Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Það þarf ekki að koma á óvart aðforystumenn Samfylking- arinnar reyni að spinna sig út úr vandanum eftir formannskjörið. Þó kom á óvart hve langt varaformað- urinn var tilbúinn að ganga.    Katrín Júlíus-dóttir var spurð um úrslitin í sjónvarpsviðtali á laugardag og sagði: „Ja, hann vann. Þetta er nú eins og ein góð kona sagði, sá vinnur sem vinnur og sá tapar sem tapar, en ég lít nú svo á að þau hafi bæði sigrað í þessu. Sigríður Ingibjörg kom gríðarlega vel út en Árni Páll hafði þetta þó að eitt at- kvæði sé hérna hafi munað þá er það engu að síður einu atkvæði [svo!]. Og það skiptir máli að við horfum til þess. Þannig virkar nú bara lýðræðið.“    En þetta var ekki allt. Spurð aðþví hvort umboð Árna Páls væri ekki veikt, svaraði varafor- maðurinn: „Ja, veikt og ekki veikt, hann er kjörinn af meirihluta þeirra sem tóku þátt í atkvæða- greiðslu milli tveggja einstaklinga um forystusætið í Samfylkingunni. Og umboð er alltaf umboð og meiri- hluti er meirihluti sama hversu stór eða lítill hann er.“    Meirihluti er alltaf meirihluti,“segir Katrín, en þegar „meirihlutinn“ er minnihluti, er hann þá líka meirihluti?    Árni Páll fékk innan við helminggreiddra atkvæða, sem sagt minnihluta. Hvers vegna heldur varaformaðurinn því þá fram að hann hafi fengið meirihluta?    Er þetta ekki fulllangt gengið íspunanum, jafnvel fyrir Sam- fylkinguna? Katrín Júlíusdóttir Er minnihluti meirihluti? STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 4 léttskýjað Akureyri 6 skýjað Nuuk -5 skýjað Þórshöfn 5 skúrir Ósló 1 skúrir Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 6 skýjað Brussel 6 skýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 11 skýjað London 7 skýjað París 8 skýjað Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 6 heiðskírt Berlín 3 heiðskírt Vín 7 skýjað Moskva -4 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 12 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -3 léttskýjað Montreal -12 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 2 skýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:19 19:51 ÍSAFJÖRÐUR 7:22 19:58 SIGLUFJÖRÐUR 7:05 19:41 DJÚPIVOGUR 6:48 19:21 Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Flottar fermingargjafir Trú, von og kærleikur – okkar hönnun Nemendur Menntaskólans í Reykjavík (MR) færðu um síðustu helgi Reykjadal, sumar- og helgar- dvöl Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra, eina milljón króna. Fénu söfnuðu nemendur MR í góðgerðarviku skólans og var í ár slegið met í söfnuninni. Mest fé safnaðist í einstaklings- áheitasöfnun en sá nemandi sem þar safnaði mestu hét því að fá sér húð- flúr með merki skólans ef ákveðin upphæð safnaðist. Merki MR prýðir nú líkama þess unga nemanda. „Okkur finnst þetta svo flott starf- semi og við vildum hjálpa krökk- unum sem koma í Reykjadal að hafa það skemmtilegt,“ segir Sólveig Bjarnadóttir, einn þeirra nefndar- manna sem afhentu andvirði söfn- unarinnar. „Við vitum að það er mik- ill fjárskortur þarna og reksturinn er þungur. Það væri virkilega leiðin- legt ef þessi starfsemi legðist af,“ sagði hún ennfremur. MR-ingar gáfu eina milljón kr.  Nemendur færðu Reykjadal söfnunarfé MR Nemendur þar eru gjafmildir. Fyrirtækið Kerecis hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin í ár og voru þau afhent af forseta Íslands við hátíð- lega athöfn hinn 20. mars. Auk Ker- ecis voru fyrirtækin ORF Líftækni og Carbon Recycling International tilnefnd til þekkingarverðlauna Fé- lags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Kerecis er gott dæmi um fyrirtæki sem byggist á hugviti og nær þannig að skapa mikil verð- mæti úr náttúrulegri afurð sem fellur til við aðra nýtingu.“ Óhefðbundin nýting auðlinda Í ár var yfirskrift þekkingarverð- launanna „verðmætasköpun með óhefðbundinni nýtingu auðlinda“. En við valið var haft til hliðsjónar hvern- ig fyrirtækin hafa, í krafti nýsköp- unar, fundið og þróað leiðir til að bæta nýtingu á auðlindum landsins með því að búa til nýjar afurðir úr verðlitlum efnivið sem fellur til við hefðbundna nýtingu, að því er fram kemur í tilkynningu stjórnar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þar segir einnig að Kerecis Omega 3 sárameðhöndlunarefnið sé af- frumað þorskroð sem notað er til að meðhöndla alvarleg sár. Hefur Ker- ecis þróað og verndað með einkaleyf- um tækni til að búa til stoðefni úr ís- lensku þorskroði. Kerecis hlaut þekkingarverðlaunin  Íslensku þekkingarverðlaunin 2015 voru afhent við hátíðlega athöfn Kerecis Guðmundur F. Sigur- jónsson, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.