Morgunblaðið - 28.03.2015, Qupperneq 11
ar fyrir hjá konu sinni í slíkri mún-
deringu. Svo kvenlegur var hann að
engum datt í hug að karlmaður væri
fyrirmynd fíngerðu kvennanna á
myndunum sem Gerda var rómuð
fyrir. Löngun hans til að klæðast
kvenfatnaði ágerðist. Fyrst í stað
skrýddist hann aðeins slíkum flíkum
sér til gamans og gestum þeirra
hjóna til skemmtunar og kallaði sig
þá Lili Elbe.
Fáir vissu hvers kyns var
Ekki leið þó á löngu þar til Lili
Elbe fór að spóka sig á götum Par-
ísar. Borgarbúar tóku henni vel,
enda þótti hún hrífandi persónuleiki
og Gerda virtist kæra sig kollótta.
Aðeins nánir vinir vissu hvers kyns
var, Wegener-hjónunun þótti óþarfi
að flækja málin og kynntu Lili Elbe
sem systur Einars.
Hann hafði raunar alla tíð verið
svo nettur og kvenlegur að stundum
hélt fólk að hann væri kona í karl-
mannsfötum. Síðar komu upp get-
gátur um að hann hefði verið með
svokallað Klinefelter-heilkenni sem
er litningagalli í karlmönnum með
auka X litning í frumum sínum.
Í bókinni Man into Woman: An
Authentic Record of a Change of
Sex, sem Lili Elbe hafði skrifað und-
ir ritstjórn vinar síns og gefin var út
tveimur árum eftir dauða hennar var
munur á kyni og kynhneigð skil-
greindur á þann veg að þótt körlum
finnist þeir vera konur – og gangist
hugsanlega undir aðgerð til að leið-
rétta kyn sitt – geti þeir, rétt eins og
aðrir, verið gagnkynhneigðir, sam-
kynhneigðir eða tvíkynhneigðir.
Sama eigi við um konur.
Skurðaðgerðir til að leiðrétta
kyn voru á algjöru tilraunastigi og
stórhættulegar. Dagblöð í Þýska-
landi, þar sem Lili gekkst undir að-
gerðirnar, og Danmörku fjölluðu
mikið um málið. Mörgum þótti enda
óskiljanlegt að karl, sem aukin-
heldur var kvæntur, vildi verða
kona.
Afskipti Danakonungs
Danakonungur ógilti hjónaband
þeirra Gerdu 1930. Wegener/Elbe
tókst að fá kyni sínu löglega breytt á
pappírum og vegabréf á nafni Lili
Elbe, en hélt áfram að mála myndir
undir nafni Einars Wegeners þann
stutta tíma sem hún átti ólifaðan.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru um margbrotna og á stundum
sorglega sögu dönsku stúlkunnar,
sem einn frægasti leikstjóri heims
ætlar að færa yfir á hvíta tjaldið.
Þess vegna þurfti hann um stund-
arsakir að klæða Nýhöfnina í Kaup-
mannahöfn í 19. aldar búning.
AFP
Aðstandendur Dönsku stúlkunnar Tom Hooper leikstjóri ásamt leikurunum
Alicia Vikander og Eddie Redmayne á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn.
19. aldarbragur Á myndinni til vinstri glittir í breska leikstjórann Tom
Hooper þar sem hann horfir yfir sviðið, Nýhöfnina; forna bíla keyra á mal-
arvegum, fisksölukonur spjalla saman og segl blakta á skipum í höfn.
Lili Elbe árið 1926.
Gerda Gottlieb í vinnustofu sinni.
Einar þótti nettur og kvenlegur.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2015
Landsvirkjun hefur um áratugaskeið
starfrækt sumarvinnuflokka ungs
fólks. Hóparnir sinna viðhaldi,
uppbyggingu og fegrun starfsstöðva
Landsvirkjunar og vinna jafnframt að
ýmsum samstarfsverkefnum víða um
land. Samvinna sumarvinnuflokka
Landsvirkjunar og félagasamtaka,
sveitarfélaga og stofnana hefur skilað
sér í auknum umhverfisgæðum og betri
aðstöðu til útivistar og ferðamennsku.
Í boði er vinnuframlag sumarvinnu-
flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin
lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og
öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum
samfélagsverkefnum.
Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram
vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað
með nánari upplýsingum er að finna á vef
Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is.
Nánari upplýsingar í síma 515 9000, og hjá
thora.maria.gudjonsdottir@landsvirkjun.is
Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl.
Umsóknareyðublöð er að finna á
landsvirkjun.is
Landsvirkjun auglýsir eftir
samstarfsaðilum að verkefninu
Margar hendur vinna létt verk
sumarið 2015.
Fríða Gylfadóttir, bæjarlistamaður
Fjallabyggðar, opnar í dag mynd-
listarsýningu í Listhúsi Ófeigs á
Skólavörðustíg 5, annarri hæð.
Þar sýnir hún myndir sem hún
hefur verið að mála af hestum.
Sýningin stendur frá 28. mars til
22. apríl og er opin á versl-
unartíma.
„Flestar eru þær af hestum sem
ég þekki en það er alls ekki ráð-
andi. Við fjölskyldan eigum hesta
og mér finnst þeir yndislegir og
elska að vera í kringum þá en ég
er ragur knapi. Til að gera hest-
unum samt eins hátt undir höfði
og þeir eiga skilið fór ég að mála
þá. Mála þá eins og ég þekki þá,
slaka, forvitna, notalega heima við
og í kringum okkur mannfólkið.“
Þess má geta að Fríða var á sínum
tíma í forsvari fyrir hóp kvenna
sem prjónuðu trefil í gegnum Héð-
insfjarðargöng.
Myndlistarsýning bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2015
Hestar Flest módelin þekkir hún vel.
Slakir og forvitnir hestar
Flóamarkaður til styrktar Konukoti
fer fram í Eskihlíð 4 í dag, laugardag,
á milli kl. 12 og 16. Þar er hægt að
gera góð kaup á gömlum gersemum
og styrkja gott málefni í leiðinni.
Það er tilvalið að taka til í geymsl-
unni og skápunum og fara með góss-
ið í gám sem er fyrir við Eskihlíðina,
sem síðan er selt á flóamarkaðnum.
Starfsemina munar um hverja krónu
og því er um að gera að hugsa hlý-
lega til starfsins þegar kíkt er inn í
skáp á ónotaðar flíkur.
Flóamarkaður Konukots í Eskihlíð 4
Gamlar fallegar gersemar
Morgunblaðið/Ómar
Föt Flóamarkaðurinn er opinn í dag.