Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Besta leikkona í aðalhlutverki ÍSLENSKUR TEXTI NÝ STUTTMYND VERÐUR SÝND Á UNDAN ÓDÝRT KL. 5:25 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN Hæ! Helgi Þorgils Friðjónsson brá á leik og mátaði sig við persónu á spjaldi. Viltu? Þórdís Erla Zoëga bauð upp á sláturmús og bananamjólk á barnum. Er ekki nóg að elska? erfjölskyldusaga sem geristsamkvæmt handriti sum-arið 1980. Fjölskyldufað- ir, sem er virtur stjórnmálaleiðtogi og ráðamaður, er fallinn frá. Eftir situr syrgjandi ekkja og sonur. Til leiks mæta líka uppeldisdóttir, framhjáhaldsbarn og prestur sem hefur verið hálfgerður heimalningur á heimili hins látna. Persónurnar eru allar komnar vel á fertugsaldur nema ekkjan sem stendur á sjötugu. Unga fólkið í verkinu væri því á átt- ræðisaldri í dag. Verkið er raunsæis- verk í þeim skilningi að það lýsir venjulegu fólki og segir frá að- stæðum sem upp geta komið innan fjölskyldna sem allir þekkja af eigin raun að geta rúmað ótrúlegustu átök og uppákomur. Upphafið virðist í fyrstu ekki gefa tilefni til mikilla tíðinda. Það fer fram á heimili hins látna. Uppeldis- dóttirin Íris, sem hefur dvalið lang- dvölum í Ameríku, er langdrukkin og heldur áfram að drekka. Hún skrattast jafnframt í Lárusi presti sem hún virðist eiga eitthvað sökótt við. Lárus reynir að leiða hana hjá sér á meðan hann bíður áhyggju- fullur eftir húsfrúnni til að ræða erf- ið praktísk mál varðandi greftrun- ina. Í framhaldinu er áhorfandinn hægt og rólega kynntur fyrir ýms- um fjölskylduleyndarmálum, átaka- efnum og lygum þessarar ágætu fjölskyldu og þeim sem henni tengj- ast. Skáldið byggir upp spennu af ör- yggi. Persónurnar eru áhugaverðar og leiktextinn er þjáll, vandaður, sannfærandi og stundum fyndinn. Kannski er það tími verksins sem veldur því en mér finnst það á ein- hvern hátt ögn gamaldags án þess að það sé á nokkurn hátt neikvætt. Mögulega er þessi tilfinning sprottin af því að djúp og einlæg trú á ákveðna hugmyndafræði og dýrkun „mikilmenna“ í stjórnmálum er nokkuð fjarlæg í samtímanum. Því hafa meðal annars okkar ágætu stjórnmálamenn séð fyrir, en vissu- lega einnig aukið gagnsæi og aðhald fjölmiðla. Hugmyndir af þessu tagi voru hins vegar miklu nær mönnum á sögutíma verksins. Leikmyndin er á mörkum raunsæis og smá fantasíu. Stærstur hluti sviðsins sýnir stofu á heimili hins látna. Gólfið er svart- og hvít- tíglótt. Vaskur, píanó, stóll og fleiri húsmunir eru að nokkru leyti grafn- ir í sviðinu. Það er vissulega ein leið til að lýsa sérlega grónu menningar- og efri millistéttarheimili. Fremst á sviðinu til beggja handa eru horn þar sem fram fara leikatriði sem gerast á heimili framhjáhaldsbarns- ins Huldu. Birgir Sigurðsson, höfundur verksins, hefur sagt að sér hafi alltaf tekist best upp í að skapa kven- persónur. Það á vel við hér. Tvær kvenpersónanna, eiginkonan Katrín, leikin af Kristbjörgu Kjeld, og fóst- urdóttirin Íris, sem Unnur Ösp Stef- ánsdóttir leikur, eru að mínu mati langáhugaverðustu persónur leiks- ins. Móðirin Katrín er mikið veldi sem er annt um ásýnd fjölskyld- unnar, flokksins og hins látna. Hún er greinilega einnig vön að fá sitt fram. Framan af er hún að mörgu leyti mjög fráhrindandi en þegar höfundur hefur skilið við hana skynjum við að staða hennar er ekki auðleyst. Maður skilur einnig breytni hennar, að minnsta kosti að nokkru leyti. Kristbjörg brillerar al- gerlega í þessu hlutverki. Hún nær að sýna margar hliðar þessarar konu og gríðarlegan styrk og ákveðni, eða frekju, hvernig hún hefur náð að ráðskast með fólkið í kringum sig með blöndu af hörku og kjassi eftir því sem við hefur átt. Unnur Ösp er líka alveg sérstaklega góð sem Íris. Hún hefur átt erfiða æsku, lífið hef- ur leikið hana grátt á köflum en hún er ekki buguð. Hún heldur uppi hörkulegri framhlið sem sjaldan sést nokkurt lát eða bilbugur á. Skúli, sonurinn á heimilinu, er leikinn af Guðjóni Davíð Karlssyni af feikileg- um krafti og tilfinningu. Frá hendi höfundarins er hann hins vegar ekki sérstaklega frumleg eða eftir- minnileg persóna, sonurinn sem elst upp í skugga föður síns og tekst kannski aldrei að stíga út úr honum. Katla Margrét Þorgeirsdóttir er fulltíða framhjáhaldsbarn. Katla gerir persónunni góð skil. Persónan Hulda hefur vissulega markast af sérstökum aðstæðum í uppeldi en leyst nokkuð vel úr þeim og er frem- ur sátt. Vangaveltur hennar um upp- vöxt með framhjáhaldspabba eru áhugaverðar en hamingja er, eins og við þekkjum, náttúrlega aldrei jafn áhugaverð og óhamingja. Séra Lár- us er leikinn af Sveini Ólafi Gunn- arssyni. Sveinn nær að draga upp mjög sannfærandi mynd af persón- unni og leikur hans er á köflum al- veg framúrskarandi. Þó fannst mér skorta örlítið upp á framsögn leik- arans til þess að túlkun hans yrði al- veg fullkomin. Tónlist Björns Jörundar hæfir verkinu vel. Píanó er áberandi og laglínur sem heyrast eru áhlýðilegar og kunnuglegar, svona dálítið eins og vera ber með leikhústónlist. Tón- listin gefur verkinu klassískt yfir- bragð sem passar vel við tíma verks- ins og þann haganlega vef sem hér er spunninn. Búningar persónanna eru látlaus- ir og viðeigandi. Karlarnir eru í fremur hefðbundnum og vönduðum klæðnaði. Fatnaður heimilisfrúar- innar er sérlega fallegur og smekk- legur og Íris er í samfestingi sem manni finnst henta vel amerískri frú í kringum 1980. Er ekki nóg að elska? snertir á fjölmörgum áhugaverður efnum. Hér er fjölskyldan í forgrunni, efni sem við þekkjum öll og sem er alltaf jafn margbreytilegt og spennandi. Hér sjáum við fjölskylduföðurinn sem yfirskyggir fjölskylduna, jafn- vel út yfir gröf og dauða. Hér er einnig verið að skoða hið svonefnda „mikilmenni“. Manngerð sem gjarn- an skilur eftir sig sviðna jörð þar sem aðstandendur og afkomendur liggja eftir sárir. Við sjáum mann sem loksins vill gera rétt og láta af lygi en lætur eftirlifendur um að horfast í augu við vandamálin sem því fylgja. Höfundurinn sýnir per- sónurnar í margbreytileika sínum þar sem enginn er dæmdur. Óhætt er að mæla með þessu verki fyrir alla þá sem vilja upplifa sterka sögu, rík persónuleg átök, heitar tilfinningar og hafa gaman af að velta fyrir sér mannlegum breyskleika og eðli. Hilmir Snær Guðnason leikstjóri og samstarfsfólk hans hafa unnið vel úr góðu verki. Góð íslensk leikskáld eru fámenn- ur hópur sem Birgir Sigurðsson til- heyrir. Hann hefur átt glæsilegan feril og með verkinu Er ekki nóg að elska? er komið dramatískt, vel gert leikrit sem sjálfsagt á eftir að rata aftur og aftur á fjalirnar. Sígildar spurningar og átök Borgarleikhúsið Er ekki nóg að elska? bbbbn Eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjórn: Hilm- ir Snær Guðnason. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Stefanía Adolfs- dóttir. Tónlist: Björn Jörundur Frið- björnsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóð: Ólafur Örn Thor- oddsen. Leikgervi: Árdís Bjarnþórs- dóttir. Leikarar: Unnur Ösp Stefáns- dóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Guðjón Davíð Karlsson, Kristbjörg Kjeld og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Frum- sýning á Nýja sviði Borgarleikhússins 20. mars 2015. SIGURÐUR G. VALGEIRSSON LEIKLIST Ljósmynd/Grímur Bjarnason Vel gert „Fyrir þá sem vilja upplifa sterka sögu, rík persónuleg átök, heitar tilfinningar og hafa gaman af að velta fyrir sér mannlegum breyskleika og eðli,“ segir m.a. í dómnum. Sveinn Ólafur og Unnur Ösp í hlutverkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.