Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 23. MARS 82. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Gripnir í bólinu
2. Viðbrögð fjölskyldu kostuðu …
3. Dularfullur dauðdagi vekur óhug
4. Segist íhuga stöðu sína
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika á Björtuloftum í kvöld kl. 20.30.
Flutt verður efnisskrá verka eftir tón-
skáldið, útsetjarann og trompet-
leikarann Thad Jones, en hann er í
hópi merkustu og áhrifamestu höf-
unda stórsveitatónlistar.
Klúbbkvöld Stór-
sveitar Reykjavíkur
Sérstök um-
ræðusýning á
kvikmyndinni
Songs For Alexis
með Samtök-
unum ’78 og
Trans-Íslandi,
verður í kvöld kl.
20 í Bíó Paradís.
Kvikmyndin segir
frá Ryans sem er 18 ára og kom út úr
skápnum sem transgender fyrir fjór-
um árum en hann er ástfanginn af
hinni 16 ára Alexis, en foreldrar henn-
ar eru ekki sáttir við sambandið.
Umræðusýning á
Songs For Alexis
Listamaðurinn Tumi Magnússon
heldur hádegisfyrirlestur í dag kl.
12.30 í fyrirlestrarsal myndlistar-
deildar LHÍ á Laugarnesvegi 91. Í
fyrirlestrinum mun Tumi
fjalla um verk sín og
feril ásamt sýningu
sinni Largo-Presto
sem var opnuð ný-
verið í Hafnar-
borg. Fyrir-
lesturinn er á
íslensku og allir
velkomnir á meðan
húsrúm leyfir.
Tumi segir frá verkum
sínum og aðferðum
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestlæg átt, 8-15 norðaustantil í kvöld
og bætir í élin þar. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast austast.
VEÐUR
Einar Kristinn Kristgeirsson
varð fjórfaldur Íslandsmeist-
ari í alpagreinum á Skíðamóti
Íslands sem lauk í gær og
vann allt sem var í boði, rétt
eins og María Guðmunds-
dóttir og göngukonan Elsa
Guðný Jónsdóttir. Einar fer á
sjóinn í sumar en það hefur
hann gert frá sextán ára aldri
til að fjármagna dýran rekst-
ur sinn sem skíðamaður.
„Maður herðist bara upp,“
segir Einar. »7
Fjórfaldur Íslands-
meistari á sjó
Thelma Rut Hermannsdóttir varð Ís-
landsmeistari í fjölþraut í sjötta sinn
um helgina þegar Íslandsmótið í
áhaldafimleikum fór fram og er orðin
sigursælust frá upphafi. Hún var sér-
staklega ánægð með persónulegt
met sitt í gólfæfingum í gær. Valgarð
Reinhardsson kom heim frá Kanada
og vann Íslandsmeistaratitil karla
með yfirburðum. Á einstökum áhöld-
um dreifðust Íslands-
meistaratitlarnir á
marga kepp-
endur. »4
Thelma Rut er orðin
sigursælust frá upphafi
Grindvíkingar geta sjálfum sér um
kennt að hafa ekki sigrað og jafnað
metin í einvíginu við Íslandsmeistara
KR í körfubolta karla í gærkvöld. Þess
í stað eru KR-ingar komnir í verulega
góða stöðu, 2:0 yfir. Stjarnan jafnaði
hinsvegar metin gegn Njarðvík í öðr-
um spennuleik liðanna, 89:86 í
Garðabæ, og þar stefnir í rosalega
rimmu. »2
Grindvíkingar geta
sjálfum sér um kennt
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Hvað ef þú hefðir ekki, eða fengir
ekki, kosningarétt? Þetta er þema
leiks fyrir ungt fólk 16-25 ára á
samskiptamiðlinum Instagram þar
sem sjónum er beint að 100 ára af-
mæli kosningaréttar kvenna og
ungmenni hvött til að taka þátt
með því að setja inn myndir eða
myndskeið sem tengjast viðfangs-
efninu.
„Við vildum vekja ungt fólk til
umhugsunar um hvað þetta er mik-
ilvægur áfangi. Besta leiðin til þess
er að nota þá miðla sem þau nota
daglega,“ segir Unnur Gísladóttir,
framhaldskólakennari í Borgar-
holtsskóla, sem stendur að leiknum
ásamt Hönnu Björgu Vilhjálms-
dóttur samkennara sínum. „Pæl-
ingin er að hvetja þau til að hugsa
um hvað kosningaréttur kvenna
felur í sér og búa til mynd sem
endurspeglar þeirra upplifun á ein-
hvern hátt. Það er svo margt sem
þessi réttindi fela í sér, t.d. lýð-
ræði, jafnrétti, réttlæti, mannrétt-
indi og femínisma. Í Instagram-
leiknum eru þau sjálf gerendur,
þau stjórna ferðinni og túlka þessi
tímamót eftir eigin höfði, þau velja
sér sína eigin birtingarmynd.“
Einfalt að taka þátt
Þarf að vekja ungt fólk til um-
hugsunar? „Auðvitað eru þau mis-
meðvituð. En ég held að við gerum
aldrei of mikið af því að hvetja
unga fólkið áfram, þau eru drif-
kraftur breytinganna og það eru
þau sem drífa orðræðuna um jafn-
rétti kynjanna áfram og gefa henni
nýja merkingu,“ segir Unnur.
Hún segir leikinn einfaldan í
framkvæmd. „Það eina sem þarf að
gera er að taka mynd, merkja hana
með myllumerkinu #hundradgram
og þá kemst myndin í þennan
myndabanka. Úr honum verða
valdar 20 myndir, sem verða sýnd-
ar í Bíó Paradís 16. apríl og af
þeim verður valin ein sem fær
50.000 króna peningaverðlaun.“
Unnur segir allar útfærslur
mynda velkomnar. Nokkuð af
myndum hefur þegar borist og
hægt er að skoða þær á In-
stagram-síðunni hundradgram.
„Annars er markmiðið fyrst og
fremst að vekja til umhugsunar. Ef
okkur tekst það, þá erum við al-
sælar.“
Minnast 100 ára kosninga-
afmælis kvenna á Instagram
Ungmenni
túlka tímamótin
eftir eigin höfði
Morgunblaðið/Kristinn
Kennarar Þær Unnur Gísladóttir (til vinstri) og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir leita nýrra leiða til að vekja athygli á
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Við það eru þeir samskiptamiðlar notaðir sem ungt fólk notar daglega.
Hundraðgram Merki verkefnisins, en tilgangur þess er að vekja ungt fólk
til umhugsunar. Til hægri er ein þeirra mynda sem borist hafa í leikinn.
Á þriðjudag Minnkandi norðanátt og bjart með köflum, en snýst í
vaxandi suðaustanátt vestanlands seint um kvöldið, þykknar upp.
Á miðvikudag Suðaustanhvassviðri eða jafnvel stormur með
slyddu eða rigningu, einkum sunnan- og vestanlands.