Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 6

Morgunblaðið - 28.03.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015 á Íslandi og ferlið einfaldara,“ segir Gunnar Bjarni. Að sögn hans eru ný lyf alla jafna tekin upp með tvenns konar hætti. Annars vegar mæla læknar með upptöku nýrra lyfja og hins vegar í gegnum beiðni þess efnis frá lyfja- fyrirtækjum. Að sögn Gunnars setja læknar fram eins konar óskalista. „Ný lyf geta verið margfalt dýrari en þau sem fyrir eru en ef við teljum ávinning af einhverju nýju lyfi lítinn tökum við lyfið ekki upp,“ segir Gunnar. Hann segir það nokkuð al- gengt að lyfjum sem læknar mæla með sé hafnað eða innleiðingu þeirra frestað. sjúklinga, eða að hægt er að með- höndla fólk sem þolir ekki einhverja aðra krabbameinsmeðferð. Þróunin hefur almennt verið sú að fólk lifir lengur eftir greiningu krabba- meins,“ segir Gunnar. Hann segir að Ísland sé eftirbátur sumra landa þegar kemur að upp- töku nýrra lyfja. „Danir hafa t.a.m. verið í fararbroddi í innleiðingu nýrra lyfja, en aðrar þjóðir hafa ver- ið seinni til, en við viljum vera sam- bærileg við Norðurlöndin í þessum efnum. Stundum er erfitt að bera sig saman við nágrannalöndin en við í krabbameinslækningunum vildum gjarnan að lyf væru hraðar innleidd Frumvarp til laga um staðgöngu- mæðrun í velgjörðarskyni hefur verið lagt fram á Alþingi en málið kom fyrst til kasta þingsins árið 2012 þegar samþykkt var þings- ályktunartillaga þess efnis að heil- brigðisráðherra kæmi að og legði fram frumvarp um staðgöngu- mæðrun. Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede, talsmaður Staðgöngu – stuðningsfélags, segir það gleðitíð- indi að frumvarpið skuli loksins líta dagsins ljós. „Við erum búin að vinna að þessu máli í mörg ár og ég fagna því sérstaklega að búið sé að leggja fram frumvarp um málið. Núna fer það í gegnum þingið og á eftir að fá meðhöndlun í þingnefnd og ég vona að það fái faglega og fljóta meðhöndlun þar.“ Markmið laganna, verði þau að veruleika, er að stuðla að vandaðri framkvæmd staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni til að tryggja hag og réttindi barns sem fæðist eftir staðgöngumæðrun, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjöl- skyldu hennar og farsæla aðkomu væntanlegra foreldra. Þannig þurfa staðgöngumæður að vera á aldrinum 25 til 39 ára og stað- gönguforeldrar á aldrinum 25 til 45 ára. Staðgöngumæðrun gæti orðið að veru- leika á Íslandi  Frumvarp frá heilbrigðisráðherra komið til umfjöllunar Alþingis Morgunblaðið/Ómar Nýtt frumvarp Markmiðið er að tryggja hag og réttindi barna sem fæðast eftir staðgöngumæðrun. Ekki náðist sam- komulag milli Rafiðnaðar- sambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins á fundi hjá Ríkis- sáttasemjara í gær. Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, for- maður Rafiðnað- arsambandsins, segir viðræðurnar stranda á einstaka viðmiðum og launatölum. „Eins og staðan er í dag vantar bara herslumuninn upp á að hægt verði að ná ásættanlegum samningi. Okkur greinir vissulega á um launakjör en það er ekki langt á milli og ég vona að hægt verði að brúa það bil.“ Næsti samningafundur Rafiðn- aðarsambandsins og Samtaka at- vinnulífsins er á mánudaginn og mun sá fundur marka ákveðin skil að sögn Kristjáns. „Annaðhvort náum við saman á mánudaginn eða það hrekkur í sundur á milli okkar. Tak- ist okkur ekki að ná saman eða nálg- ast samkomulag á næsta fundi er ljóst að við munum blása að nýju til kosningar hjá okkur um verkfalls- boðun.“ Búið var að samþykkja fjög- urra daga verfall sem hefjast átti á fimmtudag en félagsdómur dæmdi þá verkfallsboðun ólöglega. Vantar herslumuninn upp á að ná nýjum samningi Kristján Þórður Snæbjarnarson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samkomulag um samstarf á sviði kjaramála milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og ríkisins er í burðarliðnum. Fjallað var um drög að samkomulaginu í stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga í gær og samþykkt var í borgarráði sl. fimmtudag að veita borgarstjóra heimild til að undirrita samkomulag- ið. „Það hefur alltaf verið ákveðið samráð þarna á milli en við erum að reyna að þétta það með þessu. Það er ekki búið að ganga endanlega frá þessu,“ segir Karl Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að með þessu sé stefnt að því að opinberir vinnuveitendur verði framvegis bet- ur samstiga í karaviðræðunum. „Það er hugmyndafræðin á bak við þetta. Okkur hefur ekki fundist að samtöl á milli aðila hafi tekist al- veg nógu vel á undanförnum árum. Við erum að reyna að finna einhvern farveg til þess að treysta þetta sam- starf og samræður,“ segir Karl. Samkomulagið gengur fyrst og fremst út á að ríki og sveitarfélögin eigi reglulega fundi og miðli upplýs- ingum á milli í kjaramálum en ekki er um það að ræða að þessir aðilar gangist undir eina sameiginlega launastefnu og engin breyting verð- ur á núverandi fyrirkomulagi þar sem samningsumboðin verða eftir sem áður hjá stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, borgarstjórn og fjár- málaráðherra. Verði betur samstiga  Stefnt að auknu samstarfi Sambands ísl. sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og ríkis í kjaramálum með samkomulagi Í Lyfjagreiðslunefnd sitja fimm fulltrúar. Formaður er skipaður af heilbrigðisráðuneytinu, einn nefndarmaður er tilnefndur af landlæknisembættinu, einn af Sjúkratryggingum Íslands, einn af Lyfjastofn- un og einn er tilnefndur af fjármálaráðuneytinu. Guðrún I. Gylfadóttir er formaður nefndarinnar. „Við ákvarðanir förum við yfir umsagnir frá Landspítalanum og frá Sjúkratryggingum, svo er einnig reynt að meta greiðslu- þátttöku á Norðurlöndunum, en síðan er það sem öllu máli skiptir, hvort það sé svigrúm á fjárlögum. Á síðustu vikum höfum við verið að synja því að kostnaðarsöm lyf séu tekin inn í greiðsluþátttöku lyfja, á þeim forsendum að svigrúm sé ekki til staðar í fjárlögum,“ segir Guðrún. Fjárlögin ráða för HAFA HAFNAÐ KOSTNAÐARSÖMUM LYFJUM AÐ UNDANFÖRNU Guðrún I. Gylfadóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Lyf eru í sumum tilvikum ekki tek- in upp eins hratt og við viljum og í sumum tilvikum eru þau alls ekki tekin í notkun,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala. Telur hann að Ísland sé eftirbátur sumra þjóða þegar kem- ur að innleiðingu nýrra lyfja. Þau séu vissulega dýr en alla jafna mæli læknar eingöngu með lyfjum sem þeir telja að muni veita aukna möguleika í krabbameins- meðferðum. Læknar mæla ekki með upptöku allra nýrra lyfja sem koma til umfjöllunar hjá lyfjagreiðslu- nefnd. Nýir möguleikar Ný lyf eru innleidd í gegnum lyfjagreiðslunefnd og fái þau sam- þykki þar eru þau tekin inn í greiðsluþátttökukerfi ríkisins. Gunnar segir að þróun nýrra lyfja sé hröð og læknar vilji halda í við þá þróun. „Það hafa komið fram nýir möguleikar með þessum nýju lyfj- um. Þessum auknu möguleikum fylgir að hægt er oft að fresta fram- gangi krabbameinsins og lengja líf Morgunblaðið/Arnaldur Lyf Yfirlæknir lyflækninga á krabbameinsdeild LSH telur að upptaka nýrra lyfja sé of hæg hér á landi. Lyf ekki tekin nægj- anlega hratt upp  Ísland eftirbátur hinna norrænu þjóðanna segir yfirlæknir Gunnar Bjarni Ragnarsson Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.