Morgunblaðið - 28.03.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 28.03.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 BROTTFARIR ÍMAÍ, JÚNÍ, JÚLÍOG ÁGÚST 60.000 KR. NÁNAR Á UU.IS BÓKAÐU SÓLINA NÚNA! AFSLÁTTUR BÓKUNAR M.V. 2+2 15.000 KR.BÓKUNARAFSLÁTTURÁ MANN TIL 1. APRÍL Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Lögreglan á Sauðárkróki varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum í Syðri- Bjargavík á Skaga. Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Málið kom til umfjöllunar í byggðaráði Skagafjarðar sl. fimmtu- dag og vakin var athygli á þessu á vef sveitarfélagsins en þarna er vin- sæll útsýnisstaður ferðamanna yfir björgin og út á Skagafjörðinn. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlög- regluþjónn á Sauðárkróki, sem jafn- framt er formaður byggðaráðs, segir sprunguna vera sérstaka að því leyti að hún gangi þvert á landslagið á löngum kafla, ekki bara í einu bjargi þó að hún sé mest áberandi þar. Þar sé bjargið í raun orðið laust frá klettunum og geti fallið í sjó fram á hverri stundu. Að sögn Stefáns Vagns er þetta lausa bjarg um átta metrar á breidd efst og 50-60 metra hátt, en til samanburðar er Hall- grímskirkja 73 metra há. Stefán Vagn segir það til skoð- unar í samráði við jarðvísindamenn hvað beri að gera frekar, til að koma í veg fyrir slys. Til greina komi að sprengja lausa bjargið frá en það sé með öllu óákveðið á þessu stigi. Fara þurfi varlega þar sem um við- kvæmar náttúruminjar sé að ræða. Mikil hætta sé á hruni þegar frost fer úr jörðu. Hrefna Gunnsteinsdóttir, bóndi á Ketu, segir sprungur í berginu ekki koma sér á óvart. Þarna hafi mikið landbrot átt sér stað í gegnum tíðina en nú sé meiri umferð ferðamanna á svæðinu en hún hafi nokkurn tímann kynnst á Skaga, ekki bara á sumrin heldur einnig líka í vetur. „Við urðum fyrst vör við þessa sprungu í fyrravor en síðan kom líka sprunga hinum megin við björgin, sem sést vel frá veginum, þannig að þetta hefur verið að breiðast út á stærra svæði,“ segir Hrefna. Hún er með kartöflugarð skammt frá sprungunni sem er nær Ketu. „Ég var að taka upp kartöflur í haust þegar ég sá ferðamenn koma þarna gangandi niður eftir. Þeir voru komnir út á nibbuna sem er laus, og þá hætti mér að lítast á blik- una,“ segir Hrefna en hún hefur einnig áhyggjur af öryggi búfénaðar á þessum slóðum. „Þegar heitt er í veðri á sumrin og mikil fluga þá hefur féð safnast þarna fyrir. Ég vona bara að þetta fari þegar klakinn fer úr jörð. Bjarg- ið innan við gliðnar mjög hratt og þetta er orðið sprungið alveg niður í mitt bergið,“ segir Hrefna, sem von- ar að fólk virði lokanir lögreglu. Hætta á að laust bjarg falli í sjó fram  Lögreglan á Sauðárkróki hefur girt af svæði við Ketu- björg á Skaga  Varasamar sprungur fyrir vegfarendur Ljósmynd/Lögreglan á Sauðárkróki Keta Eins og sjá má er stærðarinnar bjarg að losna frá klettunum við Ketu á Skaga. Svæðið hefur verið girt af en þarna er eftirsóttur útsýnisstaður. Ketubjörg sprungin Grunnkort/Loftmyndir ehf. Keta Sauðárkrókur Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Knattspyrnu- og golfvellir koma al- mennt mun betur undan vetri í ár en í fyrra þegar gras kól víða. Ef ekki verður slæmt páskahret má búast við að vellirnir taki snemma við sér í ár. Sveppasýking í Laugardal Þrátt fyrir að útlitið sé um margt betra en í fyrra hrjáir sveppa- sýking þjóðarleikvanginn, Laugar- dalsvöll. „Ástandið á vellinum er slæmt eins og er út af sveppasýk- ingu en við erum búnir að eitra fyrir sveppina. Sýkta svæðið er kannski 30-40% af vellinum og grasið þar er að öllum líkindum dautt núna,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vall- arvörður á Laugardalsvelli. Hann segir að almennt sé ástand grasvalla mun betra en í fyrra. „Ég held að vellirnir séu al- mennt ágætir. Þetta er allt annað en í fyrra. Veturinn hefur kannski verið leiðinlegur fyrir flesta en hvað vellina varðar hefur ekki myndast sami klaki og var í fyrra. Ég hef heyrt af einhverri klakamyndun á sumum völlum en ekkert í líkingu við það sem var 2014,“ segir Krist- inn. Eins og staðan er nú er ekki út- lit fyrir að neitt knattspyrnulið spili á vellinum í sumar eftir að Fram ákvað að spila heimaleiki sína á gervigrasvelli í Úlfarsárdal. „Það hefur alltaf verið eitt lið á vellinum þannig að þetta verður í fyrsta skipti í tugi ára sem ekkert lið spilar þar,“ segir Kristinn. „Það verða engu að síður bikarleikir á vellinum, lands- leikir í júní og Smáþjóðaleikarnir,“ segir Kristinn. Hvaleyrin lítur vel út Bjarni Þór Hannesson, vallar- stjóri á golfvelli Keilis á Hvaleyri í Hafnarfirði, segir útlitið gott á vell- inum. „Þetta er allt annað en í fyrra. Eini höfuðverkurinn er sá að það er töluvert meiri frostlyfting en verið hefur. Jarðvegurinn verður eilítið ójafn fyrir vikið og þarf tíma til að setjast en þetta er ekki annað 2014, það er bókað mál,“ segir Bjarni Þór. Spurður segir hann að það versta sem gæti komið fyrir núna væri mikið frost í auða jörð. „Ef smásnjór verður yfir í páskahretinu fyrirsjáanlega verður þetta í góðu lagi,“ segir Bjarni Þór. Grasvellir líta mun betur út en í fyrra Morgunblaðið/Golli Hvít hula Sveppasýking hrjáir Laugardalsvöll sem stendur. Engu að síður er útlit grasvalla mun betra en í fyrra.  Ekkert lið í Laugardalnum  Frostlyfting á Hvaleyrinni Íslenska veðráttan hafði áhrif á flug- samgöngur í gær en flugvél Iceland- air, sem var á leið til Keflavíkur frá London, þurfti að lenda á Reykjavík- urflugvelli vegna slæmra brautarskil- yrða í Keflavík en hálka var á flug- brautinni. Eftir stutta dvöl í Reykja- vík var vélinni flogið aftur til Kefla- víkur þar sem farþegum var hleypt frá borði. Vélin var því tveimur tím- um á eftir áætlun; hún átti að lenda í Keflavík klukkan fjögur en lenti þar ekki fyrr en sex. Einkaflugvél í vandræðum Þá barst stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar tilkynning frá Flugstjórn- armiðstöðinni í Reykjavík, rétt fyrir klukkan fimm í gær, um að lítil einka- flugvél væri í vandræðum vegna élja- gangs og sambandsleysis en síðast var vitað um vélina á flugi nálægt Borgarnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði samstundis samband við TF- LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli eftir æfingaflug. Áhöfn þyrlunnar áætlaði að taka elds- neyti í Reykjavík og fara svo strax af stað til móts við flugvélina en stað- setning hennar var ekki nákvæmlega þekkt. Jafnframt boðaði Landhelgis- gæslan viðbragðsaðila vegna slíkra atvika í samhæfingarstöðina í Skóg- arhlíð. Um klukkan 16:43 fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík um að þeir hefðu náð sambandi við flugvélina. Stefndi hún þá á flugvöllinn á Sauðárkróki og bjóst við að lenda kl. 16:55. Flugvélin var svo tilkynnt lent á Sauðárkróki heilu og höldnu á áætl- uðum tíma. Var þyrlan þá afturkölluð sem og aðrir viðbragðsaðilar. Veðrið veldur vandræðum í flugi  Viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.