tæknibilunar.
Nauðlentu þyrlu á
miðju átakasvæði
Einn úr áhöfninni var myrtur
AFP
Flak Fólk safnaðist saman á slys-
staðnum til að skoða þyrluna.
Löggæsluyfir-
völd í Bandaríkj-
unum lögðu um
helgina hald á
kókaín að and-
virði tæpra 25
milljarða ís-
lenskra króna.
Kemur þetta
fram í tilkynn-
ingu frá ríkis-
saksóknara Kól-
umbíu. Þar segir einnig að efnin hafi
fundist um borð í bát sem þá var
staddur í Kyrrahafi. Var báturinn á
leið með farminn til Bandaríkjanna
þegar upp komst um athæfið.
Þegar liðsmenn bandarísku fíkni-
efnalögreglunnar komu um borð í
bátinn, sem staddur var á alþjóðlegu
hafsvæði undan ströndum Mið-
Ameríku, fundu þeir rúmlega fimm
tonn af kókaíni. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fréttaveitu AFP sigldi
báturinn undir fána Panama og til-
heyrir hann þekktum kólumbískum
smyglhring.
300 tonn framleidd árlega
Á síðasta ári gerðu löggæslu-
yfirvöld í Kólumbíu upptæk tæp 166
tonn af kókaíni en talið er að þar séu
framleidd um 300 tonn af efnunum á
ári hverju. Kókaín er, ásamt öðrum
fíkniefnum, ein helsta útflutnings-
afurð landsins og hefur meðal ann-
ars fjármagnað borgarastyrjöld þar
í landi undanfarin 50 ár. Hafa á þeim
tíma yfir 200 þúsund manns látist í
átökunum.
Kókaín fyrir 25 milljarða
ISK fundust í smyglbáti
Farmurinn reyndist vera fimm tonn
Hermaður með-
höndlar kókaín.